Fleiri fréttir Trúarleg skylda stúlku að giftast frænda sínum Leiðtogi stærsta sértrúarsafnaðar Bandaríkjanna sem styður fjöldkvæni sagði fjórtán ára stúlku sem hann hafði nýlega gift nítjan ára frænda sínum að það væri trúarleg skylda hennar að gefa eiginmanninum hug sinn, líkama og sál. Þessu héldu saksóknarar í máli stúlkunnar gegn safnaðarleiðtoganum fram fyrir rétti í Utah í dag. 14.9.2007 21:10 Fundu ökumann í fjöru Lögreglan á Selfossi stöðvaði ölvaðan ökumann í fjörunni við Óseyrabrú á Eyrabakka um sexleytið í dag. Að sögn lögreglunnar hafði maðurinn, sem er erlendur, sopið all hressilega af guðaveigunum og var ástandið á honum eftir því. Maðurinn var sendur í blóðprufu en erfiðlega gekk að taka skýrslu af honum sökum ölvunar og tungumálaerfiðleika. Hann verður því kallaður seinna til skýrslutöku. 14.9.2007 20:18 Lítill drengur slasaðist þegar hann datt ofan í skurð Fimm ára gamall drengur var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa hjólað ofan í skurð við Kambshraun í Hveragerði um þrjúleytið í dag. Þar er verið að grafa fyrir hitaveitulögnum. Strákurinn var með hjálm á höfðinu en lenti með andlitið í malbiksbrún og skar sig töluvert. Hann gekkst því undir lýtaaðgerð um leið og hann kom á sjúkrahús. 14.9.2007 20:09 Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára. 14.9.2007 19:58 Etanólbílar sýndir um helgina Um helgina verður haldin bílasýning í Perlunni á visthæfum bílum. Þar verða meðal annars til sýnis tveir fyrstu etanólbílarnir sem Brimborg flutti til landsins. 14.9.2007 19:14 Ekki alveg dauður Maður, sem hafði verið úrskurðaður látinn, vaknaði við nístandi sársauka á skurðarborði í Venesúela eftir að læknar hófu krufningu á honum. 14.9.2007 19:10 Slökkviliðsbílar ná upp í hæstu hæðir Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir lið sitt í stakk búið að bjarga fólki af efstu hæðum háhýsa svæðisins, þrátt fyrir að körfubílarnir nái aðeins upp á áttundu hæð. Vinnureglur varðandi eldsvoða í háhýsum eru í endurskoðun. 14.9.2007 19:00 Formaður menntaráðs í skólaakstri Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, Júlíus Vífill Ingvarsson, er stjórnarformaður rútufyrirtækis sem hefur hundruð milljóna króna samning um skólaakstur fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Júlíus segir skólaakstur aldrei koma inn á borð menntaráðs og hagsmunaárekstur því ekki fyrir hendi. 14.9.2007 18:45 Ársyfirdráttur 400 manna gæti borgað lúxusferð Yfirdráttarvextir rétt rúmlega fjögur hundruð einstaklinga þarf til að standa undir áætluðum kostnaði við lúxusferð Landsbankans til Ítalíu. Tvö hundruð útvaldir viðskiptavinir bankans flugu til Ítalíu í morgun. 14.9.2007 18:45 Alvarlegur kúasjúkdómur í Eyjafirði Kúabú í Eyjafirði hefur verið sett í einangrun eftir að alvarlegur sjúkdómur sem borist getur milli manna og dýra kom þar upp. Héraðsdýralæknir segir málið alvarlegt. 14.9.2007 18:37 Fráfarandi formaður höfðar mál á hendur ríkinu Borgar Þór Einarsson fráfarandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna hyggst höfða mál á hendur flokksbróður sínum Árna Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna opinberrar birtingar álagningarskráa. 14.9.2007 18:31 Viðbrögð LÍÚ til skammar Iðnaðarráðherra segir viðbrögð LÍÚ við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar Landssambandinu til skammar. Stórútgerðarvaldið eigi ekkert inni hjá ríkisstjórninni. 14.9.2007 18:30 Lítill árangur í Írak, segir í skýrslu Hvíta hússins Skýrsla frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum gefur til kynna að lítið hafi áunnist í stríðinu í Írak, þrátt fyrir orð Bush forseta til hins gagnstæða í gærkvöldi. 