Fleiri fréttir Segja auglýsingar Heklu um græna bíla vera villandi Neytendasamtökin hafa kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar bílaumboðsins Heklu á Volkswagen bifreiðum. Í auglýsingunni eru bílar frá Heklu sagðir „grænir“ eða umhverfisvænir, vegna þess að umboðið ætlar að greiða fyrir kolefnisjöfnun bílsins í eitt ár. Þetta segja samtökin vera villandi og hafa óskað eftir áliti Neytendastofu á málinu. 22.6.2007 13:58 Stefán hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ Stefán Konráðssson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann hefur gengt því starfi í 12 ár. 22.6.2007 13:43 Enn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys Ökumaður vélhjóls, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, er enn í öndunarvél á gjörgæslu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir. 22.6.2007 13:15 Túristum til Sri Lanka fækkar Túristum sem ferðast til Sri Lanka hefur fækkað um 40% síðan í mái á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs eru aðeins 23,4% búnir að ferðast til eyjunnar af þeim fjölda sem hafði ferðast til Sri Lanka fyrstu fimm mánuðina á síðasta ári. Hótel hafa ekki undan því að svara símtölum fólks sem eru að afpanta herbergi. 22.6.2007 13:12 Fengu réttindi á við gagnkynheigða fyrir ári Samtökin '78 minnast þess í kvöld að ár er liðið frá því að þeir öðluðust að mestu leyti sömu réttindi og gagnkynhneigðir samkvæmt lögum. Baráttu samtakanna er þó langt í frá lokið að sögn framkvæmdastjórans. 22.6.2007 13:00 Öll spil á borðið í stóriðjumálum ríkisstjórnarinnar Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundum í nefndunum til að fá upplýsingar og umræðu um stóriðjuáform stjórnvalda. 22.6.2007 12:44 Kappaflingi auglýsingin á meðal þeirra bestu í heimi Auglýsing Kaupþings banka með breska gamanleikaranum John Cleese hefur verið tilnefnd sem ein af bestu fyrirtækjaauglýsingum í heimi á Cannes Lions auglýsingahátíðinni í Frakklandi. 22.6.2007 12:36 Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun. 22.6.2007 12:26 Óútskýrður launamunur 10-12 prósent Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Launamunurinn er minnstur hjá ungu fólki en vex með hækkandi aldri. 22.6.2007 12:22 Þrjú á gjörgæslu eftir kappakstur Tveir piltar og stúlka liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans eftir kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu sem endaði með árekstri við Hamborgarabúllu Tómasar. Ungmennin voru í bíl sem ekið var vestur Geirsgötu í kapp við annan bíl um tvöleytið í nótt. 22.6.2007 12:10 Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. 22.6.2007 12:09 Hugmynd Össurar ekki vel ígrunduð Hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um að færa Hafrannsóknarstofnun Íslands frá sjávarútvegsráðuneytinu og yfir í annað ráðuneyti er illa ígrunduð að mati Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún segir Hafró vera á réttum stað í stjórnkerfinu en hins vegar hvetur hún til eflingar rannsókna á sjónum og lífríki hans utan stofnunarinnar. 22.6.2007 11:37 Fuglaflensa í Tógó Rannsóknarniðurstöður staðfesta að H5N1 afbrigði fuglaflensunnar hafi fundist á alifuglabúgarði í Tógó. Eftir að óeðlilega margir fuglar drápust á búgarðinum, voru send sýni á rannsóknarstofu sem staðfestu fuglaflensuna. H5N1 er hættulegasta afbrigði flensunnar. 22.6.2007 11:33 Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. 22.6.2007 10:58 Hvetja breskar matvælakeðjur til þess að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir Hvalaverndunarsamtökin Campaign Whale og Marine Connection hófu í dag herferð sem miðar að því að fá breskar verslunarkeðjur til að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir. Þau biðla til Tesco og Sainsbury’s sem eru stærstu verslunarkeðjur bresks matvörumarkaðar til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga með þessum hætti. 