Innlent

Strengdi kaðal þvert yfir götu sér til gamans

MYND/RE

Bifreið skemmdist illa á veginum um Syðridal í Bolungarvík á laugardaginn þegar ökumaður hennar keyrði á nælonkaðal sem búið var að strengja yfir götuna. Ungur drengur viðurkenndi seinna að hafa gert sér þetta að leik en ekki áttað sig á þeirri hættu sem þetta skapaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum sakaði ökumann ekki vegna uppátækis drengsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×