Fleiri fréttir

Tuttugu og fimm falla í átökum í Afganistan

Tuttugu og fimm liðsmenn Talibana féllu þegar til átaka kom milli þeirra og bandarískra hermanna í suðurhluta Afganistan í morgun. Þá féllu fjórir afganskir lögregluþjónar í sprengjuárás.

Búist við stórhríð fyrir norðan

Horfur eru á norðan stórhríð á Norðaustanlandi með ofankomu. Það gæti orðið illfært um vegi á Norðaustur- og Austurlandi þegar líður á daginn.

Breytingar í heilbrigðisráðuneytinu

Nýtt starfsskipulag tók gildi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í dag þar sem skrifstofum ráðuneytisins var skipt í verkefnasvið með tiltekið skilgreint hlutverk.

Lögregla lýsir eftir manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmamanni í tengslum við rannsókn á árás í miðborg Reykjavíkur og hefur birt mynd af honum úr öryggismyndavél.

Ég skar Crabb á háls

Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb?

Rannsókn lokið á E.Coli faraldri

Sóttvarnalæknir hefur lokið rannsókn á E.Coli smiti sem varð til þess að níu einstaklingar sýktust af bakteríunni hér á landi í byrjun september. Talið er líklegt að fólkið hafi smitast eftir að hafa borðað innflutt salat frá Hollandi.

Helmingur kynferðisbrota á heimili eða einkalóð

Helmingur kynferðisbrota sem kærð voru á fyrstu tíu mánuðum ársins áttu sér stað á heimili eða einkalóð samkvæmt bráðabirgðatölum úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra í október.

Fjölga móttökustöðvum umsókna um vegabréf

Utanríkisráðuneytið hefur tekið í notkun nýja færanlega móttökustöð sem fjölgar þeim stöðum erlendis þar sem hægt er að sækja um íslensk vegabréf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Umsóknarstöðum fækkaði töluvert þegar rafræna vegabréf voru tekin upp fyrir nokkrum árum.

Sala á kindakjöti minnkar milli ára

Sala á kindakjöti dróst saman um nærri fimm prósent á þriðja ársfjórðungi eftir því sem segir á vef Landssambands sauðfjárbænda

Fjórburasjokk fyrir sáðrásarrof

Breskt par komst að því að þau ættu von á fjórburum, einungis fjórum dögum fyrir sáðrásarrofsaðgerð mannsins. Fyrir eiga æskuástirnar Daniel Morley og Dawn Tilt þrjú börn. Parið er rúmlega þrítugt og fannst nóg um börnin þrjú, þess vegna höfðu þau ákveðið að maðurinn skyldi láta rjúfa sáðrásina.

Íslenskunemar eftirsóttir í íslenskukennslu fyrir útlendinga

Íslenskuskor Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á hagnýtt námskeið í íslenskukennslu fyrir útlendinga á vorönn vegna þess hve nemendur skorarinnar eru orðnir eftirsóttir sem íslenskukennarar hjá fyrirtækjum. Námskeiðið er sett á laggirnar að frumkvæði nemenda.

Fljúga með börn með krabbamein í skemmtiferðir

Icelandair og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna undirrituðu í dag fimm ára samstarfssamning um að flugfélagið fljúgi með börn á vegum samtakanna í ævintýraferðir til útlanda.

Íslendingar hlusta ekki á Seðlabankann

Velta í dagvöruverslun, þ.e. verslun með matvörur og aðrar heimilisvörur, jókst um 10,5% í október síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Svandísarmálið úr sögunni og samrunanum hafnað

Samþykkt var á aukafundi í borgarráði í dag að fara að tillögum stjórnar OR að hafna samruna REI og Geysir Green Energy. Jafnframt var borin upp tillaga um að leita sátta í Svandísarmálinu svokallaða en Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG hefur höfðað mál sem skera átti úr um lögmæti eigendafundarins hjá OR þegar sameining fyrirtækjanna var samþykkt.

500 hafa farist

Að minnsta kosti 500 manns létu lífið þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladess í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og heilu þorpin voru jöfnuð við jörðu í veðurofsanum.

Fengu nýja bók um þjóðskáldið

Forseti Íslands færði nemendum Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð fyrstu eintökin af nýrri bók um Jónas Hallgrímsson í dag.

