Fleiri fréttir Suðurlindir stofnaðar á morgun Framtíðar virkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja hverfa inn í fyrirtækið Suðurlindir, sem stofnað verður á morgun. Hafnarfjarðarbær, Grindavík og Vogar standa að nýja fyrirtækinu, sem á að standa vörð um almannahagsmuni á svæðinu og hafa um það að segja hver virkji á svæðinu ot til hvers. 19.12.2007 08:50 Ekkert varð af flóði í Skagafirði Ekki varð úr flóði í Austari jökulsá og þar með Héraðsvötnum í Skagafirði, eins og óttast var um tíma í gær. Rennslismælingar gáfu til kynna í gær að flóð kynni að vera í aðsigi með kvöldinu, og vöruðu Almannavarnir bændur og aðra , sem hagsmuna áttu að gæta, við því. 19.12.2007 08:45 Herforingjar í Argentínu dæmdir Dómstóll í Argentínu hefur dæmt átta fyrrverandi yfirmenn hersins í 20 til 25 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að skítuga stríðinu svokallaða, sem geisaði í landinu á árunum 1976 - 1983 þegar herforingjar voru við völd. 19.12.2007 08:07 Brasílískur jólasveinn í kúlnahríð Bófaflokkur í fátækrahverfi í Ríó de Janeiró í Brasílíu hóf í gær skothríð úr vélbyssum á þyrlu sem sveimaði yfir hverfinu þar sem þeir ráða lögum og lofum. Þetta þykir varla fréttnæmt í borginni en það sem ribbaldarnir vissu ekki var að um borð í þyrlunni var sjálfur jólasveinninn sem var á leið með pakka til fátækra barna í öðru fátæktarhverfi. 19.12.2007 08:03 Spennan magnast fyrir forkosningarnar Hálfur mánuður er í forkosningar í Bndaríkjunum þar sem menn berjast um að fá umboð síns flokks til að bjóða fram í forsetakosningum í nóvember á næsta ári. Það er Iowa ríki sem ríður á vaðið og nýjustu kannanir á meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa demókrata sýna að þau Hillary Clinton og Barack Obama mælast nánast jöfn. 19.12.2007 08:02 Rúmlega fimmtíu fórust í lestarslysi í Pakistan Fleiri en fimmtíu fórust í suðurhluta Pakistans í gærkvöldi þegar járnbrautarlest með tólf vagna í eftirdragi fór út af teinunum. Hraðlestin var troðfull af farþegum sem voru á heimleið frá íslamskri hátíð sem haldin var í Lahore. 19.12.2007 07:18 Líkir því að vera skotinn með rafbyssu við pyntingar Lögreglan í Englandi rannsakar nú ásakanir 45 ára karlmanns þar í landi sem segist hafa orðið fyrir tilefnislausri árás lögreglumanna sem hann segir hafa skotið sig með rafbyssu þar til hann missti þvag. 18.12.2007 22:57 Lofa aðgerðum gegn niðurrifi í miðbænum "Það var kominn tími á að fólkið sem lifir og þrífst hér í miðbænum kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri, " segir Óttar Martin Norðfjörð heimspekingur, rithöfundur og einn þeirra sem stóð fyrir fundi um borgarmál á barnum Boston í kvöld. 18.12.2007 22:26 Zuma sigraði Mbeki í Suður-Afríku Jacob Zuma varð í dag leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, stærsta stjórnmálaflokks Suður-Afríku. Zuma sigraði forseta landsins og sitjandi leiðtoga, Thabo Mbeki. Eftir sigurinn í dag er talið næsta víst að Zuma verði forseti landins þegar kjörtímabili Mbeki lýkur árið 2009. 18.12.2007 19:54 InPro og MEDICA verða Heilsuverndarstöðin Tvö fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónstu og heilsu- og vinnuverndar, InPro og MEDICA, hafa ákveðið að sameinast undir nafninu Heilsuverndarstöðin. 18.12.2007 22:43 Forseti afhenti ungmennum verðlaun Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í dag þremur ungmennum verðlaun í net-ratleik sem efnt var til í grunnskólum landsins á Forvarnardaginn 2007. Athöfnin var á Bessastöðum. 18.12.2007 20:17 Danir féllu fyrir hendi breskra hermanna Danska varnarmálaráðuneytið birti í dag niðurstöður rannsóknar á tildrögum þess að tveir danskir hermenn létu lífið við skyldustörf í Helmand héraði í Afgansistan þann 26.september síðastliðinn. 