14.9.2007 18:19 Forstjóri BYKO senn í atvinnuleit Ásdís Halla Bragadóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri BYKO í lok september. Ásdís segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið þessa ákvörðun fyrir örfáum vikum og þá tilkynnt Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra og eiganda fyrirtækisins um hana. Hún segir að tími hennar hjá fyrirtækinu hafi verið ánægjulegur og einkennst af mikilli uppbyggingu. 14.9.2007 18:04 Stöðugleiki og lægri vextir fylgja Evru Fyrrverandi fjármálaráðherra Írlands ráðleggur Íslendingum að skoða upptöku Evru því hún hafi hjálpað Írum að viðhalda stöðugleika á tímum mikillar efnahagsuppbyggingar. 14.9.2007 18:03 Lögreglan hljóp uppi ölvaðan hjólreiðamann Lögreglumenn hlupu uppi ölvaðan karl um þrítugt sem reyndi að komast undan á stolnu reiðhjóli í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sökum ölvunar átti maðurinn í mestu erfiðleikum með að halda jafnvægi á hjólinu og var för hans stöðvuð á Laugavegi. 14.9.2007 17:37 Sendiráðið ævareitt yfir ummælunum Bandaríska sendiráðið í Danmörku er langt því frá sátt við ummæli þekkts dansks sjónvarpsmanns um hvernig honum varð innanbrjósts þegar hann frétti af hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. 14.9.2007 17:31 Lögreglan handtók fjóra í fíkniefnamálum Karl á þrítugsaldri og tvær konur um tvítugt voru handtekin í íbúð í vesturbænum í Reykjavík síðdegis í gær. Á staðnum fundust fíkniefni og nokkrir hnífar. Í Grafarvogi var karl á þrítugsaldri handtekinn um miðjan dag en í bíl hans fundust ætluð fíkniefni og hafnaboltakylfa, segir í tilkynningu frá lögreglunni. 14.9.2007 17:25 Réttarhöld hafin yfir skákborðsmorðingjanum Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska fjöldamorðingjanum Alexander Pichushkin, sem er sakaður um að hafa myrt 49 manns. Flest fórnarlöm sín höfuðkúpubraut hann með hamri. 14.9.2007 16:54 Ekið á barn á Sundlaugarvegi Ekið var á barn á Sundlaugarvegi um klukkan hálf fimm í dag. Barnið var á reiðhjóli þegar bíllinn skall á það. Barnið var flutt á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis þar bendir fyrsta skoðun ekki til þess að barnið sé alvarlega slasað. 14.9.2007 16:42 Olíuflutningabíll valt á Þingvallavegi Olíuflutningabíll valt á Þingvallavegi um klukkan hálf fimm í dag. Slökkvilið, sjúkraliðar og lögregla eru á leið á staðinn en ekki er vitað um slys á fólki. 14.9.2007 16:40 Búið að finna gallann í Dash 8 vélunum Framleiðandi Dash 8 vélanna sem SAS flugfélagið kyrrsetti í vikunni segir að búið sé að finna gallann sem olli því að hjólabúnaður vélanna brást ítrekað. Kanadiski framleiðandinn Bombardier segir að viðgerð sé tiltölulega einföld og hægt verði að aflétta farbanninu jafnvel strax á mánudaginn. 14.9.2007 16:40 Minn tími kemur aftur -Putin Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði í dag að hann útilokaði ekki að hann myndi sækjast eftir forsetaembættinu á nýjan leik árið 2012. Samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Síðara kjörtímabili Putins lýkur á næsta ári. Hinsvegar mega menn bjóða sig fram á nýjan leik eftir eitt kjörtímabil utan embættis. 14.9.2007 16:26 Herflugvél nauðlendir á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að flugmaður bandarískrar herflugvélar tilkynnti að einn hreyfill vélarinnar hefði bilað á flugi. Um þrettán farþegar auk áhafnar voru um borð í vélinni sem er fjögurra hreyfla skrúfuþota af gerðinni Herkúles. 