Innlent

Grunnskólafrelsi á Seltjarnarnesi

Íbúar á Seltjarnarnesi hafa nú frelsi til að velja grunnskóla fyrir börn sín óháð lögheimili en bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu meirihlutans sem heimilar foreldrum að sækja um skólavist í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags.

Í fréttatilkynningu um málið segir m.a. að með samþykktinni hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarness tekið skref í átt til bættri þjónustu með að bjóða upp á meira val og sveigjanleika til að mæta þörfum einstaklinga.

Í rökstuðningi með tillögunni kemur fram að brýnt sé að láta ekki staðar numið í skólamálum og rétt að veita það frelsi sem mögulegt er í námi. Samþykktin opnar enn frekar möguleikann á að sækja um námsvist fyrir börn í 5 ára deildir í grunnskólum sem upp á það bjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×