Fleiri fréttir Ár frá andláti Litvinenkos Ár er í dag frá því að fyrrverrandi njósnari KGB, Alexander Litvinenko, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrlað geislavirkt efni. 23.11.2007 10:28 Nýr framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna Pétur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 31. janúar. Hann tekur við af Sveini Skúlasyni sem gegnt hefur starfi forstjóra í tæp 10 ár en hefur nú ákveðið að hætta. 23.11.2007 10:17 Sjö af hverjum tíu ljúka háskólanámi innan tíu ára Rúmlega 70 prósent þeirra sem skrá sig í háskólanám á Íslandi ljúka því innan tíu ára. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um brautskráningarhlutfall. 23.11.2007 10:10 Eiturefni bárust inn í vistarverur skipverja Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með töluverðan viðbúnað í gærkvöld eftir að eiturefni í lestum flutningaskips í Sundahöfn bárust inn í vistarverur skipverja. 23.11.2007 10:02 Salan á hlut Reykjanesbæjar í HS kærð til Umboðsmanns Alþingis Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ hefur leitað álits umboðsmanns alþingis á vinnubrögðum Árna Sigfússonar bæjarstjóra og meirihluta sjálfstæðismanna við sölu hlutar í Hitaveitu Suðurnesja. 23.11.2007 09:36 Skemmtiferðaskip að sökkva nærri suðurskautinu Björgunarsveitir frá Argentínu og Bandaríkjunum og breska strandgæslan reyna nú að bjarga rúmlega 150 manns af skemmtiferðaskipi sem er að sökkva nærri suðurskautinu. 23.11.2007 08:57 Danski ráðherrakapallinn liggur fyrir Karen Jespersen, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og nú þingmaður Venstre, verður ráðherra velferðarmála í nýrri ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem kynnt var í dag. 23.11.2007 08:40 Óveður undir Hafnarfjalli og snjókoma á Hellisheiði Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli og hálku og snjókomu á Hellisheiði. 23.11.2007 08:25 Unglingsstúlka vistuð í karlafangelsi Brasíliska þjóðin er slegin yfir fréttum þess efnis að aðeins 15 ára stúlka þar í landi var sett í fangaklefa með yfir 20 karlmönnum og haldið þar í mánuð. 23.11.2007 08:06 Ferskum fiski frá Kanada dreift um Keflavíkurflugvöll Útvegsfyrirtæki á Nýfundnalandi í Kanada eru að hefja tilraunir með útflutning á ferskum fiski til Evrópu, sem dreift yrði frá Kefalvíkurflugvelli. 23.11.2007 08:01 Í fullri vinnu við bjórsmökkun Helen Moores starfsmaður Tesco stórmarkaðakeðjunnar í Bretlandi segir að hún hafi besta starf í heimi en hún er aðalbjórsmakkari Tesco. 23.11.2007 07:56 Hafís óvenju nálægt landinu Gisinn hafís er óvenju nálægt landi norður af Straumnesi. Þetta kom í ljós í ísflugi Landhelgisgæslunnar í gær. 23.11.2007 07:52 Hollywoodrisar í mál við kínverska vefsíðu Fimm af stærstu kvikmyndaverunum í Hollywood standa nú í málaferlum við eigendur vefsíðna í Kína sem þeir saka um ólöglegt niðurhal á kvikmyndum frá Hollywood. 23.11.2007 07:47 Danir greiða atkvæði um upptöku evrunnar Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur ákveðið að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu um hvort Danir vilji taka upp evruna sem gjaldmiðil eða ekki. 23.11.2007 07:42 Bjarni selur hlutinn en stýrir REI áfram Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, hyggst selja hlut sinn í fyrirtækinu til Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þessi ákvörðun er tekin í fullri sátt við OR og mun Bjarni sitja áfram sem stjórnarformaður REI, til að fylgja ráðgerðum verkefnum úr húsi. 23.11.2007 05:30 Ekki tilefni til að kalla til eigendafundar að svo stöddu Eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem halda átti á morgun hefur verið frestað. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR segir að enn sé verið að vinna í málinu og því ekki tilefni til að kalla samam eigendur. 22.11.2007 21:09 Segir ráðherra fara með rangt mál Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku, segir að Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hafi farið með rangt mál í fréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld. Þar sagði Einar ekki rétt að lögfræðingar Mjólkursamsölunnar hafi komið að gerð frumvarps um breytingar á verðlagningu búvara eins og Ólafur heldur fram. 22.11.2007 20:37 Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt „Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. 