18.12.2007 19:24 Landsvirkjun stofnuð til að keppa á alþjóðamarkaði Landsvirkjun var upphaflega stofnuð til að keppa um sölu á rafmagni á alþjóðlegum markaði. Þannig ver talsmaður fyrirtæksins þá ákvörðun að stofna sérstakt dótturfyrirtæki um undirbúning og byggingu virkjana í því skyni að sækja á erlendan vettvang. 18.12.2007 19:03 Engin kona í yfirstjórn Byrs Þótt konur séu áttatíu prósent starfsmanna Byrs skipar engin kona tólf manna yfirstjórn þessa nýjasta og stærsta sparisjóðs landsins. 18.12.2007 18:57 Kært til lögreglu vegna bankaábyrgðar Grunur leikur á að erlent fyrirtæki, sem átti lægsta boð í uppbyggingu GSM-farsímakerfisins, hafi falsað bankaábyrgð. Ríkiskaup hafa kært fyrirtækið til lögreglu. 18.12.2007 18:53 Undirbúningur miðast við 2+2 veg Samgönguráðherra segir undirbúning að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss miðast við að svokölluð tveir plús tveir lausn verði valin. Ráðherrann vonast til að hægt verði að bjóða fyrsta áfangann út eftir eitt ár. 18.12.2007 18:49 Steypuflutningabíll valt í Reykjadal Steypuflutningabíll valt út af hringveginum í Reykjadal, skammt frá Einarsstöðum, um klukkan hálf átta í morgun. Bíllinn valt heilan hring og stöðvaðist svo skammt frá veginum. Bílstjórinn slasaðist en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 18.12.2007 18:38 Sveitastjóranum í Grímsey sagt upp Sveitarstjóranum í Grímsey hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um stórfelld fjársvik. Grímseyjarhreppur íhugar að breyta stjórnsýslureglum sínum vegna málsins. 18.12.2007 18:30 Farbannsúrskurður í manndrápstilraunarmáli staðfestur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Hérðaðsdóms Reykjaness yfir pólskum ríkisborgara sem grunaður er um tilraun til manndráps þann 8. nóvember síðastliðinn. 18.12.2007 18:20 Leikfangaverslanir í hart Lögmenn Toys'R'Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Just4Kids. Þar kemur einnig fram að lögmenn Toys-R-Us krefjist þess einnig að því verði haldið fram að verðið í Just4Kids sé "miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us". 18.12.2007 17:24 Varað við flóði í Austari-Jökulsá Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði á næstu klukkustundum. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. 18.12.2007 17:13 Riverdance-hetja fær 800 milljónir í miskabætur Kona sem kærði dansarann Michael Flatley fyrir að nauðga sér hefur verið dæmd til þess að greiða honum 800 milljónir króna í miskabætur. 18.12.2007 16:51 Braut tönn í dyraverði Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu. Þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði. 18.12.2007 16:35 Boeing 757 á lágflugi yfir Reykjavík Árvökulir Reykvíkingar urðu varir við Boeing 757 vél á vegum Icelandair, sem flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu. 18.12.2007 16:19 Neitaði að hitta Condi Rice Forseti kúrdahéraðanna í Norður-Írak neitaði í dag að hitta Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. 18.12.2007 16:15 Rússar og Pólverjar funda vegna eldflaugavarnarkerfis Rússar munu funda með Pólverjum snemma á næsta ári vegna áforma Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi á næstu árum. 18.12.2007 16:13 Samþykkt að selja hlut Hafnarfjarðar í HS til Orkuveitunnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að selja nær allan hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. 18.12.2007 16:01 Þrettán felldir á Gaza ströndinni Ísraelar felldu 13 palestinska vígamenn í loftárásum á Gaza ströndina í dag. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í marga mánði í átökum þessara aðila. 