Mikil hækkun á íbúðaverði í október

Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði um hátt í þrjú prósent í síðasta mánuði frá mánuðinum á undan og er hækkunin langt yfir meðaltalshækkun síðustu tólf mánuðina.

Vill banna Jafnaðarmannaflokk Kúrda

Ríkissaksóknari Tyrklands hefur höfðað mál á hendur Jafnaðarmannaflokki Kúrda, DTP, og vill að flokkurinn verði bannaður. Flokkurinn hefur nú 20 þingmenn á tyrkneska þinginu en leiðtogar hans hafa neitað öllum tengslum við hinn herskáa Verkamannaflokk Kúrda, PKK.

Vill slysalaust ár á sjó

Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna fékk viðurkenningu írskra slysavarnarsamtaka í Dublin á Írlandi. „Um er að ræða Safety Award viðurkenningu sem Sea and Shore Safety Services í Dublin veitir árlega tveimur einstaklingum eða samtökum sem stuðlað hafa að auknu öryggi meðal sjófarenda,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

ÍE skoðar erfðaupplýsingar út frá áhættu á sjúkdómum

Íslensk erfðagreining hyggst frá og með deginum í dag bjóða fólki upp á að skoða erfðaupplýsingar þess meðal annars með tilliti til hættu á tilteknum sjúkdómum. Þjónustna mun kosta 985 dollara eða um 60 þúsund krónur.

Foreldrar aftur í kvikmyndahús

Kvikmyndin Foreldrar sem hlaut sex verðlaun á Edduhátíðinni um síðustu helgi hefur verið tekin aftur til sýninga í bíóhúsum vegna fjölda áskoranna. Myndin hlaut flest verðlaunin á hátíðinni og var meðal annars valin kvikmynd ársins. Myndin er sýnd í SAM bíóunum í Reykjavík og á Akureyri. Sýningarfjöldi er takmarkaður.

Flokki Pútíns spáð kosningasigri

Flokki Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, er spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara þar í landi í næsta mánuði. Samkvæmt nýútkominni skoðunarkönnun mun flokkurinn fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta.

Hættir við kosningaeftirlit í Rússlandi

Alþjóðakosningaeftirlit OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, mun ekki senda fulltrúa sína til Rússlands til að fylgjast með þingkosningum þar í landi, vegna þess að starfsfólki þess var neitað um vegabréfsáritun. Tafir og hömlur hafa orðið þess valdandi að eftirlitið tók þessa ákvörðunin.

Þriðji dagur verkfalla í Frakklandi

Fjölmargir fóru fótgangandi til vinnu í Frakklandi í dag, á hjólum eða hjólaskautum. Þeir bjartsýnu reyndu að fá far með takmörkuðum fjölda strætisvagna, lesta eða neðanjarðarlesta sem nú eru í gangi.

Fórnarlamb árásar fær engar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfum hjúkrunarfræðings á geðdeild. Hjúkrunarfræðingurinn varð fyrir árás sjúklings þegar hún var í ferð með sjö öðrum starfsmönnum og 25 geðfötluðum sjúklingum á Landspítala í júní 1997.

Khader hótar að ganga á dyr

Naser Khader, formaður Nýja bandalagsins í Danmörku hefur hótað að slíta stjórnarmyndurnarviðræðum vegna ósættis við Piu Kjærsgård, formann Danska þjóðarflokksins.

Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð

Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine.

Skapari.com horfin af Netinu

Heimasíðuna skapari.com er ekki lengur að finna á Netinu. Síðan hefur vakið mikið umtal síðustu dagana en þar var haldið úti áróðri fyrir kynþáttastefnu.

Kynlíf með dýrum algengt í Noregi

Landbúnaðarráðherra Noregs vill banna með lögum að fólk stundi kynlíf með dýrum. Það er leyfilegt í Noregi eins og sakir standa.

Andlit barnaníðinga gerð eldri

Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar.

Hæstiréttur frestar aftöku

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins.

Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran

Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Magni fánum prýddur

Gamli dráttarbáturinn Magni, sem um árabil hefur staðið í Slipp í Reykjavík, var sjósettur í gærkvöldi og liggur nú fánum prýddur við bryggju.

Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð

Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir