Fleiri fréttir

Útkall vegna reykvélar

Lögregla fór á vettvang og kallað var á slökkvilið þegar mikinn reyk lagði frá bílasölu á Funahöfða í nótt.

Fjórum sleppt úr haldi á Selfossi

Lögreglan á Selfossi sleppti í gærkvöldi fjórum mönnum úr haldi, sem teknir voru í fyrrinótt vegna rannsóknar á hnífstungumáli í vinnubúðum Hellisheiðarvirkjunar um helgina.

Fjöldaverkföll í Frakklandi í dag

Mikill fjöldi opinberra starfsmanna í Frakklandi mun fara í verkfall í dag og má búast við truflunum víða í landinu af þessum sökum.

„Við munum leita réttar okkar“

Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar,“ segir Svavar í samtali við Vísi.

Vilhjálmur segir Ólaf F. snúa aftur um áramót

Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans í borgarstjórn Reykjavíkur snýr aftur á svið borgarmálanna um áramót. Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í viðtali á Útvarpi Sögu í dag. Ólafur hefur verið í veikindaleyfi í borgarstjórn undanfarið en þegar nýr meirihluti var myndaður í borginni á dögunum sagði hann viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að hann ætlaði sér að snúa aftur eins fljótt og auðið væri. Margrét Sverrisdóttir hefur setið í oddvitasætinu í fjarveru Ólafs og gegnir hún embætti forseta borgarstjórnar í nýjum meirihluta.

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Nokkuð var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Geirsgötu og Lækjargötu klukkan fjögur en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Þá þurfti að kalla til kranabíl til þess að fjarlægja tvo bíla sem voru óökufærir eftir árekstur í Hafnarfirði en ökumenn sluppu við meiðsl.

Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir leitun að spilltari stjórnmálamanni en Finni Ingólfssyni fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, en Finnur gagnrýndi Sverri harkalega í þættinum Mannamál á Stöð 2 í gær.

Málaliðar handteknir í Írak

Íraskar öryggissveitir handtóku í dag 43 einstaklinga vegna skotbardaga í Bagdad þar sem kona særðist. Hinir handteknu eru starfsmenn öryggisfyrirtækis sem starfar í borginni. Tveir þeirra eru Bandaríkjamenn og flestir hinna útlendingar eftir því sem fréttastofa Reuters greinir frá. Handtökurnar eru sagðar til merkis um að málaliðarnir sem starfa í landinu séu ekki yfir lögin hafnir en mál Blackwater fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.

39 Suðurnesjamenn kærðir fyrir hraðakstur í dag

Lögreglan á Suðurnesjum hélt í dag úti öflugu eftirliti við skóla á svæðinu með þeim afleiðingum að 39 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þrír ökumenn voru sviptir ökuleyfi fyrir að aka of hratt í grennd við skóla og óku þeir á 64 til 66 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 30.

Annað andlát eftir rafbyssunotkun

Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar dauða karlmanns sem lést þegar lögreglumaður skaut hann með rafbyssu í gærmorgun. Lögregla var að stilla til friðar þar sem komið hafði til slagsmála. Íslenska lögreglan íhugar að taka slíkar byssur í notkun.

Gift í 60 ár

Elísabet önnur Englandsdrottning og Filipus prins, eiginmaður hennar, fögnuðu 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Hjónin fögnuðu demantsbrúðkaupinu ásamt 2.000 gestum á sama stað og þau gengu í það heila 1947 - í Westminster Abbey.

Morð skipulögð í Köln og Björgvin

Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið.

Farið fram á gæsluvarðhald í hnífstungumáli

Lögreglustjórinn á Selfossi óskaði eftir því við Héraðsdóm Suðurlands að maður sem grunaður er um að hafa stungið annan mann með hníf við Hellisheiðarvirkjun um helgina verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags.

Íbúar Kosovo varaðir við sjálfstæði

Utanríkisráðherrar nokkurra Evrópusambandsríkja hafa hvatt Kosovo-Albana til að lýsa ekki yfir einhliða sjálfstæði eftir kosningar á laugardaginn. Sjálfstæði án stuðnings alþjóðasamfélagsins gæti einangrað héraðið að mati þeirra.

