Innlent

Bílvelta í Þrengslunum

Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex í kvöld þar sem jeppi fór útaf og valt nokkrar veltur. Tveir menn voru í bílnum en komust af með skrámur. Mikilar tafir eru við  hringtorgið inn í Hveragerði og hringtorgið inn á Selfoss og er umferð nær samfelld þar á milli.

Lögreglan á Selfossi segir umferðina að mestu leyti hafa gengið vel fyrir sig og biður fólk um að sýna þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×