22.6.2007 10:54 Pólverjar segja lausn ekki í sjónmáli Pólverjar sögðu í dag að enginn árangur hefði náðst á fundum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Lech Kaczynski, forseta Póllands. Póllandi hefur þegar verið boðin málamiðlun. 22.6.2007 10:17 Skólastelpu í Bretlandi meinað að bera trúartákn Skólastelpa í Bretlandi ætlar að áfrýja til hæstaréttar til að snúa við banni sem hún fékk fyrir að ganga með skírlífshring í skólanum. Lydia Playfoot, sem er 16 ára, segir að hringurinn sýni fram á að hún hafi tekið þá ákvörðun að bíða með kynlíf þar til hún giftir sig. Hún segir að hringurinn sé trúartákn og ætti því að fá undanþágu frá reglum skólans sem banna skartgripi. 22.6.2007 10:17 Bush tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn Forseti Bandaríkjanna, George Bush, tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn. Forseti Víetnam, Nguyen Minh Triet, er fyrsti leiðtogi landsins til að heimsækja Bandaríkin síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Heimsóknin er sögð vera stórt skref fyrir bæði lönd til að jafna sig á sáraukafullri fortíð. 22.6.2007 09:54 Össur vill Hafró út úr sjávarútvegsráðuneyti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill færa Hafrannsóknarstofnun Íslands undan hatti sjávarútvegsráðuneytisins og undir annað ráðuneyti. Hann segir stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Stofnuninni sé betur borgið í öðru ráðuneyti en því sem tekur ákvörðun um heildaraflamark. 22.6.2007 09:51 Gates lofar bót á heilbrigðisþjónustu hersins Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lofaði í dag að hraða uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu bandaríska hersins. Hann sagði: "Þetta er eitthvað sem við getum, verðum og viljum laga". 21.6.2007 22:53 Flóðavörnum enn ábótavant í New Orleans Þrátt fyrir auknar varnir er mikil hætta á að stór hluti New Orleans færi á kaf ef fellibylur mundi geysa á svæðinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem verkfræðingar bandaríska hersins hafa gert. 21.6.2007 22:37 Vinstri grænir segja Samfylkinguna í Hafnarfirði hundsa lýðræðið Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fundar Lúðvíks Geirssonar, bæjarstóra í Hafnarfirði við Michel Jacques, forstjóri Alcan. Tilkynningin fer hér á eftir: 21.6.2007 20:12 EES samningurinn tryggir ekki áhrif Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir að EES- samningurinn tryggi ekki nægilega áhrif Íslands og Noregs i Evrópu. Hann segir að ríkin verði að taka upp nánara samstarf við Evrópusambandið til að koma að ákvarðanatöku sambandsins. Bryndis Holm tók Jonas Gahr tali. 21.6.2007 20:09 Hraðaakstur við Hallormsstað Ungur ökumaður var sviptur ökurétti til bráðabirgða eftir hraðaakstur um þéttbýlið við Hallormsstað í dag. Lögreglan á Egilsstöðum var við umferðaeftirlit þegar hún mældi piltinn á 106 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. 21.6.2007 20:02 Orka til álvers í Þorlákshöfn er í túnfætinum Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss segir að orka fyrir álver þar sé í túnfætinum. Verði Þorlákshöfn fyrir valinu kallar það hins vegar á dýra hafnargerð. 21.6.2007 19:44 Dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann í hjartastað Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ara Kristján Runólfsson í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í brjóstið. Frá dregst gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 4. apríl síðastliðinn. 21.6.2007 19:20 Kvennaslóðir.is Næstum sex hundruð sérfræðingar af kvenkyni eru skráðir í gagnabankann Kvennaslóðir sem var enduropnaður með viðhöfn í dag. Forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er sannfærður um að bankinn hjálpi til við að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og stjórnum fyrirtækja. 