Fleiri fréttir

Ístak hefur lokað mig af

Íbúar við Grettisgötuna sem eiga baklóðir að bílastæðahúsi því sem reist var á Stjörnubíóreitnum svokallaða eru mjög óánægðir með fráganginn við baklóðir sínar. "Ístak hefur eiginlega lokað mig af hvað varðar aðgengi að baklóð minni," segir Hjördís Jóhannsdóttir íbúi á Grettisgötu 83.

Skemmdarverk á TVG lestunum í Frakklandi

Þær fregnir berast nú frá Frakklandi að fjöldi skemmdarverka hafi verið unnin á TGV hraðlestarkerfinu þar í landi, en tekist hefur að halda þessu kerfi gangandi í verkfallinu.

Spellvirki á hraðahindrunum upplýst

Þrír menn hafa játað að hafa rifið upp hraðahindrun af götu í þorlákshöfn fyrir rúmum hálfum mánuði. Þeir frömdu verknaðinn að næturlagi og beittu kúbeinum til að rífa hana upp, en hún var boltuð ofan í götuna.

Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter við Selfoss

Jarðskjálfta hefur orðið vart á Selfossi í alla nótt og mældist sá sterkasti um þrír á Richter um klukkan hálf fimm í morgun. Sterkasti skjálftinn við upphaf hrynunnar mældist 3,5 á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Segir margt gott í fjárhagsáætlun en undrast annað

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segist ánægður með margt í fjárhagsáætlun meirihlutans sem kynnt var í dag. „Þessi fjárhagsáætlun var að miklu leyti undirbúin af okkur í gamla meirihlutanum undir minni stjórn þannig að eðlilega er margt í henni sem ég er sáttur við.," segir Vilhjálmur. Hann segist hins vegar vera ósáttur við nokkur atriði.

Fleiri skjálftar á Selfossi

Jörð hefur skolfið á Selfossi í kvöld en klukkan 21.40 hófst önnur hrina þar sem stærsti skjálftinn var 3 á Richter. Fleiri skjálftar, litlu minni fylgdu strax í kjölfarið. Fyrri skjálftahrinan hófst um klukkan sjö í kvöld í og við nágrenni Selfoss og Þorlákshöfn. Um er að ræða tíu skjálfta, stærsti skjálftinn á þessu svæði var upp á 2,7 á Richter. Skjáltarnir eru grunnir og fundust því mjög vel á Selfossi og nágrenni.

Kona getur ekki verið herra og karl ekki frú

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið

Gæti hagnast um milljarða á fasteignakaupum á Vellinum

Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli. Markaðsvirði eignanna er meira en tvöfalt hærra en fyrirtækið Háskólavellir greiddi fyrir þær í október. Hæstaréttarlögmaður í stjórnarandstöðu segir lög hafa verið brotin með sölunni.

Globodent í vandræðum

Globodent, norðlenskt fyrirtæki sem boðaði alheimsbyltingu í tannlækningum hefur misst tiltrú fjárfesta. Akureyrarbær lagði á sínum tíma milljónatugi í fyrirtækið.

Setur út á mat Standard og Poor's

Forsætisráðherra hefur ýmislegt út á mat Standard og Poor´s á horfum á lánshæfismati ríkisssjóðs að setja en það breytti í dag horfunum úr stöðugum í neikvæðar.

Pirraðir og þreyttir á verkföllum

Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða.

Starfsmaður Ríkiskaupa segir rangt eftir sér haft

Ríkisskaup hafa sent frá sér tilkynningu vegna forsíðufréttar DV í dag þar sem segir að stofnunin telji að hún hefði átt að sjá um sölu á íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningunni segir að starfsmaðurinn sem vitnað er í í fréttinni telji rangt eftir sér haft í greininni í veigamiklum atriðum.

Þrjár milljónir í neyðaraðstoð til Bangladess

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita 50 þúsund Bandaríkjadali, rúmar þrjár milljónir íslenskar krónur til neyðaraðstoðar í Bangladess. Peningarnir renna til Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna. Að minnsta kosti 3100 létust þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir landið í síðustu viku og fer tala látinna hækkandi.

Portúgalska lögreglan leitar í kirkjugarði

Portúgalska lögreglan hefur leitað í kirkjunni sem McCann hjónin sóttu til að biðja fyrir að Madeleine kæmi aftur eftir að hún hvarf í Portúgal. Lögreglan leitaði einnig í kirkjugarðinum og yfirheyrði prestinn sem McCann hjónin leituðu til eftir að dóttir þeirra hvarf.

Verkfallið kostar Frakka 36 milljarða á dag

Verkfall opinberra starfsmanna í Frakklandi kostar Frakka allt að 36 milljörðum íslenskra króna á dag. Þetta sagði Christine Legarde fjármálaráðherra í dag. Verkfallið hefur lamað líf almennings í landinu og margir segja minnihluta Frakka halda landinu í gíslingu.

