Innlent

Kært til lögreglu vegna bankaábyrgðar

Grunur leikur á að erlent fyrirtæki sem átti lægsta boð í uppbyggingu GSM-farsímakerfisins hafi falsað bankaábyrgð. Ríkiskaup hafa kært fyrirtækið til lögreglu.

Boðin var út uppbygging farsímakerfis í dreifbýli og bárust Ríkiskaupum þrjú tilboð, það lægsta frá svissneska fyrirtækinu Amitelo. Í dag var hins vegar tilkynnt um að samið hefði verið við Vodafone með þeim rökum að lægstbjóðandi hefði ekki fullnægt kröfum sem gerðar voru.

Júlíus Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, staðfesti við Stöð tvö að Amitelo hefði ekki lagt fram gilda bankaábyrgð og að Ríkiskaup hefðu kært málið til lögreglu. Einnig hefur verið haft samband við bandarískan banka en grunur leikur á að fyrirtækið hafi lagt fram falsaða ábyrgð frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×