22.11.2007 18:35 Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins. 22.11.2007 21:35 Sýknaðir af ákæru um barsmíðar á töðugjöldum Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag þrjá menn af því að hafa ráðist á þann fjórða fyrir utan skemmtistað á Hellu. Atvikið átti sér stað í 14. ágúst 2005 en þann dag voru töðugjöld á Hellu. 22.11.2007 21:29 Forsætisráðuneytið segir Þróunarfélagið fara að reglum Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu undanfarinna daga um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og hvernig staðið hefur verið að sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Þróunarfélagið hafi unnið eftir settum lögum og þjónustusamningi við ráðuneytið þegar ákveðið var hverjum skildi selja fasteignirnar. 22.11.2007 20:05 Ásakanir um leynimakk og bakdyrasamruna Lagt er til að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja renni inn Geysir Green Energy í vinnuskjali sem stýrihópur um málefni orkuveitunnar lagði fram í síðustu viku. Leynimakk segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2007 19:16 Segir frumvarp sérsniðið að þörfum MS Eigandi Mjólku óttast að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á verðlagningu búvara eigi eftir að koma sér illa fyrir neytendur í landinu. Hann segir frumvarpið sérsniðið að þörfum Mjólkursamsölunnar. 22.11.2007 19:09 Dómur tvöfaldaður vegna aksturs án ökuréttinda Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að aka bifreið án ökuréttinda. Hafði héraðsdómur dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur tvöfaldaði þann dóm. 22.11.2007 16:58 Dýr sopi: Þrjátíu daga fangelsi þrátt fyrir bakflæði Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga fangelsi í Hæstarétti en hann var tekinn fyrir ölvun við akstur í morgunsárið í febrúar á síðasta ári. Maðurinn bar því við að hann þjáðist af vélindarbakflæði og hefði drukkið áfengi kvöldið áður. 22.11.2007 16:48 Meintir nauðgarar eiga að baki dóma í Litháen Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um hrottafengna nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 22.11.2007 16:46 Contalgenræningjar dæmdir í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóma yfir þremur síbrotamönnum fyrir rán, þjófnað, gripdeild og vörslu fíkniefna. Alvarlegasta brotið var þegar þeir réðust inn´i Laugarásapótek vopnaðir hníf og sprautu og kröfðust þess að þeim yfðir afhent allir skammtar sem til væru af lyfinu contalgen. 22.11.2007 16:40 Eldur í Kaffi Kró Eldur kviknaði í húsnæði veitingastaðarins Kaffi Kró, sem stendur við höfnina í Vestmannaeyjum, á fjórða tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var eldurinn býsna mikill á tímabili en enginn var í hættu. Lögreglan segir að búið sé að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti. Ekki er vitað á þessari stundu hversu miklar skemmdir hafi orðið vegna eldsins. 22.11.2007 16:02 Skattar lækkaðir og kosið um evruna Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst lækka tekjuskatta umtalsvert og þá á að kjósa um evruna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Speglasalnum í forsætisráðuneyti Danmerkur í dag þar sem ný ríkisstjórn Venstre Íhaldsflokksins, Danska þjóðarflokksins og Nýja bandalagsins kynnti stefnumál sín. 22.11.2007 15:55 Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46 Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37 Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10 Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07 Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55 Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43 Gáfu sjúkrabíl til Nikargva Rauði krossinn í Camoapa í Nikargva fékk afhentan glænýjan sjúkrabíl frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands nú á dögunum. 22.11.2007 14:39 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33 Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06 Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52 Vaxandi kókaínneysla í Evrópu Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins, EMCDDA, telur að meiri stöðugleiki sé að komast á í fíkniefnanotkun í Evrópu eftir áratug sem hefur einkennst af stöðugri fjölgun fíkniefnaneytenda. 22.11.2007 12:59 Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58 Tvær milljónir fá mat í fjóra mánuði vegna hamfara Stjórnvöld í Bangladess sögðust í dag mundu útvega rúmlega tveimur milljónum manna matvæli næstu fjóra mánuði. 22.11.2007 12:34 Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins. 22.11.2007 12:30 Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15 Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Ár frá andláti Litvinenkos Ár er í dag frá því að fyrrverrandi njósnari KGB, Alexander Litvinenko, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrlað geislavirkt efni. 23.11.2007 10:28
