Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró 22. júní 2007 18:36 Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira