Innlent

Sektaðir fyrir að standa fyrir drykkjukeppni

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki.

Uppákoman „Brjáluð Skothelgi" sem haldin var á veitingastaðnum Bar-inn á Sauðárkróki í fyrravetur hlaut þann endi í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun að báðir veitngamennirnir voru dæmdir til fjársekta.

Jafnframt var allt áfengi á staðnum gert upptækt en áfengisflöskur þar skiptu mörgum hundruðum og hleypur andvirði þeirra á einhverjum milljónum.

Á „Brjálaðri Skothelgi" var keppt í því hverjir gætu innbyrt flest Opal- eða Tópasvodkaskot og voru þrjú ungmenni undir vínveitingaaldri flutt á sjúkrahús úr keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×