Fleiri fréttir

Eiginkona og dóttir urðu vitni að slysinu

Maðurinn sem lést í umferðarslysinu á Suðurlandsvegi við Rauðhóla í fyrrakvöld hét Kristinn Guðbjartur Óskarsson, til heimilis að Álfhólsvegi 151 í Kópavogi.

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Í dag, 18. nóvember er minnst fórnarlamba umferðarslysa um allan heim. Af því tilefni sendi biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, prestum Þjóðkirkjunnar bréf og bað þá að minnast þessa í messum sunnudagsins. Í bréfi biskups segir meðal annars:

Vopnað rán í Sunnubúð

Þrír menn réðust inn í Sunnubúð við Mávahlíð rétt fyrir klukkan 11:20 í dag. Þeir voru vopnaðir kylfu og exi. Mennirnir ógnuðu starfsmanni sem var í búðinni og höfðu með sér á brott peninga úr sjóðsvél og tóbak. Skýrslutökur standa nú yfir og er ræningjanna leitað.

Þúsundir nota Vefþuluna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði á föstudag nýja íslenska vefþjónustu sem fengið hefur nafnið Vefþula. Vefþulan er ætluð lesblindum námsmönnum og gerir þeim kleift að fá lesinn hvaða texta sem er á netinu, auk þess sem þeir geta sjálfir skrifað texta og fengið hann lesinn fyrir sig.

100% viss um að Maddie sé á lífi

Einkaspæjarar sem foreldrar Maddie McCann hafa ráðið til að leysa ráðgátunum um hvarf hennar eru handvissir um að hún sé á líf og að ekki líði á löngu þar til þeir hafi upp á henni.

Brúðkaup aldarinnar

Tvær af ríkustu fjölskyldum landsins tengdust saman í dag þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, sonur Jóhannesar í Bónus og Ingibjörg Pálmadóttir, dóttir Pálma í Hagkaupi, gengu í það heilaga.

Eldur í verslun á Laugarvegi

Eldur kom upp á Laugarvegi 12 nú á níunda tímanum í kvöld, en í þessu húsi rekur Rauði krossinn nytjaverslun. Að sögn lögreglunnar var um minniháttar atvik að ræða og er búið slökkva eldinn.

Óveður veldur tjóni við Selfoss

Bíll fór út af Skeiðarvegi norðan við Flúðir rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Ökumaður slasaðist ekki alvarlega, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Þá fauk bíll, sem var með tóma hestakerru, út af veginum undir Ingólfsfjalli um þrjúleytið í dag. Mikið hvassviðri er á Selfossi þessa stundina og stendur lögregla í ströngu við að bjarga ýmsum lausamunum sem fjúka um bæinn og geta skapað tjón.

Eftirlýstur maður gaf sig fram

Maðurinn sem lýst var eftir í gær, grunaður um kynferðisbrot, gaf sig fram við lögreglu seint í gærkvöld. Að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til að halda manninum og var hann því látinn laus að lokinni skýrslutöku. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

1.600 týndu lífi hið minnsta

Tæplega 1.600 manns hið minnsta fórust þegar fellbylurinn Sadr fór yfir Bangladess í gær og fyrradag. Óttast er að mörg þúsund manns til viðbótar finnist látnir.

Útlitið svart

Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum.

Óttast um afdrif 200 nautgripa

Mikill eldur kom upp í fjósi við Stærri-Árskóga í Eyjafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Vegna mikilst hvassviðris gengur erfiðlega að slökkva eldinn og hefur hann nú læst sig í hlöðu sem er tengd fjósinu. Lögreglan á Akureyri segir að um 200 nautgripir hafi verið í fjósinu og óttast er að þeir hafi allir orðið eldinum að bráð. Bæði Slökkvilið Akureyrar og Slökkviliðið á Dalvík eru á vettvangi.

Fáfnismenn enn við Frakkastíg

Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg og Hverfisgötu, þar sem vélhjólaklúbburinn Fáfnir heldur til, eru byrjaðir að ræða við Fáfnismenn um að þeir yfirgefi húsið.

OR tekur í notkun nýja aflvél

Orkuveita Reykjavíkur tekur í dag formlega í notkun nýja aflvél í Hellisheiðarvirkjun, sem mun spara fyrirtækinu 700 milljónir króna árlega í raforkukaupum fyrir almennan markað, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni.

Vara-utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Musharraf

John Negroponte, vara-utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Pervez Musharraf, forseta Pakistan, á tveggja klukkustunda löngum fundi í dag. Á fundinum hvatti Negroponte forsetann til að leggja sitt af mörkum til þess að koma á friði í landinu, afnema neyðarlög og undirbúa frjálsar kosningar.

Dregið úr kolmunnaveiðum

Þriðja árið í röð verður dregið úr kolmunnaveiðum. Þetta var ákveðið á ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar sem lauk í Lundúnum í gær.

Síldinni mokað upp úr Grundarfirði

Síldarævintýrið á Grundarfirði heldur áfram og nú sem aldrei fyrr. Nótaveiðiskipið Guðmundur VE náði í gær 2000 tonna síldarkasti rétt fyrir utan byggðarlagið.

Misheppnuð heimsmetstilraun

Aðstandendur hollensk sjónvarpsþáttar fóru ansi nálægt því að setja heimsmet í gærkvöldi. Ætlunin var að fella rúmlega fjórar milljónir dómínókubba í röð. Aðeins tókst af fella rúm 80% þeirra rúmlega fjögurra milljóna sem var raðað.