21.6.2007 19:10 Alcan velur nýjan stað fyrir álver fyrir áramót Forstjóri Alcan segir fyrirtækið ætla að finna nýjan stað undir álver á Íslandi fyrir áramót og vonast til að fá svigrúm til að taka ákvörðun um framtíðarstarfsemi hérlendis. Hann segir að jafnframt verði reynt að tryggja að unnt verði að reka álverið í Straumsvík næstu tuttugu ár. 21.6.2007 19:08 Dauðsfall á Landspítala Rannsókn á vofveiflegu láti tuttugu og tveggja ára stúlku á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi um helgina er enn í gangi. Stúlkan fannst látin á herbergi sínu aðfararnótt sextánda júní, var endurlífguð en lést tveimur sólarhringum síðar. Í ljós hefur komið að engin sprautunál var í handlegg hennar eins og sagt var í fréttum okkar í gær. Ekki er vitað hvernig lyfin, sem talið er að hafi leitt stúlkuna til dauða, bárust í hana. 21.6.2007 19:08 Laminn í Palestínu Tvítugur Íslendingur lenti í táragasi, gúmmíkúlnaskothríð, var handtekinn og laminn vegna starfa sinna með alþjóðlegum mannréttindasamtökum í Palestínu. Hann er nýkominn heim og hvetur íslensk ungmenni til að taka þátt í mannréttindastarfi - þrátt fyrir lífsreynslu síðustu mánaða. 21.6.2007 19:04 Bjó til tölvuleik fyrir tvíburasynina Móðir heyrnarskertra tvíburadrengja dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að finna nútímaafþreyingu fyrir syni sína. Hún bretti einfaldlega upp ermar og hannaði tölvuleikinn: Tumi og táknin. 21.6.2007 18:56 Ljótasta ráðherrataska í heimi? Skjalataska Iðnaðarráðherra er án efa ein ræfilslegasta ráðherrataska í heimi. Össur Skarphéðinsson segir að taskan sé fullgóð en ætti kannski frekar að vera í fjármálaráðuneytinu, aðspurður um hvort taskan væri tákn um sparnað í iðnaðarráðuneytinu. 21.6.2007 18:45 Netþjónabú skapa fjölda þekkingastarfa Netþjónabú geta skapað mikinn fjölda þekkingarstarfa á Íslandi. Ísland er kjörinn staður fyrir slíkan rekstur en hann veltur algerlega á nýjum sæstreng milli Íslands og Evrópu. 21.6.2007 18:30 Einar Már fær lofsamlega dóma í Danmörku Nýjasta ljóðabók Einars Más Guðmundssonar hefur fengið afar lofsamlega dóma í danskri þýðingu en bókin kom út fyrr í þessum mánuði. Einar er með ástarsögu í smíðum sem ratar án efa fyrir augu lesanda um næstu jól. 21.6.2007 18:30 Upplýsingar um upptöku ökutækja Ríkissaksóknari hefur sent frá sér upplýsinar um upptöku ökutækja vegna umferðalagabrota. Það er gert í tilefni af mjög alvarlegum umferðarlagabrotum, ofsaakstri, og vangaveltum um hvenær heimilt sé að gera ökutæki brotlegs ökumanns upptæk. 21.6.2007 17:11 Lúðvík nefndi landfyllinguna fyrst á fundi í fyrradag Michel Jacques, forstjóri Alcan segir að fyrirtækið hafi litið á ýmsa möguleika með það að markmiði að útvíkka starfsemina í Hafnafirði en enginn reyndist raunhæfur. Fyrirtækið ætlaði því að tilkynna bæjarstjóranum í Hafnarfirði að fyrirtækið sæi sér ekki fært að efla starfsemi álversins innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, þegar hann nefndi möguleikann á landfyllingu. 21.6.2007 17:00 Á fjórða þúsund hermanna hafa látist í Írak Nú hafa ríflega 3500 bandarískir hermenn látist í Íraksstríðinu, þar af 68 í júnímánuði. Tólf bandarískir hermenn hafa látið lífið í árásum undanfarna tvo daga. Alvarlegasta árásin var í Norðaustur - Bagdad í dag þegar herbíll var sprengdur með þeim afleiðingum að fimm bandarískir hermenn létust, auk þriggja óbreyttra íraskra borgara og írasks túlks. 21.6.2007 16:51 Eldsneyti úr ávöxtum Bandarískir vísindamenn halda því fram að hægt sé vinna umhverfisvænt eldsneyti úr ávöxtum, nánar tiltekið úr ávaktasykri. Slíkt eldsneyti á að innihalda mun meiri orku en Etanól sem notað er í bensín. 21.6.2007 16:50 Kona fær ekki bætur fyrir að vinna ekki lottó Helene De Gier tapaði í dag máli þar sem hún vildi fá skaðabætur fyrir að vinna ekki stóran lottóvinning. Málinu er þannig háttað að nágrannar De Gier unnu tæplega 1,2 milljarð í lottói. Sjö nágrannar hennar í bænum Heusden í Hollandi unnu pottinn, en vinningshafarnir voru dregnir eftir póstnúmeri. 