14.9.2007 16:14 Yfir hundrað rollur drukkna í Kálfá Yfir eitt hundrað rollur drukknuðu í Kálfá við Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi um klukkan tíu í morgun þegar verið var að reka fé af fjalli. Mikill straumur var í ánni að sögn lögreglu. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að tína upp hræin. 14.9.2007 16:02 Grunnskólafrelsi á Seltjarnarnesi Íbúar á Seltjarnarnesi hafa nú frelsi til að velja grunnskóla fyrir börn sín óháð lögheimili en bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu meirihlutans sem heimilar foreldrum að sækja um skólavist í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags. 14.9.2007 15:20 Fagnar húsleit hjá Lyfjum og heilsu Lyf og heilsa hefur vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á lyfjamarkaði á Akranesi að mati eiganda Apóteks Vesturlands. Hann lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar vegna málsins. Hann segist fagna þeirri húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði á skrifstofu Lyfja og heilsu í morgun. 14.9.2007 15:12 Simpson yfirheyrður vegna ráns OJ Simpson hefur verið yfirheyrður vegna ráns í spilavíti í Las Vegas í gær. Lögreglan hefur staðfest að Simpson hafi verið yfirheyrður, en hann hafi ekki verið handtekinn. Fregnir af þessu eru enn mjög af skornum skammti. Ekkert hefur verið gefið upp um ránsfeng eða annað sem málið snertir. 14.9.2007 14:34 Gruna Lyf og heilsu um að misnota markaðsráðandi stöðu Grunur leikur á að lyfjaverslunarkeðjan Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við Apótek Vesturlands. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í morgun. Um eðlilega samkeppni að ræða segir í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu. 14.9.2007 14:29 Norðmenn senda herþotur gegn rússum Tvær norskar herþotur voru sendar á loft í morgun til að mæta tveimur rússneskum sprengjuvélum sem flugu meðfram strönd Noregs. Rússnesku vélarnar voru af gerðinni Tu-160. Þá rauf rússnesk herflugvél lofthelgi Finnlands í morgun. 14.9.2007 13:35 Össur svíður undan LÍÚ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að sér svíði gagnrýni sú sem Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ hafi sett fram á mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vandi sjávarútvegsþorpanna felist ekki síst í flótta stórútgerðanna frá þeim. 14.9.2007 13:31 Tálbeitumál fyrir dómi Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss og Ingi R. Ingason framleiðandi þáttarins voru kallaðir til vitnis í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mála tveggja manna sem gengu í gildru þáttarins í vor. Mennirnir héldu að þeir væru að fara á fund 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. 14.9.2007 12:58 Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu í morgun húsleit á skrifstofum apótekakeðjunnar Lyf og heilsa. Þetta staðfesti Lyf og heilsa. 14.9.2007 12:28 Hvað varð um Madeleine McCann? Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. 14.9.2007 12:22 Fjúkandi reiður út í HB Granda Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi er fjúkandi reiður út í HB Granda vegna ákvörðunnar fyrirtækisins um að hætta við að flytja upp á Akranes. "Það er verulega þungt í mér hljóðið sökum þess og þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að tilkynna okkur um þessa ákvörðun áður en hún birtist í fjölmiðlum," segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Vísi. 14.9.2007 12:15 Kjötkrókur dæmdur í skilorð Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hangikjötslæri úr Bónus. Maðurinn var á skilorði fyrir brotið en vegna þess að hann þykir hafa komið lífi sínu á réttan kjöl eftir töluvert langan brotaferil þótti dómara rétt að dæma manninn aftur í skilorðsbundið fangelsi. 