18.12.2007 15:47 Yfir 300 þúsund lítrar af jólabjór renna ofan í landann Reikna má með að yfir 300 þúsund lítrar af innlendum og erlendum jólabjór renni ofan í landann fyrir þessi jól. Mjöðurinn fer brátt að verða uppseldur að sögn innkaupastjóra ÁTVR. 18.12.2007 15:44 „Þetta er þitt síðasta verk“ Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bæði hóta lögreglumanni og slá til hans ásamt því að valda skemmdum í fangaklefa hjá lögreglunni í Neskaupstað. 18.12.2007 15:12 Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu 700 milljónir kr. á ári Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu á síðustu árum nam um 700 milljónum kr. að meðaltali á ári. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti Hafrannsóknarstofunnar um brottkastið. Ef tekið er tímabilið frá 2001 til 2006 nemur verðmæti þorsks og ýsu sem hent var yfir fjórum milljörðum kr. 18.12.2007 14:30 Hjón í skotbardaga Eiginkonan lá dauð eftir þegar hjón í New Hampshire í Bandaríkjunum lentu í skotbardaga eftir hávært rifrildi. 18.12.2007 14:30 LÝSI fær leyfi til lyfjaframleiðslu Fyrirtækið LÝSI hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu hér á landi frá Lyfjastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 18.12.2007 14:24 Litla stúlkan með hnífinn Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt. 18.12.2007 14:04 Neitaði að yfirgefa skemmtistað Karlmaður, sem var handtekinn fyrir að neita að yfirgefa skemmtistað þegar verið var að loka staðnum, var í hópi 25 manna sem brutu gegn lögreglusamþykkt um helgina. 18.12.2007 13:37 Milljónatjón hjá Orkuveitunni í óveðri Milljónatjón hefur orðið á ljósabúnaði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu í óveðri undanfarinna daga 18.12.2007 13:32 Ólafur Ragnar í umræðuþætti um loftlagsmál á CNN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í morgun þátt í umræðuþætti á heimsrás CNN þar sem meðal annars var rætt um loftlagsmál. 18.12.2007 13:11 Vasaþjófar rændu konu aleigunni á Laugavegi Ragnheiður Guðjónsdóttir lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vasaþjófar rændu af henni peningaveskinu í verslun á Laugaveginum. Í veskinu var aleiga Ragnheiðar, en hún notar ekki greiðslukort og hafði tekið út um 30 þúsund krónur í bankanum og hugðist hún láta þá duga til jóla. 18.12.2007 13:04 Ísbrú vekur athygli á lofslagsbreytingum Brú skorin úr ísklump var afhjúpuð fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. 18.12.2007 13:00 Ýjar að því að REI-mál hafi verið pöntuð árás á Vilhjálm Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerir stólpagrín að Sjálfstæðismönnum í pistli á heimasíðu sinni í nótt. 18.12.2007 12:45 Þörf á skýrari reglum um farbannsúrskurði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn sem séu í farbanni þurfi að tilkynna sig með reglulegum hætti hjá lögreglu. 18.12.2007 12:36 Tekist á um bætur vegna Varmárslyss þegar skýrsla liggur fyrir Tekist verður á um hver eða hverjir eigi að greiða hverjum bætur þegar skýrsla Veiðimálastofnunar um mengunarslysið í Varmá í Hveragerði verður lögð fram. 18.12.2007 12:30 HA fær árangurstengt rannsóknarfé Tímamótasamningur var undirritaður í morgun milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Ráðuneytið veitir skólanum aukið rannsóknafé en skilyrðir framlögin við árangur. 18.12.2007 12:15 Réðust inn í Kúrdahéruð Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum. 18.12.2007 12:14 Borleyfi á Drekasvæði boðin út eftir ár Leyfi til að rannsaka og bora eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu svokallaða verða boðin út hinn 15. janúar eftir rúmt ár. Bæði innlend og erlend félög hafa sýnt áhuga á þessum leyfum. 18.12.2007 12:11 Sjá næstu 50 fréttir