Rústir þar sem áður stóðu hús

Fjölmargir íbúar í strandhéruðum Bangladess fengu að snúa heim í morgun eftir að fellibylurinn Sidr gekk yfir landið í gær og fyrradag. Rústir húsa og bambuskofa var það sem beið flestra. Þeir sem áttu steinhús enn standandi skjóta nú skjólshúsi yfir þá sem hafa misst allt sitt.

Kosið í Kósóvó

Íbúar í Kósóvó-héraði ganga að kjörborðinu í dag og kjósa héraðsþing - þrátt fyrir að enn ríki algjör óvissa um framtíð héraðsins.

Áhirf loftslagsbreytinga eru ótvíræð

Áhrif loftslagsbreytinga eru ótvíræð og 90% líkur á því að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannvöldum sé helsta orsökin. Þetta er niðurstaðan í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna - sem kynnt var í morgun.

Látnir í Bangladesh um 2000

Vel yfir 900 lík hafa fundist í Bangladesh eftir að fellibylurinn Sidr reið þar yfir á fimmtudag. Fjölmiðlar í landinu segja að mun fleiri hafi látist og eru líkur leiddar að því að tala látinna sé um 2000.

Forsetinn hefur frumkvæði af forvarnardegi

Miðvikudaginn 21. nóvember verður haldinn Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Í 9. bekkjum verður dagskrá helguð baráttunni gegn fíkniefnum þar sem áhersla er lögð á uppbyggilegar forvarnir og þátttöku ungmennanna sjálfra.

Vinur McCann hjónanna þjakaður af sektarkennd

Vinur McCann hjónanna hefur nú stigið fram og segist hafa séð þegar Madelaine litla McCann var numin á brott. Hún segist nú þjökuð af sektarkennd fyrir að hafa ekki aðhafst neitt í málinu.

Fulltrúar eigenda OR hittast aftur eftir viku

Á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem fram fór fyrr í kvöld, voru teknar aftur ákvarðanir á umdeildum eigendafundi 3. október sl. varðandi samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy.

Keyrt á tólf kindur við Skinnastaði

Fyrir stundu drápust tólf kindur rétt sunnan við Blönduós á móts við Skinnastaði. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt fóru í gegnum hópinn með þeim afleiðingum að tólf kindur drápust.

Lögregla hefur ekki enn fundið manninn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn fundið karlmann sem hún leitar að í tengslum við rannsókn á árás í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hefur birt mynd af manninum úr öryggismyndavél í miðbænum.

GGE: Vonast til þess að gerðir verði nýir samningar

Á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur nú í kvöld var samþykkt borgarráðs frá því í morgun staðfest. Það hefur því formlega verið ákveðið að fallið verði frá samruna Geysi Green Energy og Reykjavík Energy Invest.

Eldur logar um alla sveit og andstaðan hörð í Flóa

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hvorki látið Landsvirkjun hóta sér né kúga til að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag, segir sveitarstjóri hreppsins. Talsmaður Sólar í Flóa segir eld loga um alla sveit vegna ákvörðunar sveitarstjórnar og andstaðan verði harðari en nokkru sinni fyrr.

Sá mann með Madeleine litlu

Jane Tanner, vinkona McCann hjónanna, sagði frá því í dag að hún hefði séð mann fara á brott með barn frá hótelinu sem hjónin gistu á í Portúgal í sumar.

Látnir í Bangladesh líklega yfir 1.100

Fjölmiðlar í Bangladesh segja að minnsta kosti 1.100 manns hafa týnt lífi í fellibylnum sem reið yfir landið í gær. Staðfest tala látinna frá yfirvöldum er komin yfir 600 manns. Enn er rúmlega eitt þúsund sjómanna saknað og 150 bátar hafa ekki skilað sér af Bengalflóa. Raunverulegur fjöldi látinna mun ekki skýrast fyrr en náðst hefur samband við fjölda svæða sem nú eru bæði rafmagns- og símasambandslaus.

Lögreglumenn vilja YouTube vopn

„Það er vilji Landssambands lögreglumanna að skoða möguleika á því að taka upp þessar taser byssur," segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, um svokallaðar taser byssur. Hann segir að setja þyrfti nákvæmar reglur um meðferð slíkra tækju yrðu þau tekin til notkunar.

Fáum allt að hálfrar milljón tonna afla úr deilistofnum

Veiðar Íslendinga á deilistofnum á Norðaustur Atlantshafi gætu numið allt að hálfri milljón tonna á næsta ári. Þetta kemur fram í frétt sjávarútvegsráðuneytisins um ársfund Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC sem lauk í dag.

Blysför í tilefni dagsins

Degi íslenskrar tungu var víða fagnað í dag. Á leikskóla í Hafnarfirði voru sungin lög eftir Megas og blysför var farin frá Háskóla Íslands.

Forsetinn: Tvítyngi kemur ekki til greina

Jónasarstofa var opnuð á Hrauni í Öxnadal í dag á 200 ára afmæli skáldsins. Forseti Íslands telur tvítyngi ekki koma til greina hér á landi, enda sé staða íslenskunnar sterk.

Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa

Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun.

Undirvagninn vandamálið

Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn.

Haft í hótunum

Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali.

1.100 manns týnt lífi hið minnsta

Að minnsta kosti 1.100 manns týndu lífi þegar fellibylurinn Sidr skall á suðurhluta Bangladess í gær. Mörg þúsund manns er enn saknað. Óttast er að fleiri séu látnir því mörg svæði hafa einangrast. Bjögrunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að ferja mat og lyf til eftirlifenda.

Sjá næstu 50 fréttir