14.9.2007 12:15 Meintur árásarmaður handtekinn Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi hefur handtekið 22 ára gamlan mann fyrir fólskulega árás á rabbía þar í borg. Maðurinn stakk rabbíann með hníf áður en hann hljóp í burtu. Verknaðurinn vakti mikinn óhug í Þýskalandi og umræðu um gyðingahatur þar í landi. 14.9.2007 12:03 Karl Steinar Guðnason hættir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, lætur af störfum 1. nóvember næstkomandi vegna aldurs. Við starfi hans tekur Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Tryggingastofnunar. 14.9.2007 11:38 Fulltrúi Landsbjargar til Ghana Gisli Rafn Ólafsson, Slysavarnafélagi Landsbjargar, er nú á leið til Ghana til þess að aðstoða stjórnvöld í að meta umfang mikilla flóða sem þar hafa verið undanfarið. Gísli og félagar hans munu skoða aðstæður á vettvangi og samhæfa viðbrögð alþjóðasamfélagsins auk þess að styðja við bakið á almannavörnum landsins. 14.9.2007 11:34 Vilja ekki fleiri erlenda verkamenn Hugmynd framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að aðildarlönd opni landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli hafa fallið í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Haft er eftir Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands, á vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel í dag að Þjóðverjar vilji ekki taka við fleiri erlendum verkamönnum í bili. 14.9.2007 11:23 Randver hrærður Randver Þorláksson leikari segir að það hræri hans litla hjarta hve sterk viðbrögðin hafa verið við brotthvarfi hans úr Spaugstofunni. "Mér þykir mjög vænt um hvað þjóðinni þykir vænt um mig," segir Randver í samtali við Vísi. Sett hefur verið upp sérstök vefsíða þar sem fólk getur mótmælt uppsögn Randvers og hafa yfir 300 skráð sig þar. 14.9.2007 11:19 Sluppu ómeiddir úr bílveltu Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra valt á Vífilsstaðavegi um klukkan tíu í morgun. Sjónarvottar að slysinu segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða en lögregla tjáir sig ekki um það að svo stöddu. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu voru sjúkrabílar kallaðir á vettvang en ökumaður og farþegi reyndust ekki alvarlega slasaðir. 14.9.2007 10:57 HB Grandi hættir við Skagann Stjórn HB Granda hefur hætt við áform sín um að flytja upp á Akranes og reisa þar nýtt fiskiðjuver. Á heimsíðu HB Grand er sagt að þessi ákvörðun sé tekin þar sem Faxaflóahafnir hafi ekki talið sér fært að uppfylla óskir HB Granda um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi. Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna segir að þverpólitísk samstaða hafi verið innan hafnarstjórnar um samstarf við HB Granda. 14.9.2007 10:53 Bílakaup jukust í vor og sumar Neysla almennings eykst á ný á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar. Á fyrsta ársfjórðungi dróst neysla saman um rúmlega eitt prósent. Bílakaup jukust lítilsháttar en færri kaupa hins vegar sjónvörp, tölvur og hjólhýsi. Alls jókst landsframleiðsla um 2,5 prósent á ársfjórðunginum. 14.9.2007 09:59 Ferðakóngurinn Andri á Írlandi Primera Travel Group, fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar hefur fest kaup á stærstu ferðaskrifstofu Írlands. Kaupverðið er 46,4 milljónir evra eða rúmlega fjórir milljarðar króna. Ferðaskrifstofan ber nafnið Budget Travel og samkvæmt upplýsingum á heimsíðu hennar var veltan á síðasta ári um 200 milljónir evra eða um 18 miljarðar króna. 14.9.2007 08:49 Sjá næstu 50 fréttir