Suðurlindir stofnaðar á morgun Framtíðar virkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja hverfa inn í fyrirtækið Suðurlindir, sem stofnað verður á morgun. Hafnarfjarðarbær, Grindavík og Vogar standa að nýja fyrirtækinu, sem á að standa vörð um almannahagsmuni á svæðinu og hafa um það að segja hver virkji á svæðinu ot til hvers. 19.12.2007 08:50
Ekkert varð af flóði í Skagafirði Ekki varð úr flóði í Austari jökulsá og þar með Héraðsvötnum í Skagafirði, eins og óttast var um tíma í gær. Rennslismælingar gáfu til kynna í gær að flóð kynni að vera í aðsigi með kvöldinu, og vöruðu Almannavarnir bændur og aðra , sem hagsmuna áttu að gæta, við því. 19.12.2007 08:45
Herforingjar í Argentínu dæmdir Dómstóll í Argentínu hefur dæmt átta fyrrverandi yfirmenn hersins í 20 til 25 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að skítuga stríðinu svokallaða, sem geisaði í landinu á árunum 1976 - 1983 þegar herforingjar voru við völd. 19.12.2007 08:07
Brasílískur jólasveinn í kúlnahríð Bófaflokkur í fátækrahverfi í Ríó de Janeiró í Brasílíu hóf í gær skothríð úr vélbyssum á þyrlu sem sveimaði yfir hverfinu þar sem þeir ráða lögum og lofum. Þetta þykir varla fréttnæmt í borginni en það sem ribbaldarnir vissu ekki var að um borð í þyrlunni var sjálfur jólasveinninn sem var á leið með pakka til fátækra barna í öðru fátæktarhverfi. 19.12.2007 08:03
Spennan magnast fyrir forkosningarnar Hálfur mánuður er í forkosningar í Bndaríkjunum þar sem menn berjast um að fá umboð síns flokks til að bjóða fram í forsetakosningum í nóvember á næsta ári. Það er Iowa ríki sem ríður á vaðið og nýjustu kannanir á meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa demókrata sýna að þau Hillary Clinton og Barack Obama mælast nánast jöfn. 19.12.2007 08:02
Rúmlega fimmtíu fórust í lestarslysi í Pakistan Fleiri en fimmtíu fórust í suðurhluta Pakistans í gærkvöldi þegar járnbrautarlest með tólf vagna í eftirdragi fór út af teinunum. Hraðlestin var troðfull af farþegum sem voru á heimleið frá íslamskri hátíð sem haldin var í Lahore. 19.12.2007 07:18
Líkir því að vera skotinn með rafbyssu við pyntingar Lögreglan í Englandi rannsakar nú ásakanir 45 ára karlmanns þar í landi sem segist hafa orðið fyrir tilefnislausri árás lögreglumanna sem hann segir hafa skotið sig með rafbyssu þar til hann missti þvag. 18.12.2007 22:57
Lofa aðgerðum gegn niðurrifi í miðbænum "Það var kominn tími á að fólkið sem lifir og þrífst hér í miðbænum kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri, " segir Óttar Martin Norðfjörð heimspekingur, rithöfundur og einn þeirra sem stóð fyrir fundi um borgarmál á barnum Boston í kvöld. 18.12.2007 22:26
Zuma sigraði Mbeki í Suður-Afríku Jacob Zuma varð í dag leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, stærsta stjórnmálaflokks Suður-Afríku. Zuma sigraði forseta landsins og sitjandi leiðtoga, Thabo Mbeki. Eftir sigurinn í dag er talið næsta víst að Zuma verði forseti landins þegar kjörtímabili Mbeki lýkur árið 2009. 18.12.2007 19:54
InPro og MEDICA verða Heilsuverndarstöðin Tvö fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónstu og heilsu- og vinnuverndar, InPro og MEDICA, hafa ákveðið að sameinast undir nafninu Heilsuverndarstöðin. 18.12.2007 22:43
Forseti afhenti ungmennum verðlaun Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í dag þremur ungmennum verðlaun í net-ratleik sem efnt var til í grunnskólum landsins á Forvarnardaginn 2007. Athöfnin var á Bessastöðum. 18.12.2007 20:17
Danir féllu fyrir hendi breskra hermanna Danska varnarmálaráðuneytið birti í dag niðurstöður rannsóknar á tildrögum þess að tveir danskir hermenn létu lífið við skyldustörf í Helmand héraði í Afgansistan þann 26.september síðastliðinn. 18.12.2007 19:24
