Fleiri fréttir

Síldarvinnslan í Tallin

Um það bil 320 manna hópur starfsmanna Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og frá starfsstöðvum fyrirtækisins á Seyðisfirði, í Helguvík og á Siglufirði, er kominn til Tallin í Eistlandi. Þar stendur til að halda veglega árshátíð í Óperuhúsinu annað kvöld.

Bush tilkynnir um fækkun í herliði

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi að hluti bandarískra hermanna í Írak verði kallaðir heim. Í ræðu sinni sagði Bush að 5700 hermenn yrðu kallaðir heim fyrir jól og að þúsundir myndu fylgja í kjölfarið fram á mitt næsta sumar.

Ölvun á skólaböllum

Talsverð ölvun var á þremur skólaböllum sem haldin voru á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ekki kom þó til alvarlegra átaka, að sögn lögrelgu, en þó þurfti að taka fimm ungmenni úr umferð vegna ölvunar. Foreldrum þeirra var gert viðvart, sem sóttu þá á lögreglustöðina.

Misþyrmdu tvítugri stúlku

Sex menn í Logan sýslu í Bandaríkjunum eru grunaðir um að hafa misþyrmt 20 ára gamalli svartri stúlku frá Charleston hrottalega. Henni var haldið nauðugri í hjólhýsi í Logan sýslu í fjölda daga og misþyrmt þar. Samkvæmt ákærum var hún misnotuð kynferðislega, neydd til að borða dýraskít, stunginn í lærið, heitu vatni hellt yfir hana, hún neydd til að drekka salernisvatn og hún lamin.

Slösuðust lítillega þegar bíll fauk út af veginum

Tveir menn voru fluttir lítillega meiddir á sjúkrahús eftir að lítill flutningabíll fauk út af veginum við Ingólfsfjall um níuleytið í kvöld. Talsvert hvassviðri er á þessum slóðum og eru ökumenn kvattir til að sýna sérstaka aðgát við akstur.

Stóra Lúkasarmálið týnt í kerfinu

Öll gögn í Lúkasarmálinu eru týnd að því er virðist. Hvorki lögreglan á Akureyri né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við að málið sé á þeirra borðum. Erlendur Þór Gunnarsson, lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar, sagði í samtali við Vísi í dag að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði rannsakað málið í sumar. Síðan hefði verið tekin sú ákvörðun að fela það lögreglunni á Akureyri.

Einmana með ónýtt ónæmiskerfi

Einmana fólk er líklegra til að veikjast og deyja ungt. Vísindamenn telja sig nú vita af hverju - ónæmiskerfi þeirra er í rúst. Vísindamenn könnuðu DNA fólk sem var félagslega einangrað og komust að því að erfðaefni sem tengdist ónæmiskerfi þeirra var afbrigðilegt.

Lögregla skaut tvo bankaræningja til bana

Lögregla í Hampshire skaut tvo menn til bana þegar þeir gerðu tilraun til vopnaðs ráns í banka í morgun. Lögregla beið mannanna þegar þeir komu út úr HSBC bankanum og skaut þá. Annar mannanna lést á staðnum, en hinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Vopn sem talin eru tilheyra ræningjunum fundust á vettvangi.

Bílvelta í Lóni

Bílvelta varð við bæinn Reyðará í Lóni austan við Höfn í Hornafirði. Mikið rok hefur verið fyrir austan í allan dag og telur lögreglan að bíllinn hafi hreinlega fokið út af. Fimm voru í bílnum og þurfti einn að leita til læknis vegna skurðar á hendi en aðrir sluppu ómeiddir.

Bush hyggst draga 5700 hermenn heim frá Írak

George Bush Bandaríkjaforseti hyggst fara að ráðum Petreaus hershöfðingja og draga heim 5700 hermenn fyrir árslok. Í sjónvarpsræðu sem Bush flytur í kvöld mun hann einnig tilkynna um að hann muni fækka hersveitum úr tuttugu í fímmtán. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum.

Íslenskir Bjarnabófar í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn

Tveir íslenskir karlmenn eru sakaðir um bankarán sem var framið í Nordea á Amagerbrogade í gær. Mennirnir eiga það sameiginlegt að heita Bjarni. En þeir munu deila ýmsu fleira en fornafninu á næstunni. Þeir munu nefnilega dúsa saman í fangelsi í 27 daga. Saksóknari fór fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum svo þeir gætu ekki stungið af úr landi.

Sjómenn sárir

Formaður Sjómannasambands Íslands segir ríkisstjórnina hafa gleymt sjómönnum í mótvægisaðgerðum vegna kvótaskerðingarinnar. Hann segir sjómenn sára og urgur sé í þeim.

Tíu láta lífið í skjálftum

Snarpur eftirskjálfti olli manntjóni og eyðileggingu á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og fleiri en fimmtíu slösuðust í skjálftunum, þeim sem varð í gær og mældist 8,4 stig og eftirskjálftanum í morgun sem mældist 7,8 stig.