Trúarleg skylda stúlku að giftast frænda sínum Leiðtogi stærsta sértrúarsafnaðar Bandaríkjanna sem styður fjöldkvæni sagði fjórtán ára stúlku sem hann hafði nýlega gift nítjan ára frænda sínum að það væri trúarleg skylda hennar að gefa eiginmanninum hug sinn, líkama og sál. Þessu héldu saksóknarar í máli stúlkunnar gegn safnaðarleiðtoganum fram fyrir rétti í Utah í dag. 14.9.2007 21:10
Fundu ökumann í fjöru Lögreglan á Selfossi stöðvaði ölvaðan ökumann í fjörunni við Óseyrabrú á Eyrabakka um sexleytið í dag. Að sögn lögreglunnar hafði maðurinn, sem er erlendur, sopið all hressilega af guðaveigunum og var ástandið á honum eftir því. Maðurinn var sendur í blóðprufu en erfiðlega gekk að taka skýrslu af honum sökum ölvunar og tungumálaerfiðleika. Hann verður því kallaður seinna til skýrslutöku. 14.9.2007 20:18
Lítill drengur slasaðist þegar hann datt ofan í skurð Fimm ára gamall drengur var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa hjólað ofan í skurð við Kambshraun í Hveragerði um þrjúleytið í dag. Þar er verið að grafa fyrir hitaveitulögnum. Strákurinn var með hjálm á höfðinu en lenti með andlitið í malbiksbrún og skar sig töluvert. Hann gekkst því undir lýtaaðgerð um leið og hann kom á sjúkrahús. 14.9.2007 20:09
Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára. 14.9.2007 19:58
Etanólbílar sýndir um helgina Um helgina verður haldin bílasýning í Perlunni á visthæfum bílum. Þar verða meðal annars til sýnis tveir fyrstu etanólbílarnir sem Brimborg flutti til landsins. 14.9.2007 19:14
Ekki alveg dauður Maður, sem hafði verið úrskurðaður látinn, vaknaði við nístandi sársauka á skurðarborði í Venesúela eftir að læknar hófu krufningu á honum. 14.9.2007 19:10
Slökkviliðsbílar ná upp í hæstu hæðir Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir lið sitt í stakk búið að bjarga fólki af efstu hæðum háhýsa svæðisins, þrátt fyrir að körfubílarnir nái aðeins upp á áttundu hæð. Vinnureglur varðandi eldsvoða í háhýsum eru í endurskoðun. 14.9.2007 19:00
Formaður menntaráðs í skólaakstri Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, Júlíus Vífill Ingvarsson, er stjórnarformaður rútufyrirtækis sem hefur hundruð milljóna króna samning um skólaakstur fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Júlíus segir skólaakstur aldrei koma inn á borð menntaráðs og hagsmunaárekstur því ekki fyrir hendi. 14.9.2007 18:45
Ársyfirdráttur 400 manna gæti borgað lúxusferð Yfirdráttarvextir rétt rúmlega fjögur hundruð einstaklinga þarf til að standa undir áætluðum kostnaði við lúxusferð Landsbankans til Ítalíu. Tvö hundruð útvaldir viðskiptavinir bankans flugu til Ítalíu í morgun. 14.9.2007 18:45
Alvarlegur kúasjúkdómur í Eyjafirði Kúabú í Eyjafirði hefur verið sett í einangrun eftir að alvarlegur sjúkdómur sem borist getur milli manna og dýra kom þar upp. Héraðsdýralæknir segir málið alvarlegt. 14.9.2007 18:37
Fráfarandi formaður höfðar mál á hendur ríkinu Borgar Þór Einarsson fráfarandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna hyggst höfða mál á hendur flokksbróður sínum Árna Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna opinberrar birtingar álagningarskráa. 14.9.2007 18:31
Viðbrögð LÍÚ til skammar Iðnaðarráðherra segir viðbrögð LÍÚ við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar Landssambandinu til skammar. Stórútgerðarvaldið eigi ekkert inni hjá ríkisstjórninni. 14.9.2007 18:30
Lítill árangur í Írak, segir í skýrslu Hvíta hússins Skýrsla frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum gefur til kynna að lítið hafi áunnist í stríðinu í Írak, þrátt fyrir orð Bush forseta til hins gagnstæða í gærkvöldi. 14.9.2007 18:19