Landsvirkjun stofnuð til að keppa á alþjóðamarkaði Landsvirkjun var upphaflega stofnuð til að keppa um sölu á rafmagni á alþjóðlegum markaði. Þannig ver talsmaður fyrirtæksins þá ákvörðun að stofna sérstakt dótturfyrirtæki um undirbúning og byggingu virkjana í því skyni að sækja á erlendan vettvang. 18.12.2007 19:03
Engin kona í yfirstjórn Byrs Þótt konur séu áttatíu prósent starfsmanna Byrs skipar engin kona tólf manna yfirstjórn þessa nýjasta og stærsta sparisjóðs landsins. 18.12.2007 18:57
Kært til lögreglu vegna bankaábyrgðar Grunur leikur á að erlent fyrirtæki, sem átti lægsta boð í uppbyggingu GSM-farsímakerfisins, hafi falsað bankaábyrgð. Ríkiskaup hafa kært fyrirtækið til lögreglu. 18.12.2007 18:53
Undirbúningur miðast við 2+2 veg Samgönguráðherra segir undirbúning að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss miðast við að svokölluð tveir plús tveir lausn verði valin. Ráðherrann vonast til að hægt verði að bjóða fyrsta áfangann út eftir eitt ár. 18.12.2007 18:49
Steypuflutningabíll valt í Reykjadal Steypuflutningabíll valt út af hringveginum í Reykjadal, skammt frá Einarsstöðum, um klukkan hálf átta í morgun. Bíllinn valt heilan hring og stöðvaðist svo skammt frá veginum. Bílstjórinn slasaðist en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 18.12.2007 18:38
Sveitastjóranum í Grímsey sagt upp Sveitarstjóranum í Grímsey hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um stórfelld fjársvik. Grímseyjarhreppur íhugar að breyta stjórnsýslureglum sínum vegna málsins. 18.12.2007 18:30
Farbannsúrskurður í manndrápstilraunarmáli staðfestur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Hérðaðsdóms Reykjaness yfir pólskum ríkisborgara sem grunaður er um tilraun til manndráps þann 8. nóvember síðastliðinn. 18.12.2007 18:20
Leikfangaverslanir í hart Lögmenn Toys'R'Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Just4Kids. Þar kemur einnig fram að lögmenn Toys-R-Us krefjist þess einnig að því verði haldið fram að verðið í Just4Kids sé "miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us". 18.12.2007 17:24
Varað við flóði í Austari-Jökulsá Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði á næstu klukkustundum. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. 18.12.2007 17:13
Riverdance-hetja fær 800 milljónir í miskabætur Kona sem kærði dansarann Michael Flatley fyrir að nauðga sér hefur verið dæmd til þess að greiða honum 800 milljónir króna í miskabætur. 18.12.2007 16:51
Braut tönn í dyraverði Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu. Þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði. 18.12.2007 16:35
Boeing 757 á lágflugi yfir Reykjavík Árvökulir Reykvíkingar urðu varir við Boeing 757 vél á vegum Icelandair, sem flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu. 18.12.2007 16:19
Neitaði að hitta Condi Rice Forseti kúrdahéraðanna í Norður-Írak neitaði í dag að hitta Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. 18.12.2007 16:15
Rússar og Pólverjar funda vegna eldflaugavarnarkerfis Rússar munu funda með Pólverjum snemma á næsta ári vegna áforma Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi á næstu árum. 18.12.2007 16:13
Samþykkt að selja hlut Hafnarfjarðar í HS til Orkuveitunnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að selja nær allan hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. 18.12.2007 16:01
Þrettán felldir á Gaza ströndinni Ísraelar felldu 13 palestinska vígamenn í loftárásum á Gaza ströndina í dag. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í marga mánði í átökum þessara aðila. 18.12.2007 15:47