21.6.2007 16:22 Óska eftir upplýsingum um samskipti Hafnarfjarðarbæjar við Alcan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-grænna í Hafnarfirði, lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í morgun þar sem óskað er eftir upplýsingum um samskipti fulltrúa Hafnarfjarðar við fulltrúa Alcan. 21.6.2007 15:43 Frakkar lofa Abbas aðstoð Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina. 21.6.2007 15:32 Líklegast að Alcan verði á tveimur stöðum í framtíðinni Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, segir að fyrirtækið hafi engin áform um að leggja niður starfsemi hér á landi. Þeir leiti allra mögulegra leiða til að styrkja og efla starfsemina í Straumsvík. Líklegast er að fyrirtækið verði með starfssemi á tveimur stöðum á Íslandi í framtíðinni. 21.6.2007 15:11 Skortur á háskólamenntuðu starfsfólki Um 51% svarenda í könnun um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi telja að skortur sé á starfsfólki. Um 40% svarenda töldu svo vera í febrúar. Fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi og í ýmsri sérhæfðri þjónustu eru áberandi hvað þetta varðar. 21.6.2007 14:50 Konu hermanns ekki vísað úr landi Yaderline Jimenez, eiginkonu Alex Jimenez sem saknað hefur verið í Írak síðan í maí, verður ekki vísað úr landi. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir það. Alex, sem er bandarískur hermaður, hafði sótt um græna kortið fyrir konu sína eftir að þau giftust árið 2004. Yaderline kom ólöglega til landsins frá Dóminíska Lýðveldinu. 21.6.2007 14:34 Sprengja finnst í bíl á Spáni Lögreglan á Spáni fann 100 kg af sprengiefni í bíl í Ayamonte, um 200 kílómetrum vestur af Sevilla. Einnig fundust hvellhettur í bílnum. Ekki kemur fram hver kom sprengiefninu fyrir. 21.6.2007 13:55 Sjá næstu 50 fréttir
Segja auglýsingar Heklu um græna bíla vera villandi Neytendasamtökin hafa kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar bílaumboðsins Heklu á Volkswagen bifreiðum. Í auglýsingunni eru bílar frá Heklu sagðir „grænir“ eða umhverfisvænir, vegna þess að umboðið ætlar að greiða fyrir kolefnisjöfnun bílsins í eitt ár. Þetta segja samtökin vera villandi og hafa óskað eftir áliti Neytendastofu á málinu. 22.6.2007 13:58
Stefán hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ Stefán Konráðssson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann hefur gengt því starfi í 12 ár. 22.6.2007 13:43
Enn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys Ökumaður vélhjóls, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, er enn í öndunarvél á gjörgæslu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir. 22.6.2007 13:15
Túristum til Sri Lanka fækkar Túristum sem ferðast til Sri Lanka hefur fækkað um 40% síðan í mái á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs eru aðeins 23,4% búnir að ferðast til eyjunnar af þeim fjölda sem hafði ferðast til Sri Lanka fyrstu fimm mánuðina á síðasta ári. Hótel hafa ekki undan því að svara símtölum fólks sem eru að afpanta herbergi. 22.6.2007 13:12
Fengu réttindi á við gagnkynheigða fyrir ári Samtökin '78 minnast þess í kvöld að ár er liðið frá því að þeir öðluðust að mestu leyti sömu réttindi og gagnkynhneigðir samkvæmt lögum. Baráttu samtakanna er þó langt í frá lokið að sögn framkvæmdastjórans. 22.6.2007 13:00
Öll spil á borðið í stóriðjumálum ríkisstjórnarinnar Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundum í nefndunum til að fá upplýsingar og umræðu um stóriðjuáform stjórnvalda. 22.6.2007 12:44
Kappaflingi auglýsingin á meðal þeirra bestu í heimi Auglýsing Kaupþings banka með breska gamanleikaranum John Cleese hefur verið tilnefnd sem ein af bestu fyrirtækjaauglýsingum í heimi á Cannes Lions auglýsingahátíðinni í Frakklandi. 22.6.2007 12:36
Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun. 22.6.2007 12:26
Óútskýrður launamunur 10-12 prósent Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Launamunurinn er minnstur hjá ungu fólki en vex með hækkandi aldri. 22.6.2007 12:22
Þrjú á gjörgæslu eftir kappakstur Tveir piltar og stúlka liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans eftir kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu sem endaði með árekstri við Hamborgarabúllu Tómasar. Ungmennin voru í bíl sem ekið var vestur Geirsgötu í kapp við annan bíl um tvöleytið í nótt. 22.6.2007 12:10
Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. 22.6.2007 12:09
Hugmynd Össurar ekki vel ígrunduð Hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um að færa Hafrannsóknarstofnun Íslands frá sjávarútvegsráðuneytinu og yfir í annað ráðuneyti er illa ígrunduð að mati Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún segir Hafró vera á réttum stað í stjórnkerfinu en hins vegar hvetur hún til eflingar rannsókna á sjónum og lífríki hans utan stofnunarinnar. 22.6.2007 11:37
Fuglaflensa í Tógó Rannsóknarniðurstöður staðfesta að H5N1 afbrigði fuglaflensunnar hafi fundist á alifuglabúgarði í Tógó. Eftir að óeðlilega margir fuglar drápust á búgarðinum, voru send sýni á rannsóknarstofu sem staðfestu fuglaflensuna. H5N1 er hættulegasta afbrigði flensunnar. 22.6.2007 11:33
Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. 22.6.2007 10:58
Hvetja breskar matvælakeðjur til þess að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir Hvalaverndunarsamtökin Campaign Whale og Marine Connection hófu í dag herferð sem miðar að því að fá breskar verslunarkeðjur til að hætta að kaupa íslenskar sjávarafurðir. Þau biðla til Tesco og Sainsbury’s sem eru stærstu verslunarkeðjur bresks matvörumarkaðar til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga með þessum hætti. 22.6.2007 10:54
Pólverjar segja lausn ekki í sjónmáli Pólverjar sögðu í dag að enginn árangur hefði náðst á fundum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Lech Kaczynski, forseta Póllands. Póllandi hefur þegar verið boðin málamiðlun. 22.6.2007 10:17
Skólastelpu í Bretlandi meinað að bera trúartákn Skólastelpa í Bretlandi ætlar að áfrýja til hæstaréttar til að snúa við banni sem hún fékk fyrir að ganga með skírlífshring í skólanum. Lydia Playfoot, sem er 16 ára, segir að hringurinn sýni fram á að hún hafi tekið þá ákvörðun að bíða með kynlíf þar til hún giftir sig. Hún segir að hringurinn sé trúartákn og ætti því að fá undanþágu frá reglum skólans sem banna skartgripi. 22.6.2007 10:17
Bush tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn Forseti Bandaríkjanna, George Bush, tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn. Forseti Víetnam, Nguyen Minh Triet, er fyrsti leiðtogi landsins til að heimsækja Bandaríkin síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Heimsóknin er sögð vera stórt skref fyrir bæði lönd til að jafna sig á sáraukafullri fortíð. 22.6.2007 09:54
Össur vill Hafró út úr sjávarútvegsráðuneyti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill færa Hafrannsóknarstofnun Íslands undan hatti sjávarútvegsráðuneytisins og undir annað ráðuneyti. Hann segir stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Stofnuninni sé betur borgið í öðru ráðuneyti en því sem tekur ákvörðun um heildaraflamark. 22.6.2007 09:51
Gates lofar bót á heilbrigðisþjónustu hersins Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lofaði í dag að hraða uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu bandaríska hersins. Hann sagði: "Þetta er eitthvað sem við getum, verðum og viljum laga". 21.6.2007 22:53