Forstjóri BYKO senn í atvinnuleit Ásdís Halla Bragadóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri BYKO í lok september. Ásdís segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið þessa ákvörðun fyrir örfáum vikum og þá tilkynnt Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra og eiganda fyrirtækisins um hana. Hún segir að tími hennar hjá fyrirtækinu hafi verið ánægjulegur og einkennst af mikilli uppbyggingu. 14.9.2007 18:04
Stöðugleiki og lægri vextir fylgja Evru Fyrrverandi fjármálaráðherra Írlands ráðleggur Íslendingum að skoða upptöku Evru því hún hafi hjálpað Írum að viðhalda stöðugleika á tímum mikillar efnahagsuppbyggingar. 14.9.2007 18:03
Lögreglan hljóp uppi ölvaðan hjólreiðamann Lögreglumenn hlupu uppi ölvaðan karl um þrítugt sem reyndi að komast undan á stolnu reiðhjóli í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sökum ölvunar átti maðurinn í mestu erfiðleikum með að halda jafnvægi á hjólinu og var för hans stöðvuð á Laugavegi. 14.9.2007 17:37
Sendiráðið ævareitt yfir ummælunum Bandaríska sendiráðið í Danmörku er langt því frá sátt við ummæli þekkts dansks sjónvarpsmanns um hvernig honum varð innanbrjósts þegar hann frétti af hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. 14.9.2007 17:31
Lögreglan handtók fjóra í fíkniefnamálum Karl á þrítugsaldri og tvær konur um tvítugt voru handtekin í íbúð í vesturbænum í Reykjavík síðdegis í gær. Á staðnum fundust fíkniefni og nokkrir hnífar. Í Grafarvogi var karl á þrítugsaldri handtekinn um miðjan dag en í bíl hans fundust ætluð fíkniefni og hafnaboltakylfa, segir í tilkynningu frá lögreglunni. 14.9.2007 17:25
Réttarhöld hafin yfir skákborðsmorðingjanum Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska fjöldamorðingjanum Alexander Pichushkin, sem er sakaður um að hafa myrt 49 manns. Flest fórnarlöm sín höfuðkúpubraut hann með hamri. 14.9.2007 16:54
Ekið á barn á Sundlaugarvegi Ekið var á barn á Sundlaugarvegi um klukkan hálf fimm í dag. Barnið var á reiðhjóli þegar bíllinn skall á það. Barnið var flutt á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis þar bendir fyrsta skoðun ekki til þess að barnið sé alvarlega slasað. 14.9.2007 16:42
Olíuflutningabíll valt á Þingvallavegi Olíuflutningabíll valt á Þingvallavegi um klukkan hálf fimm í dag. Slökkvilið, sjúkraliðar og lögregla eru á leið á staðinn en ekki er vitað um slys á fólki. 14.9.2007 16:40
Búið að finna gallann í Dash 8 vélunum Framleiðandi Dash 8 vélanna sem SAS flugfélagið kyrrsetti í vikunni segir að búið sé að finna gallann sem olli því að hjólabúnaður vélanna brást ítrekað. Kanadiski framleiðandinn Bombardier segir að viðgerð sé tiltölulega einföld og hægt verði að aflétta farbanninu jafnvel strax á mánudaginn. 14.9.2007 16:40
Minn tími kemur aftur -Putin Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði í dag að hann útilokaði ekki að hann myndi sækjast eftir forsetaembættinu á nýjan leik árið 2012. Samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Síðara kjörtímabili Putins lýkur á næsta ári. Hinsvegar mega menn bjóða sig fram á nýjan leik eftir eitt kjörtímabil utan embættis. 14.9.2007 16:26
Herflugvél nauðlendir á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að flugmaður bandarískrar herflugvélar tilkynnti að einn hreyfill vélarinnar hefði bilað á flugi. Um þrettán farþegar auk áhafnar voru um borð í vélinni sem er fjögurra hreyfla skrúfuþota af gerðinni Herkúles. 14.9.2007 16:14