Ísland í tísku hjá breskum háskólanemum

Á þriðja tug manna skrá sig í íslenskunám við háskólann í Leeds í Bretlandi á hverju ári. Yfirmenn háskólans telja að þeim muni fjölga í ár af því að Ísland sé komið í tísku.

Lúxuskvöldverður Kaupþings í Listasafni Reykjavíkur

Kaupþing býður tæplega tvö hundruð viðskiptavinum bankans í lúxuskvöldverð á Listasafni Reykjavíkur um helgina. Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands eldar og dýrasta vínið kostar allt að hundrað þúsund krónum flaskan.

Tíu prósent ungra í Danmörku smituð af klamidíu

Tíu prósent ungra Dana eru með klamidíu, og fjörtíu prósent þeirra nota ekki smokka, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Danmörku. Þau hafa nú hafið herferð til að draga úr útbreiðslu kynsjúkdóma, en fleiri en 50 þúsund smitast af kynsjúkdómum á ári hverju í Danmörku.

Gangnamenn til byggða úr erfiðustu leitum um árabil

Gangnamenn Hrunamanna komu til byggða í dag úr einhverjum erfiðustu leitum í áratugi. Mikil bleyta eftir úrhellisrigningar veldur því að hestar og menn koma sárir og örþreyttir ofan af hálendinu.

Snarræði forðaði stórslysi í Kollafirði

Litlu mátti muna að fjöldi fólks slasaðist alvarlega í Kollafirði í morgun þegar rúta með fimmtíu farþega ók inn í aurskriðu við Esjurætur. Tveir farþegar meiddust lítillega.

Hydro keppir um orku til álvers á Íslandi

Norski álframleiðandinn Hydro gefur ekkert eftir í álverskapphlaupinu og vill hefja framkvæmdir sem fyrst í Þorlákshöfn, á Keilinesi eða á öðrum hentugum stað á landinu. Sendinefnd frá Hydro fundaði í gær með Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur.

15 látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan

Að minnsta kosti fimmtán pakistanskir hermenn létust og 11 særðust þegar þegar öflug sprengja sprakk í byggingu hersins í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Islamabad. Sjálfsvígsárásarmaður gekk inn í mötuneyti hersins þar sem fjöldi hermanna snæddi kvöldmat og sprengdi sig þar í loft upp.

Slökkviliðið kallað að Spítalastíg

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Spítalastíg á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra lagði mikinn reyk frá húsi þar. Því var ákveðið að senda inn tvo reykkafara. Sennilegast hafi verið einhver eldur. Síðar kom í ljós að eldurinn var ekki eins mikill og fyrst var talið.

Tveggja mánaða skilorð fyrir að reyna að keyra niður fyrrverandi konuna sína

Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóm yfir karlmanni sem sakaður var um að hafa stofnað lífi fyrrum konu sinnar í hættu. Maðurinn ók bifreið sinni að konunni sem tókst með naumindum að forða sér. Í dómnum kemur fram að karlmaðurinn hafi borið mjög þungan hug til konunnar og þykir sannað að hann hafi sett hana í háska með ófyrirleitnum hætti.

Ölvuð undir stýri með barnið í bílnum

Kona á fertugsaldri var tekin fyrir ölvunarakstur við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar síðdegis í gær. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á grunnskólaaldri. Þá var rúmlega þrítugur karl tekinn fyrir ölvunarakstur í nótt en sá var stöðvaður í Skútuvogi.

Ný fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu

Veðurstofa Indónesíu tilkynnti gaf fyrir stundu út nýja flóðbylgjuviðvörum í kjölfar þess að enn einn öflugur jarðskjálftinn reið yfir eyjuna Súmötru. Stofnunin sagði að skjálftinn hafi orðið á aðeins tíu kílómetra dýpi og verið 6,8 á Richter skala. Fjöldi eftirskjálfta hefur orðið í Indónesíu eftir að gríðaröflugur skjálfti, 8.4 á Richter reið yfir í gær. Tíu létust og fjöldi særðist í skjálftanum, sem fannst í fjórum löndum.

Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag Americo Luis Da Silva Conçalves í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu þann 10 september 2006 . Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna í miskabætur. Maðurinn fékk fjögurra ára fangelsi í héraði.

Sökktu hvalveiðibát til að halda upp á að Íslendingar hafi hætt veiðum

,,Að kvöldi 30. ágúst ákváðum við að halda upp á það að íslendingar hafi hætt hvalveiðum í atvinnuskyni með því að fjarlægja stóran hluti kælirörs í vélarrúmi norska hvalveiðibátsins Willassen Senior" Þetta sögðu samtök sem kalla sig Agenda 21 á heimasíðu tímaritsins ,,Bite Back" í fyrradag.

Fékk ekki að kveðja eiginmann sinn eftir að honum var vísað úr landi

Eiginkona rússnesks manns sem búsettur hefur verið hér á landi undanfarin tvö ár óttast um afdrif hans eftir að hann var rekinn úr landi í gær. Maðurinn, sem er frá Tjetjeníu, var sendur til baka til Rússlands og óttast kona hans að þar verði hann settur í fangelsi vegna uppruna síns. Lögreglan meinaði henni að kveðja hann á Leifsstöð í gær.