Ástarævintýrinu lauk eftir landsleik á Ásláki

Það var magnþrungið andrúmsloftið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Flugmaður hjá Icelandair var þar mættur ásamt fyrrum unnustu sinni frá Venesúela. Flugmaðurinn er sakaður um heimilisofbeldi gegn stúlkunni en hún hefur mikið látið fyrir sér fara síðan hún kom hingað til lands í september á síðasta ári.

Heimild Skipta skapar ekki óeðlileg fordæmi

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þá ákvörðun fjármálaráðherra að veita fyrirtækinu Skiptum heimild til að fresta skráningu í Kauphöll Íslands ekki skapa óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga ríkisins. Hann segir að verið sé að bregðast við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum.

YouTube hótun á skóla í Noregi

Einn er í haldi lögreglunnar í Noregi eftir hótanir á YouTube gegn framhaldsskóla nálægt Bergen. Hinn grunaði var handtekinn eftir að hótanir gegn Erdal Skólanum á Askøy eyju voru birtar á vefnum. Odd Dale lögreglustjóri sagði að fylgst hefði verið með manninum frá því í gær en hann hefur ekki verið nafngreindur.

Verður að loka torrent.is

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á lögbannsbeiðni á starfsemi skráardeilingarsíðunnar torrent.is sem nokkur höfundarréttarsamtök lögðu fram fyrr í dag.

Prúðustu ungmennin búa á Álftanesi

Álftanes er með einna lægstu tíðni afbrota miðað við íbúafjölda og eru afbrot, svo sem innbrot og þjófnaðir, afar fátíð þar miðað við önnur svæði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á fundi sem lögreglan átti með lykilfólki frá Áfltanesi síðastliðinn miðvikudag.

Óheimilt að fara í fermingafræðsluferðir á skólatíma

Grunnskólar geta ekki skipulagt ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. „Slíkt samræmist ekki aðalnámskrá eða grunnskólalögum," segir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu.

Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn

Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum.

Þóttist vera eldri Pólverji

Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur höfðað opinbert mál á hendur Pavel Janas fyrir að þykjast vera annar en hann er.

Hvetur OR og Ölfus til að endurskoða áform um Bitruvirkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn áformum Orkuveitunnar um að reisa Bitruvirkjun og hvetur fyrirtækið og nágrannasveitarfélagið Ölfus til þess að endurskoða áform sín um framkvæmdir á og við Ölkelduháls og Bitru.

Söfnuðu 400 þúsund krónum í zumba-dansi

Fjögur hundruð þúsund krónur söfnuðust í hópdansi Hreyfingar í Valsheimilinu fyrir um tveimur vikum en þar dönsuðu gestir zumba til styrktar UNIFEM á Íslandi.

Offita að verða stórt heilbrigðisvandamál

„Offita er að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál á næstu árum, " segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að þeir sem eru á auglýsingamarkaði beini ekki auglýsingum um óholla matvöru að börnum. Ásta Ragnheiður var í hádegisviðtalinu hjá Lillý Valgerði Pétursdóttur á Stöð 2 í dag.

Fara fram á lögbann á torrent.is

Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa farið fram á tímabundið lögbann á starfsemi skráardeilningarsíðunnar torrent.is vegna gruns um höfundarréttarbrot.

Fyrsta stórmyndin á ís

Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað.

Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln

Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu.

70 námuverkamenn látnir í Úkraínu.

Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk.

Dómarar vísa endurkjörsmáli Musharrafs frá

Hæstiréttur Pakistan hefur vísað frá fimm af sex efaatriðum um lögmæti endurkjörs Pervez Musharrafs forseta í síðasta mánuði. Rétturinn er nú settur dómurum sem eru vilhallir undir forsetann eftir að hann setti á neyðarlög í landinu.

Vilja fresta flutningi ferðamála til iðnaðarráðuneytisins

Ferðamálasamtök Íslands vilja að Alþingi fresti því um ár að flytja málefni ferðamála frá samgönguráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna í síðustu viku.

Fimm í haldi vegna hnífstunguárásar

Fimm manns eru nú í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárás við Hellisheiðarvirkjun á laugardagskvöld.

Forsprakki torrent.is færður til yfirheyrslu til lögreglu

Rétt í þessu var Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Hann var vakinn upp í morgun af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa.

Svandísarmáli formlega lokið

Gengið var frá sátt í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, á hendur Orkuveitu Reykjavíkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir