Fleiri fréttir

Sýknaðir af smygli á yfir 800 e-töflum

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra.

Sekt fyrir að sigla óhaffærum bát

Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarðar í dag dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að sigla bát sem ekki hafði haffærisskírteini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar.

Bíll við bíl á suðurleið

Fólk streymir enn inn til borgarinnar og að sögn lögreglu í Borgarnesi hefur lítið dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn. Allt hefur þó gengið vel og engin óhöpp átt sér stað.

Forseti Kazakhstan vill láta handtaka tengdason sinn

Hópur lögfræðinga frá Kazakhstan er nú í Vínarborg þar sem þeir reyna fyrir hönd stjórnvalda að fá tengdason forseta landsins handtekinn. Tengdasonurinn var sendiherra Kazakhstan í Austurríki þangað til á laugardaginn þegar hann var rekinn af forsetanum. Handtökubeiðnin virðist vera liður í harðvítugri fjölskyldudeilu.

Slóst við hlébarða í rúminu

Ísraelskur maður vaknaði upp við það í nótt að hlébarði stökk inn um gluggann á heimili hans og upp í rúm þar sem maðurinn svaf ásamt ungri dóttur og heimiliskettinum. Hann stökk strax á hlébarðann, hafði hann undir og hélt honum í tuttugu mínútur uns hjálp barst.

Hitað upp fyrir G8

Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi tók hart á mótmælendum í borginni í dag en þangað söfnuðust þúsundir andstæðinga alþjóðavæðingar vegna fundar ASEM, sem eru samtök Evrópu- og Asíulanda.

Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu

Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést. Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum.

Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup

Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag. Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid.

SAS aflýsir flugi á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst flugi til og frá Svíþjóð á morgun. Það er fimmti dagurinn í röð sem verkfall sænskra flugliða lamar rekstur félagsins. Verkfallið hófst á föstudag. SAS hætti þá við flest flug til og frá Svíðþjóð vegna deilunnar um vinnuaðstæður flugliðanna. Samningaumleitanir stóðu fram á nótt og báru ekki árangur.

Heimakærar lundapysjur

Það er alkunna að sumir atburðir eru árstíðabundnari en aðrir. Einn slíkra atburða er koma lundapysjanna á haustin. Á þessu eru þó til undantekningar eins og Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum komst að þegar lundapysjum var sleppt nú á vordögum í Stórhöfða.

Fyrsti fundur Írana og Bandaríkjamanna í 30 ár

Íranar og Bandaríkjamenn héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun.

Fyrsta ferð sumarsins út í Drangey

Farið var í fyrstu ferð sumarsins til Drangeyjar í gær, þessar litlu eyju sem er smátt og smátt að hverfa, en hún ræður töluverðu um stærð efnahagslögsögu landsins. Viggó Viggósson, okkar maður á Sauðárkróki slóst í för.

Mikið lemstraður eftir árás í miðbænum

Maður á sjötugsaldri er mikið lemstraður eftir hörkulega líkamsárás í miðborginni aðfararnótt sunnudags. Maðurinn er svo miður sín eftir árásina að hann er hættur við umsókn sína um íbúð fyrir aldraða í miðbænum.

Þung umferð á leið til borgarinnar

Þung umferð er nú á Suður- og Vesturlandsvegi. Fólk er að snúa til baka eftir langa helgi en að sögn lögreglu hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig og engin óhöpp átt sér stað. Lögregla er með stöðugt eftirlit á helstu umferðaræðum.

Íslendingur fyrsti erlendi nemandinn í CSI skóla

Íslenskur lögreglumaður, Jóhann Eyvindsson er nú að læra réttarrannsóknir eins og Íslendingum eru að góðu kunnar úr sjónvarpsþáttunum CSI. Jóhann er fyrsti útlendingurinn sem fær inngöngu í skólann en það er háskólinn í Tennessee sem stendur að náminu.

Garðar Thor söng fyrir þúsundir á Wembley

Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári.

Crocker hljóp Reykjavíkurmaraþon

Sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, sem er í sviðsljósinu þessa dagana vegna fundar hans við kollega sinn í Íran, telst til Íslandsvina. Ryan Crocker hljóp nefnilega Reykjavíkurmaraþon fyrir 23 árum síðan.

Hamleys opnar búð á Indlandi

Þekktasta leikfangaverlsun í heimi, Hamleys í London sem er í eigu Baugs, mun væntanlega opna útibú innan tíðar í Nýju Delhi á Indlandi. Það yrði í fyrsta skipti sem Hamleys verður annars staðar en á Regent street í London, ef undan eru skilin útibú verslunarinnar í Magasin í Danmörku. Samningaviðræður við þarlenda aðila eru sagðar ganga vel og búðin gæti opnað strax á næsta ári.

Ólafur sakaður um kafbátahernað

Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað.

Heimildamynd um dauða Díönu prinsessu veldur deilum

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 ætlar ekki að hætta við sýningu á umdeildri heimildamynd um dauða Díönu prinsessu þrátt fyrir hávær mótmæli. Í myndinni eru sýndar ljósmyndir af vettvangi sem þykja óhugnanlegar.

Auka þarf sýnilega löggæslu

Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn.

21 látinn í sprengingu í Baghdad

Að minnsta kosti 21 dó og 66 særðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Baghdad í morgun. Sprengingin heyrðist um alla miðborgina og eldur kom upp í að minnsta kosti 10 bílum í grendinni.

Jákvæðar viðræður í Baghdad

Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Ryan Crocker segir að viðræður hans við sendiherra Írana í landinu hafi gengið vel og verið jákvæðar. Hann segir einnig að Bandaríkjamenn hyggist bíða átekta og sjá til hverskonar aðgerða verði gripið af hálfu Írana, en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Íran fyrir að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Írak.

Skíðafæri fyrir norðan

Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið.

Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku

Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku.

Allt strand hjá SAS

Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu skandinavíska flugfélagsins SAS og flugliða þess í Svíþjóð. Samningafundur deiluaðila stóð yfir fram á nótt en bar ekki árangur. Verkfallið heldur því áfram í dag, en fulltrúar flugliða munu funda með baklöndum sínum og ákveða með framhald aðgerðanna.

Danir skipta um kúrs í hvalveiðimálum

Danir sæta nú harðri gagnrýni Breta og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að þeir breyttu um stefnu í hvalveiðimálum. Þeir styðja nú skipulegar hvalveiðar og vísindaveiðar. Þetta kom fram á ársfundi hvalveiðiráðsins sem hófst í Anchorage í Alaska í gær.

Við það að renna út í Jökulsárlón

Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins.

Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður.

Íbúar Caracas búa sig undir frekari mótmæli

Búist er við enn frekari mótmælum á götum Caracas, höfuðborgar Venezuela í nótt þegar slökkt verður á útsendindingum sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hefur forseta landsins Hugo Chavez.

Hvalveiðiráðið fundar í Alaska

Íbúar Ancorage í Alaska hafa undirbúið sig síðustu daga fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á morgun. Greenpeace liðar hafa staðið fyrir mótmælum um allan heim í tengslum við fundinn og búist er við mótmælum í borginni þegar fundurinn hefst.

Rúmensk mynd hlaut Gullpálmann

Það var rúmenska kvikmyndin „4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" í leikstjórn Christians Mungiu sem hlaut Gullpálmann í Cannes þetta árið. Verðlaunin eru á meðal þeirra eftirsóttustu í kvikmyndaheiminum og þetta árið höfðu þau á sér nokkuð alþjóðlegt yfirbragð.

Deep Purple lofar dúndurfjöri

Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld.

Krókódílum komið burt

Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur.

Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu

Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt.

Ráðist að samkynhneigðum

Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum.

Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til

Snjóflóð í Hlíðarfjalli

Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu.

Ellefu ára strákur felldi ófreskju í Alabama

Ellefur ára strákur frá Alabama gæti hafa drepið heimsins stærsta villisvín í síðasta mánuði ef fréttir af stærð skepnunar reynast réttar. Strákurinn elti svínið í marga tíma með föður sínum og hann fékk heiðurinn af því að veita því náðarskotið. Það var níunda kúlan sem felldi svínið því þeir feðgar höfðu skotið það átta sinnum án þess að fella það.

Beið dauðans á Everest fjalli

22 ára gömul fjallgöngukona, Usha Bista, sem bjargað var úr hlíðum Everest fjalls á dögunum, segir að klifurfélagar hennar hafi skilið hana eftir. Það var annar hópur klifurgarpa sem gekk fram á stúlkuna sem lá meðvitundarlaus á „dauðasvæðinu“ svokallaða á Everest.

Ofbeldi í Moskvu

Rússneska lögreglan handtók í dag samkynhneigða mótmælendur sem kröfðust þess að fá að halda Gay Pride hátíð á götum Moskvuborgar. Mótmælendurnir sættu miklu harðræði frá öfgafullum þjóðernissinumm sem börðu fólkið og hreyttu í það ókvæðisorðum.

Sjá næstu 50 fréttir