Íraskur fréttamaður AP talinn njósnari

Bandaríski herinn vill að gefin verði út ákæra á hendur íröskum ljósmyndara AP fréttastofunnar í Írak. Maðurinn var tekinn höndum árið 2006 vegna gruns um aðstoð við íraska uppreisnarmenn.

Meintur árásarmaður í gæsluvarðhaldi fram á mánudag

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í hádeginu manninn sem hefur verið í haldi lögreglunnar á Selfossi, vegna hnífstungumálsins við Hellisheiðarvirkjun um síðustu helgi, í gæsluvarðhald til mánudagsins 26. nóvember.

Strætóbílstjóri gagnrýnir Strætó

„Þú ferð ekki inn í rútu með barnavagn þó hún sé gul að framan,“ segir Ingunn Guðnadóttir strætóbílstjóri en Leið 2 hjá Strætó hefur notað rútur frá Hagvögnum í stað strætisvagna upp á síðkastið.

Endurreisa þarf húsnæðiskerfið

Endurreisa þarf húsnæðiskerfið og viðurkenna verður að húsnæðismál eru velferðarmál, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í utandagskrárumræðu um hækkun vaxta á íbúðalánum á Alþingi í dag.

Bílskúrsdeilur í Breiðholti

„Ég vil koma þessu fólki frá sem allra fyrst," segir Sævar Helgason sem býr með sambýliskonu sinni í Æsufelli í Breiðholti. Deilur hafa staðið um kaup á nýjum bílskúrshurðum í Æsufellinu og hefur málið ratað inn á borð lögfræðinga Húseigendafélagsins.

Háloftaræninginn handsamaður

Kínverskur þjófur sem gerði það að iðju sinni að ræna flugfarþega í miðju flugi hefur verið handtekinn. Li Mingwan keypti ódýra flugmiða og flaug til ríkra borga eða svæða til að ræna grunlausa farþega. Lögreglan segir að hann hafi stolið um þremur milljónum íslenskra króna um borð í flugvélum.

Ekki króna til að bæta búsetuúrræði fatlaðra

„Ég myndi halda að bið eftir íbúðum fyrir fatlaða væri að minnka," segir Þór Þórarinsson, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu. Hann segir að á næstu dögum muni Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra svara fyrirspurn um þetta mál á Alþingi. „Málin munu skýrast þá," bætir Þór við.

Fyrsti Kmerinn fyrir dóm

Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna.

Lítill munur á hlutfalli íslenskra og erlendra kynferðisbrotamanna

Sáralítill munur er á hlutfalli íslenskra og erlendra karlmanna sem fremja kynferðisglæpi hér á landi. Um 0,14 prósent íslenskra karlmanna fremja slíka glæpi og um 0,2 prósent erlendra karlmanna. Þá er ekki tekið tillit til þess að hingað koma fleiri þúsund erlendra ferðamanna ár hvert.

Skilur ekki af hverju börnin voru skilin eftir

Móðir Kate McCann segir að hún skilji ekki af hverju hjónin hafi skilið börnin eftir í sumarleyfisíbúðinni á meðan þau fóru í kvöldverð með vinum sínum. Susan Healy kom fram í fréttaskýringaþætti BBC, Panorama, í gærkvöldi.

Segir Svandísi hafa verið með gjörtapað mál

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, var fyrirfram með gjörtapað mál á hendur Orkuveitu Reykjavíkur að mati Daggar Pálsdóttur, hæstaréttarlögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún segir ljóst að Svandís hafi aldrei haft lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í málinu.

Íslenskir sjóræningjar opna blóðsuguvef með Næturvaktinni

Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni.

Daglegt líf lamað í Frakklandi vegna verkfalla

Daglegt líf í Frakklandi er lamað. Mörg þúsund opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í morgun. Skólar eru lokaðir, sjúkrahús veita aðeins lágmarksþjónustu, almenningssamgöngur eru í lamaslessi og flugumferð hefur raskast.

Þúsundir frelsaðar í Pakistan

Pakistanska ríkisstjórnin segist hafa leyst um 3.400 stjórnarandstæðinga úr haldi. Fólkið var hneppt í varðhald eftir að neyðarlög voru sett í landinu 3. nóvember síðastliðinn. Lausn stjórnarandstæðinga hefur verið lykilkrafa stjórnarandstöðuflokka sem hóta að sniðganga þingkosningarnar í janúar. Fjöldi leiðtoga stjórnarandstæðinga er enn í haldi í landinu. .

Guðmundur Bjarnason ennþá landlaus

Þjóðskrá hefur enn ekki breytt ákvörðun sinni varðandi Guðmund Bjarnason öryrkja, en hann var sviptur lögheimili hér á landi í febrúar síðastliðnum. Umboðsmaður Alþingis sendi Þjóðskrá bréf og bað um skýringar á því hvers vegna Guðmundi væri ekki svarað. Var Þjóðskrá gefinn svarfrestur til 2. nóvember en ekkert gerist.

Sjá næstu 50 fréttir