Flóðavörnum enn ábótavant í New Orleans Þrátt fyrir auknar varnir er mikil hætta á að stór hluti New Orleans færi á kaf ef fellibylur mundi geysa á svæðinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem verkfræðingar bandaríska hersins hafa gert. 21.6.2007 22:37
Vinstri grænir segja Samfylkinguna í Hafnarfirði hundsa lýðræðið Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fundar Lúðvíks Geirssonar, bæjarstóra í Hafnarfirði við Michel Jacques, forstjóri Alcan. Tilkynningin fer hér á eftir: 21.6.2007 20:12
EES samningurinn tryggir ekki áhrif Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir að EES- samningurinn tryggi ekki nægilega áhrif Íslands og Noregs i Evrópu. Hann segir að ríkin verði að taka upp nánara samstarf við Evrópusambandið til að koma að ákvarðanatöku sambandsins. Bryndis Holm tók Jonas Gahr tali. 21.6.2007 20:09
Hraðaakstur við Hallormsstað Ungur ökumaður var sviptur ökurétti til bráðabirgða eftir hraðaakstur um þéttbýlið við Hallormsstað í dag. Lögreglan á Egilsstöðum var við umferðaeftirlit þegar hún mældi piltinn á 106 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. 21.6.2007 20:02
Orka til álvers í Þorlákshöfn er í túnfætinum Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss segir að orka fyrir álver þar sé í túnfætinum. Verði Þorlákshöfn fyrir valinu kallar það hins vegar á dýra hafnargerð. 21.6.2007 19:44
Dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann í hjartastað Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ara Kristján Runólfsson í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í brjóstið. Frá dregst gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 4. apríl síðastliðinn. 21.6.2007 19:20
Kvennaslóðir.is Næstum sex hundruð sérfræðingar af kvenkyni eru skráðir í gagnabankann Kvennaslóðir sem var enduropnaður með viðhöfn í dag. Forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er sannfærður um að bankinn hjálpi til við að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og stjórnum fyrirtækja. 21.6.2007 19:10
Alcan velur nýjan stað fyrir álver fyrir áramót Forstjóri Alcan segir fyrirtækið ætla að finna nýjan stað undir álver á Íslandi fyrir áramót og vonast til að fá svigrúm til að taka ákvörðun um framtíðarstarfsemi hérlendis. Hann segir að jafnframt verði reynt að tryggja að unnt verði að reka álverið í Straumsvík næstu tuttugu ár. 21.6.2007 19:08
Dauðsfall á Landspítala Rannsókn á vofveiflegu láti tuttugu og tveggja ára stúlku á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi um helgina er enn í gangi. Stúlkan fannst látin á herbergi sínu aðfararnótt sextánda júní, var endurlífguð en lést tveimur sólarhringum síðar. Í ljós hefur komið að engin sprautunál var í handlegg hennar eins og sagt var í fréttum okkar í gær. Ekki er vitað hvernig lyfin, sem talið er að hafi leitt stúlkuna til dauða, bárust í hana. 21.6.2007 19:08
Laminn í Palestínu Tvítugur Íslendingur lenti í táragasi, gúmmíkúlnaskothríð, var handtekinn og laminn vegna starfa sinna með alþjóðlegum mannréttindasamtökum í Palestínu. Hann er nýkominn heim og hvetur íslensk ungmenni til að taka þátt í mannréttindastarfi - þrátt fyrir lífsreynslu síðustu mánaða. 21.6.2007 19:04
Bjó til tölvuleik fyrir tvíburasynina Móðir heyrnarskertra tvíburadrengja dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að finna nútímaafþreyingu fyrir syni sína. Hún bretti einfaldlega upp ermar og hannaði tölvuleikinn: Tumi og táknin. 21.6.2007 18:56
Ljótasta ráðherrataska í heimi? Skjalataska Iðnaðarráðherra er án efa ein ræfilslegasta ráðherrataska í heimi. Össur Skarphéðinsson segir að taskan sé fullgóð en ætti kannski frekar að vera í fjármálaráðuneytinu, aðspurður um hvort taskan væri tákn um sparnað í iðnaðarráðuneytinu. 21.6.2007 18:45
Netþjónabú skapa fjölda þekkingastarfa Netþjónabú geta skapað mikinn fjölda þekkingarstarfa á Íslandi. Ísland er kjörinn staður fyrir slíkan rekstur en hann veltur algerlega á nýjum sæstreng milli Íslands og Evrópu. 21.6.2007 18:30
