Innlent

Vilja nýjar lausnir í þjófnaðarmálum

Kaupmenn vilja spara lögreglunni sporin.
Kaupmenn vilja spara lögreglunni sporin. MYND/SJ

Æskilegt er að hér á landi verði tekin upp svokölluð borgaraleg sátt þegar kemur að þjófnaði í verslunum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin telja að með því megi spara lögreglunni sporin en jafnframt að þetta leiði til aukinnar hagræðingar fyrir verslunarfyrirtæki. Samtökin hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að þessi leið verði skoðuð.

Samkvæmt frétt á vef Samtaka verslunar og þjónustu hefur þessi aðferð verið notuð með góðum árangri víða um heim. Í stuttu máli felur hún í sér að lögráða maður sem játar brot sitt undirritar skýrslu um atburðinn sem síðan fer til lögreglunnar. Ekki er kallað til lögreglu í slíkum tilfellum heldur skilar þjófurinn þýfinu og greiðir að auki, í samræmi við ákveðnar reglur, hluta af öryggiskostnaði verslunarinnar í sekt. Hafa samtökin sent bréf til dómsmálaráðuneytisins þessa efnis að ráðuneytið athugi hvort hægt verði að taka upp slíka aðferð hér á landi.

Þá segir einnig í frétt samtakanna að aðferðin sé ekki notuð við brot ólögráða einstaklinga og að í þeim tilfellum sem þjófurinn neitar sök fari málið hefðbundna leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×