Þáttastjóri gladdist yfir árásinni á Bandaríkin

Þáttastjórnandi við danska ríkissjónvarpið hefur valdið nokkru uppnámi með því að viðurkenna að hann hefði glaðst yfir hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Ganrýnendur ríkissjónvarpsins segja að þetta sé enn eitt dæmið um að þar ráði rauði liturinn ríkjum. Fleiri starfsmenn sjónvarpsins þykja hafa sýnt sinn rétta lit á undanförnum mánuðum.

Geir fundar með forseta Írlands

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði í dag með frú Mary McAleese, forseta Írlands. Þá ræddi Geir um stöðu efnhags- og atvinnumála á Íslandi og Írlandi við Michael Martin, ráðherra iðnaðar-,viðskipta- og vinnumarkaðsmála.

Stefna að því að koma á fót alhliða brjóstameinastöð

Tveir hjúkrunarfræðingar vinna að því að koma á fót brjóstameinamiðstöð hér á landi þar sem konum sem greinast með brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma í brjóstum og aðstandendum þeirra verður boðið upp á alla þjónustu, allt frá greiningu til loka meðferðar.

Lítið atvinnuleysi í landinu í ágúst

Atvinnuleysi á landinu öllu mældist 0,9 prósent í nýliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.476 manns hafi verið án atvinnu í mánuðinum að meðaltali. Fleiri konur voru án atvinnu en karlar í síðasta mánuði.

Augun lesa til skiptis

Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf.

Pastalaus dagur á Ítalíu

Það verður ekkert pasta á borðum Ítala í kvöld fari þeir eftir tilmælum neytendasamtaka í landinu. Samtökin biðja þjóðina að kaupa ekkert pasta í sólarhring til að mótmæla því sem þau kalla óútskýranlegar verðhækkanir á vörum úr hveiti. Mótmælendur söfnuðust í dag saman fyrir utan ítalska þingið og kröfust þess að stjórnvöld hjálpi til að leysa vandann. Þá funduðu bænda- og neytendasamtök með yfirvöldum, sem þau vilja að rannsaki pastaiðnaðinn.

Vlad er slyngur

Fréttaskýrendur segja að Vladimir Putin forseti Rússlands hafi sýnt mikil klókindi með því að skipa hinn óþekkta Viktor Subkov í embætti forsætisráðherra og opna honum þarmeð leið að forsetaembættinu þegar síðara kjörtímabil Putins rennur út á næsta ári. Rússneskir forsetar mega ekki sitja nema tvö kjörtímabil né bjóða sig fram eftir sjötugt. Zubkov verður orðinn sjötugur árið 2012 þegar aftur verður kosið til forseta. Það verður þá opin leið fyrir Putin að bjóða sig fram aftur.

Býður vesturbæingum upp á heimsendingar með lyf

Apótek Vesturlands býður vesturbæingum í Reykjavík upp á heimsendingar á lyfjum í auglýsingu sem apótekið birti í Vesturbæjarblaðinu í dag. Í auglýsingunni er fullyrt að Lyf og heilsa láti vesturbæinga niðurgreiða lyf vegna samkeppni á Akranesi. Eigandi Apóteks Vesturlands segist geta boðið vesturbæingum upp á allt að 76 prósent lægra lyfjaverð.

Bretar verða að lappa upp á gömul kjarnorkuver

Forstjóri bresku Orkustofnunarinnar segir að Bretar verði að halda gömlum kjarnorkuverum sínum gangandi eins lengi og hægt er. Ellegar verði orkuskortur í landinu eftir fimm til sjö ár. Stofnunin er nú að athuga möguleika á að halda tveimur gömlum orkuverum gangandi en ætlunin var að loka þeim árið 2011.

Keppst um hver er sparneytnasti bíllinn

Nú stendur yfir kappakstur á höfuðborgarsvæðinu þar sem markmiðið er ekki hraði heldur sparneytni bíla og lágan eldsneytiskostnað. Kappaksturinn er haldinn á vegum samráðsvettvangs atvinnulífs og Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur og taka 30 vistvænustu bifreiðar landsins þátt í honum.

Knúði mann til að taka fé af reikningi sínum með ofbeldi

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir bæði líkamsárás og rán fyrir að knýja annan mann með ofbeldi og hótunum um ofbeldi til þess að fara í banka og taka út fé af reikningum sínum. Ákæra á hendur manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Rektor braut klósett í reiðikasti

Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð braut í gær klósett sem nemendur höfðu ætlað að nota við busavígslu og hellti úr skálum reiði sinnar yfir þá. Nemendur voru miður sín eftir atvikið, en þeir höfðu fengið klósettið lánað fyrir vígsluna.

Ríkisstofnunum fækkar

Ríkisstofnunum fækkaði um 50 frá árunum 1998 til 2006 samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins. Fjöldi starfsmanna hjá ríkisstofnunum var 21.600 í lok síðasta árs og um þriðjungur þeirra vann hjá heilbrigðisstofnunum.

Sjá næstu 50 fréttir