Nýr framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna Pétur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 31. janúar. Hann tekur við af Sveini Skúlasyni sem gegnt hefur starfi forstjóra í tæp 10 ár en hefur nú ákveðið að hætta. 23.11.2007 10:17
Sjö af hverjum tíu ljúka háskólanámi innan tíu ára Rúmlega 70 prósent þeirra sem skrá sig í háskólanám á Íslandi ljúka því innan tíu ára. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um brautskráningarhlutfall. 23.11.2007 10:10
Eiturefni bárust inn í vistarverur skipverja Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með töluverðan viðbúnað í gærkvöld eftir að eiturefni í lestum flutningaskips í Sundahöfn bárust inn í vistarverur skipverja. 23.11.2007 10:02
Salan á hlut Reykjanesbæjar í HS kærð til Umboðsmanns Alþingis Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ hefur leitað álits umboðsmanns alþingis á vinnubrögðum Árna Sigfússonar bæjarstjóra og meirihluta sjálfstæðismanna við sölu hlutar í Hitaveitu Suðurnesja. 23.11.2007 09:36
Skemmtiferðaskip að sökkva nærri suðurskautinu Björgunarsveitir frá Argentínu og Bandaríkjunum og breska strandgæslan reyna nú að bjarga rúmlega 150 manns af skemmtiferðaskipi sem er að sökkva nærri suðurskautinu. 23.11.2007 08:57
Danski ráðherrakapallinn liggur fyrir Karen Jespersen, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og nú þingmaður Venstre, verður ráðherra velferðarmála í nýrri ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem kynnt var í dag. 23.11.2007 08:40
Óveður undir Hafnarfjalli og snjókoma á Hellisheiði Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli og hálku og snjókomu á Hellisheiði. 23.11.2007 08:25
Unglingsstúlka vistuð í karlafangelsi Brasíliska þjóðin er slegin yfir fréttum þess efnis að aðeins 15 ára stúlka þar í landi var sett í fangaklefa með yfir 20 karlmönnum og haldið þar í mánuð. 23.11.2007 08:06
Ferskum fiski frá Kanada dreift um Keflavíkurflugvöll Útvegsfyrirtæki á Nýfundnalandi í Kanada eru að hefja tilraunir með útflutning á ferskum fiski til Evrópu, sem dreift yrði frá Kefalvíkurflugvelli. 23.11.2007 08:01
Í fullri vinnu við bjórsmökkun Helen Moores starfsmaður Tesco stórmarkaðakeðjunnar í Bretlandi segir að hún hafi besta starf í heimi en hún er aðalbjórsmakkari Tesco. 23.11.2007 07:56
Hafís óvenju nálægt landinu Gisinn hafís er óvenju nálægt landi norður af Straumnesi. Þetta kom í ljós í ísflugi Landhelgisgæslunnar í gær. 23.11.2007 07:52
Hollywoodrisar í mál við kínverska vefsíðu Fimm af stærstu kvikmyndaverunum í Hollywood standa nú í málaferlum við eigendur vefsíðna í Kína sem þeir saka um ólöglegt niðurhal á kvikmyndum frá Hollywood. 23.11.2007 07:47
Danir greiða atkvæði um upptöku evrunnar Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur ákveðið að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu um hvort Danir vilji taka upp evruna sem gjaldmiðil eða ekki. 23.11.2007 07:42
Bjarni selur hlutinn en stýrir REI áfram Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, hyggst selja hlut sinn í fyrirtækinu til Orkuveitu Reykjavíkur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þessi ákvörðun er tekin í fullri sátt við OR og mun Bjarni sitja áfram sem stjórnarformaður REI, til að fylgja ráðgerðum verkefnum úr húsi. 23.11.2007 05:30
Ekki tilefni til að kalla til eigendafundar að svo stöddu Eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem halda átti á morgun hefur verið frestað. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður OR segir að enn sé verið að vinna í málinu og því ekki tilefni til að kalla samam eigendur. 22.11.2007 21:09
Segir ráðherra fara með rangt mál Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku, segir að Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hafi farið með rangt mál í fréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld. Þar sagði Einar ekki rétt að lögfræðingar Mjólkursamsölunnar hafi komið að gerð frumvarps um breytingar á verðlagningu búvara eins og Ólafur heldur fram. 22.11.2007 20:37
Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt „Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. 22.11.2007 18:35
Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins. 22.11.2007 21:35