Yfir hundrað rollur drukkna í Kálfá Yfir eitt hundrað rollur drukknuðu í Kálfá við Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi um klukkan tíu í morgun þegar verið var að reka fé af fjalli. Mikill straumur var í ánni að sögn lögreglu. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að tína upp hræin. 14.9.2007 16:02
Grunnskólafrelsi á Seltjarnarnesi Íbúar á Seltjarnarnesi hafa nú frelsi til að velja grunnskóla fyrir börn sín óháð lögheimili en bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu meirihlutans sem heimilar foreldrum að sækja um skólavist í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags. 14.9.2007 15:20
Fagnar húsleit hjá Lyfjum og heilsu Lyf og heilsa hefur vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á lyfjamarkaði á Akranesi að mati eiganda Apóteks Vesturlands. Hann lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í sumar vegna málsins. Hann segist fagna þeirri húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði á skrifstofu Lyfja og heilsu í morgun. 14.9.2007 15:12
Simpson yfirheyrður vegna ráns OJ Simpson hefur verið yfirheyrður vegna ráns í spilavíti í Las Vegas í gær. Lögreglan hefur staðfest að Simpson hafi verið yfirheyrður, en hann hafi ekki verið handtekinn. Fregnir af þessu eru enn mjög af skornum skammti. Ekkert hefur verið gefið upp um ránsfeng eða annað sem málið snertir. 14.9.2007 14:34
Gruna Lyf og heilsu um að misnota markaðsráðandi stöðu Grunur leikur á að lyfjaverslunarkeðjan Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við Apótek Vesturlands. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í morgun. Um eðlilega samkeppni að ræða segir í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu. 14.9.2007 14:29
Norðmenn senda herþotur gegn rússum Tvær norskar herþotur voru sendar á loft í morgun til að mæta tveimur rússneskum sprengjuvélum sem flugu meðfram strönd Noregs. Rússnesku vélarnar voru af gerðinni Tu-160. Þá rauf rússnesk herflugvél lofthelgi Finnlands í morgun. 14.9.2007 13:35
Össur svíður undan LÍÚ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að sér svíði gagnrýni sú sem Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ hafi sett fram á mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vandi sjávarútvegsþorpanna felist ekki síst í flótta stórútgerðanna frá þeim. 14.9.2007 13:31
Tálbeitumál fyrir dómi Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss og Ingi R. Ingason framleiðandi þáttarins voru kallaðir til vitnis í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mála tveggja manna sem gengu í gildru þáttarins í vor. Mennirnir héldu að þeir væru að fara á fund 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. 14.9.2007 12:58
Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Fulltrúar frá Samkeppniseftirlitinu gerðu í morgun húsleit á skrifstofum apótekakeðjunnar Lyf og heilsa. Þetta staðfesti Lyf og heilsa. 14.9.2007 12:28
Hvað varð um Madeleine McCann? Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. 14.9.2007 12:22
Fjúkandi reiður út í HB Granda Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi er fjúkandi reiður út í HB Granda vegna ákvörðunnar fyrirtækisins um að hætta við að flytja upp á Akranes. "Það er verulega þungt í mér hljóðið sökum þess og þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að tilkynna okkur um þessa ákvörðun áður en hún birtist í fjölmiðlum," segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Vísi. 14.9.2007 12:15
Kjötkrókur dæmdur í skilorð Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hangikjötslæri úr Bónus. Maðurinn var á skilorði fyrir brotið en vegna þess að hann þykir hafa komið lífi sínu á réttan kjöl eftir töluvert langan brotaferil þótti dómara rétt að dæma manninn aftur í skilorðsbundið fangelsi. 14.9.2007 12:15