Yfir 300 þúsund lítrar af jólabjór renna ofan í landann Reikna má með að yfir 300 þúsund lítrar af innlendum og erlendum jólabjór renni ofan í landann fyrir þessi jól. Mjöðurinn fer brátt að verða uppseldur að sögn innkaupastjóra ÁTVR. 18.12.2007 15:44
„Þetta er þitt síðasta verk“ Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bæði hóta lögreglumanni og slá til hans ásamt því að valda skemmdum í fangaklefa hjá lögreglunni í Neskaupstað. 18.12.2007 15:12
Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu 700 milljónir kr. á ári Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu á síðustu árum nam um 700 milljónum kr. að meðaltali á ári. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti Hafrannsóknarstofunnar um brottkastið. Ef tekið er tímabilið frá 2001 til 2006 nemur verðmæti þorsks og ýsu sem hent var yfir fjórum milljörðum kr. 18.12.2007 14:30
Hjón í skotbardaga Eiginkonan lá dauð eftir þegar hjón í New Hampshire í Bandaríkjunum lentu í skotbardaga eftir hávært rifrildi. 18.12.2007 14:30
LÝSI fær leyfi til lyfjaframleiðslu Fyrirtækið LÝSI hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu hér á landi frá Lyfjastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 18.12.2007 14:24
Litla stúlkan með hnífinn Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt. 18.12.2007 14:04
Neitaði að yfirgefa skemmtistað Karlmaður, sem var handtekinn fyrir að neita að yfirgefa skemmtistað þegar verið var að loka staðnum, var í hópi 25 manna sem brutu gegn lögreglusamþykkt um helgina. 18.12.2007 13:37
Milljónatjón hjá Orkuveitunni í óveðri Milljónatjón hefur orðið á ljósabúnaði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu í óveðri undanfarinna daga 18.12.2007 13:32
Ólafur Ragnar í umræðuþætti um loftlagsmál á CNN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í morgun þátt í umræðuþætti á heimsrás CNN þar sem meðal annars var rætt um loftlagsmál. 18.12.2007 13:11
Vasaþjófar rændu konu aleigunni á Laugavegi Ragnheiður Guðjónsdóttir lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vasaþjófar rændu af henni peningaveskinu í verslun á Laugaveginum. Í veskinu var aleiga Ragnheiðar, en hún notar ekki greiðslukort og hafði tekið út um 30 þúsund krónur í bankanum og hugðist hún láta þá duga til jóla. 18.12.2007 13:04
Ísbrú vekur athygli á lofslagsbreytingum Brú skorin úr ísklump var afhjúpuð fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. 18.12.2007 13:00
Ýjar að því að REI-mál hafi verið pöntuð árás á Vilhjálm Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerir stólpagrín að Sjálfstæðismönnum í pistli á heimasíðu sinni í nótt. 18.12.2007 12:45
Þörf á skýrari reglum um farbannsúrskurði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn sem séu í farbanni þurfi að tilkynna sig með reglulegum hætti hjá lögreglu. 18.12.2007 12:36
Tekist á um bætur vegna Varmárslyss þegar skýrsla liggur fyrir Tekist verður á um hver eða hverjir eigi að greiða hverjum bætur þegar skýrsla Veiðimálastofnunar um mengunarslysið í Varmá í Hveragerði verður lögð fram. 18.12.2007 12:30
HA fær árangurstengt rannsóknarfé Tímamótasamningur var undirritaður í morgun milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Ráðuneytið veitir skólanum aukið rannsóknafé en skilyrðir framlögin við árangur. 18.12.2007 12:15
Réðust inn í Kúrdahéruð Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum. 18.12.2007 12:14
Borleyfi á Drekasvæði boðin út eftir ár Leyfi til að rannsaka og bora eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu svokallaða verða boðin út hinn 15. janúar eftir rúmt ár. Bæði innlend og erlend félög hafa sýnt áhuga á þessum leyfum. 18.12.2007 12:11