Sýknaðir af ákæru um barsmíðar á töðugjöldum Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag þrjá menn af því að hafa ráðist á þann fjórða fyrir utan skemmtistað á Hellu. Atvikið átti sér stað í 14. ágúst 2005 en þann dag voru töðugjöld á Hellu. 22.11.2007 21:29
Forsætisráðuneytið segir Þróunarfélagið fara að reglum Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu undanfarinna daga um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og hvernig staðið hefur verið að sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Þróunarfélagið hafi unnið eftir settum lögum og þjónustusamningi við ráðuneytið þegar ákveðið var hverjum skildi selja fasteignirnar. 22.11.2007 20:05
Ásakanir um leynimakk og bakdyrasamruna Lagt er til að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja renni inn Geysir Green Energy í vinnuskjali sem stýrihópur um málefni orkuveitunnar lagði fram í síðustu viku. Leynimakk segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2007 19:16
Segir frumvarp sérsniðið að þörfum MS Eigandi Mjólku óttast að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á verðlagningu búvara eigi eftir að koma sér illa fyrir neytendur í landinu. Hann segir frumvarpið sérsniðið að þörfum Mjólkursamsölunnar. 22.11.2007 19:09
Dómur tvöfaldaður vegna aksturs án ökuréttinda Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að aka bifreið án ökuréttinda. Hafði héraðsdómur dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur tvöfaldaði þann dóm. 22.11.2007 16:58
Dýr sopi: Þrjátíu daga fangelsi þrátt fyrir bakflæði Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga fangelsi í Hæstarétti en hann var tekinn fyrir ölvun við akstur í morgunsárið í febrúar á síðasta ári. Maðurinn bar því við að hann þjáðist af vélindarbakflæði og hefði drukkið áfengi kvöldið áður. 22.11.2007 16:48
Meintir nauðgarar eiga að baki dóma í Litháen Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um hrottafengna nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 22.11.2007 16:46
Contalgenræningjar dæmdir í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóma yfir þremur síbrotamönnum fyrir rán, þjófnað, gripdeild og vörslu fíkniefna. Alvarlegasta brotið var þegar þeir réðust inn´i Laugarásapótek vopnaðir hníf og sprautu og kröfðust þess að þeim yfðir afhent allir skammtar sem til væru af lyfinu contalgen. 22.11.2007 16:40
Eldur í Kaffi Kró Eldur kviknaði í húsnæði veitingastaðarins Kaffi Kró, sem stendur við höfnina í Vestmannaeyjum, á fjórða tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var eldurinn býsna mikill á tímabili en enginn var í hættu. Lögreglan segir að búið sé að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti. Ekki er vitað á þessari stundu hversu miklar skemmdir hafi orðið vegna eldsins. 22.11.2007 16:02
Skattar lækkaðir og kosið um evruna Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst lækka tekjuskatta umtalsvert og þá á að kjósa um evruna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Speglasalnum í forsætisráðuneyti Danmerkur í dag þar sem ný ríkisstjórn Venstre Íhaldsflokksins, Danska þjóðarflokksins og Nýja bandalagsins kynnti stefnumál sín. 22.11.2007 15:55
Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46
Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37
Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10
Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07
Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55
Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43
Gáfu sjúkrabíl til Nikargva Rauði krossinn í Camoapa í Nikargva fékk afhentan glænýjan sjúkrabíl frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands nú á dögunum. 22.11.2007 14:39
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33
Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06
Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52
Vaxandi kókaínneysla í Evrópu Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins, EMCDDA, telur að meiri stöðugleiki sé að komast á í fíkniefnanotkun í Evrópu eftir áratug sem hefur einkennst af stöðugri fjölgun fíkniefnaneytenda. 22.11.2007 12:59
Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58
Tvær milljónir fá mat í fjóra mánuði vegna hamfara Stjórnvöld í Bangladess sögðust í dag mundu útvega rúmlega tveimur milljónum manna matvæli næstu fjóra mánuði. 22.11.2007 12:34
Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins. 22.11.2007 12:30
Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15
Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07