Innlent

Yfir hundrað rollur drukkna í Kálfá

Yfir eitt hundrað rollur drukknuðu í Kálfá við Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi um klukkan tíu í morgun þegar verið var að reka fé af fjalli. Mikill straumur var í ánni að sögn lögreglu. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að tína upp hræin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var verið að reka rollurnar yfir ána þegar óhappið átti sér stað. Mun meira var í ánni en venjulega og straumur mikill að sögn lögreglu. Alls drápust 108 rolllur.

Meðlimir björgunarsveitarinnar Sigurgeir hjálpuðu við að tína upp hræin þar sem þau lágu við árbakkann. Búið er að koma þeim öllum í förgun að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×