Meintur árásarmaður handtekinn Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi hefur handtekið 22 ára gamlan mann fyrir fólskulega árás á rabbía þar í borg. Maðurinn stakk rabbíann með hníf áður en hann hljóp í burtu. Verknaðurinn vakti mikinn óhug í Þýskalandi og umræðu um gyðingahatur þar í landi. 14.9.2007 12:03
Karl Steinar Guðnason hættir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, lætur af störfum 1. nóvember næstkomandi vegna aldurs. Við starfi hans tekur Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Tryggingastofnunar. 14.9.2007 11:38
Fulltrúi Landsbjargar til Ghana Gisli Rafn Ólafsson, Slysavarnafélagi Landsbjargar, er nú á leið til Ghana til þess að aðstoða stjórnvöld í að meta umfang mikilla flóða sem þar hafa verið undanfarið. Gísli og félagar hans munu skoða aðstæður á vettvangi og samhæfa viðbrögð alþjóðasamfélagsins auk þess að styðja við bakið á almannavörnum landsins. 14.9.2007 11:34
Vilja ekki fleiri erlenda verkamenn Hugmynd framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að aðildarlönd opni landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli hafa fallið í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Haft er eftir Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands, á vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel í dag að Þjóðverjar vilji ekki taka við fleiri erlendum verkamönnum í bili. 14.9.2007 11:23
Randver hrærður Randver Þorláksson leikari segir að það hræri hans litla hjarta hve sterk viðbrögðin hafa verið við brotthvarfi hans úr Spaugstofunni. "Mér þykir mjög vænt um hvað þjóðinni þykir vænt um mig," segir Randver í samtali við Vísi. Sett hefur verið upp sérstök vefsíða þar sem fólk getur mótmælt uppsögn Randvers og hafa yfir 300 skráð sig þar. 14.9.2007 11:19
Sluppu ómeiddir úr bílveltu Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra valt á Vífilsstaðavegi um klukkan tíu í morgun. Sjónarvottar að slysinu segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða en lögregla tjáir sig ekki um það að svo stöddu. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu voru sjúkrabílar kallaðir á vettvang en ökumaður og farþegi reyndust ekki alvarlega slasaðir. 14.9.2007 10:57
HB Grandi hættir við Skagann Stjórn HB Granda hefur hætt við áform sín um að flytja upp á Akranes og reisa þar nýtt fiskiðjuver. Á heimsíðu HB Grand er sagt að þessi ákvörðun sé tekin þar sem Faxaflóahafnir hafi ekki talið sér fært að uppfylla óskir HB Granda um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi. Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna segir að þverpólitísk samstaða hafi verið innan hafnarstjórnar um samstarf við HB Granda. 14.9.2007 10:53
Bílakaup jukust í vor og sumar Neysla almennings eykst á ný á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar. Á fyrsta ársfjórðungi dróst neysla saman um rúmlega eitt prósent. Bílakaup jukust lítilsháttar en færri kaupa hins vegar sjónvörp, tölvur og hjólhýsi. Alls jókst landsframleiðsla um 2,5 prósent á ársfjórðunginum. 14.9.2007 09:59
Ferðakóngurinn Andri á Írlandi Primera Travel Group, fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar hefur fest kaup á stærstu ferðaskrifstofu Írlands. Kaupverðið er 46,4 milljónir evra eða rúmlega fjórir milljarðar króna. Ferðaskrifstofan ber nafnið Budget Travel og samkvæmt upplýsingum á heimsíðu hennar var veltan á síðasta ári um 200 milljónir evra eða um 18 miljarðar króna. 14.9.2007 08:49