Innlent

Landsvirkjun stofnuð til að keppa á alþjóðamarkaði

Landsvirkjun var upphaflega stofnuð til að keppa um sölu á rafmagni á alþjóðlegum markaði. Þannig ver upplýsingafulltrúi fyrirtæksins, Þorsteinn Hilmarsson, í viðtali við Stöð 2, þá ákvörðun að stofna sérstakt dótturfyrirtæki um undirbúning og byggingu virkjana í því skyni að sækja á erlendan vettvang.

Um fjörutíu starfsmenn verkfræði og framkvæmdasviðs munu um áramót flytjast yfir í nýtt dótturfyrirtæki, Landsvirkjun Power.

Landsvirkjun hefur raunar um árabil komið að verkefnum erlendis, mest í gegnum aðild sína að fyrirtækinu Enex, sem áður hét Virkir Orkint. Enex-hluturinn var seldur í haust. Landsvirkjun á hlut í Hecla í Frakklandi og Sipenco í Sviss, hún á tryggingafélag á Bermúda til hagræðingar við alþjóðleg tryggingakaup, fyrr á árinu slóst hún í samstarf með Landsbankanum í HydroKraft Invest, nú er Landsvirkjun Power komin á koppinn og virkjun er í byggingu á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×