Innlent

Össur svíður undan LÍÚ

Össur Skarphéðinsson ekki hress með gagnrýni LÍÚ.
Össur Skarphéðinsson ekki hress með gagnrýni LÍÚ.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að sér svíði gagnrýni sú sem Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ hafi sett fram á mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vandi sjávarútvegsþorpanna felist ekki síst í flótta stórútgerðanna frá þeim.

Össur segir að sér svíði undan því að nú skuli framkvæmdastjóri LÍÚ kalla eftir afnámi á línuívilnun og afnámi byggðakvóta og vilji þannig auka enn frekar á völd þeirra sem kveljast hvað mest undan minnkandi kvóta.

Össur bendir jafnframt á að alls muni 1.200 milljónum kr. verða varið í gegnum Byggðastofnun til að aðstoða lítil útgerðarfyrirtæki í þeim landshlutum sem harðast verða úti í kvótaskerðingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×