Innlent

InPro og MEDICA verða Heilsuverndarstöðin

MYND/Hari

Tvö fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónstu og heilsu- og vinnuverndar, InPro og MEDICA, hafa ákveðið að sameinast undir nafninu Heilsuverndarstöðin.

Félögin sameinuðust í ágúst og er nafnabreytingin síðasta þrepið í samrunaáætlun fyrirtækjanna eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg sem í rúm 50 ár hefur verið einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Á glæða húsið aftur lífi en eins og kunnugt er var ákveðið að flytja heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þaðan fyrir nokkrum misserum eftir að húsið var selt einkaaðilum. Var það vegna ágreinings milli ríkis og borgar sem áttu húsið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×