Einar Már fær lofsamlega dóma í Danmörku Nýjasta ljóðabók Einars Más Guðmundssonar hefur fengið afar lofsamlega dóma í danskri þýðingu en bókin kom út fyrr í þessum mánuði. Einar er með ástarsögu í smíðum sem ratar án efa fyrir augu lesanda um næstu jól. 21.6.2007 18:30
Upplýsingar um upptöku ökutækja Ríkissaksóknari hefur sent frá sér upplýsinar um upptöku ökutækja vegna umferðalagabrota. Það er gert í tilefni af mjög alvarlegum umferðarlagabrotum, ofsaakstri, og vangaveltum um hvenær heimilt sé að gera ökutæki brotlegs ökumanns upptæk. 21.6.2007 17:11
Lúðvík nefndi landfyllinguna fyrst á fundi í fyrradag Michel Jacques, forstjóri Alcan segir að fyrirtækið hafi litið á ýmsa möguleika með það að markmiði að útvíkka starfsemina í Hafnafirði en enginn reyndist raunhæfur. Fyrirtækið ætlaði því að tilkynna bæjarstjóranum í Hafnarfirði að fyrirtækið sæi sér ekki fært að efla starfsemi álversins innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, þegar hann nefndi möguleikann á landfyllingu. 21.6.2007 17:00
Á fjórða þúsund hermanna hafa látist í Írak Nú hafa ríflega 3500 bandarískir hermenn látist í Íraksstríðinu, þar af 68 í júnímánuði. Tólf bandarískir hermenn hafa látið lífið í árásum undanfarna tvo daga. Alvarlegasta árásin var í Norðaustur - Bagdad í dag þegar herbíll var sprengdur með þeim afleiðingum að fimm bandarískir hermenn létust, auk þriggja óbreyttra íraskra borgara og írasks túlks. 21.6.2007 16:51
Eldsneyti úr ávöxtum Bandarískir vísindamenn halda því fram að hægt sé vinna umhverfisvænt eldsneyti úr ávöxtum, nánar tiltekið úr ávaktasykri. Slíkt eldsneyti á að innihalda mun meiri orku en Etanól sem notað er í bensín. 21.6.2007 16:50
Kona fær ekki bætur fyrir að vinna ekki lottó Helene De Gier tapaði í dag máli þar sem hún vildi fá skaðabætur fyrir að vinna ekki stóran lottóvinning. Málinu er þannig háttað að nágrannar De Gier unnu tæplega 1,2 milljarð í lottói. Sjö nágrannar hennar í bænum Heusden í Hollandi unnu pottinn, en vinningshafarnir voru dregnir eftir póstnúmeri. 21.6.2007 16:22
Óska eftir upplýsingum um samskipti Hafnarfjarðarbæjar við Alcan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-grænna í Hafnarfirði, lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í morgun þar sem óskað er eftir upplýsingum um samskipti fulltrúa Hafnarfjarðar við fulltrúa Alcan. 21.6.2007 15:43
Frakkar lofa Abbas aðstoð Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina. 21.6.2007 15:32
Líklegast að Alcan verði á tveimur stöðum í framtíðinni Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, segir að fyrirtækið hafi engin áform um að leggja niður starfsemi hér á landi. Þeir leiti allra mögulegra leiða til að styrkja og efla starfsemina í Straumsvík. Líklegast er að fyrirtækið verði með starfssemi á tveimur stöðum á Íslandi í framtíðinni. 21.6.2007 15:11
Skortur á háskólamenntuðu starfsfólki Um 51% svarenda í könnun um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi telja að skortur sé á starfsfólki. Um 40% svarenda töldu svo vera í febrúar. Fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi og í ýmsri sérhæfðri þjónustu eru áberandi hvað þetta varðar. 21.6.2007 14:50
Konu hermanns ekki vísað úr landi Yaderline Jimenez, eiginkonu Alex Jimenez sem saknað hefur verið í Írak síðan í maí, verður ekki vísað úr landi. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir það. Alex, sem er bandarískur hermaður, hafði sótt um græna kortið fyrir konu sína eftir að þau giftust árið 2004. Yaderline kom ólöglega til landsins frá Dóminíska Lýðveldinu. 21.6.2007 14:34
Sprengja finnst í bíl á Spáni Lögreglan á Spáni fann 100 kg af sprengiefni í bíl í Ayamonte, um 200 kílómetrum vestur af Sevilla. Einnig fundust hvellhettur í bílnum. Ekki kemur fram hver kom sprengiefninu fyrir. 21.6.2007 13:55