Fleiri fréttir Demókratar við völd eftir 12 ár Demókratar tóku formlega völdin í Washington þegar meirihluti þeirra í báðum deildum Bandaríkjaþings sór embættiseið í dag. Nancy Pelosi varð fyrsta konan sem kjörin er forseti neðri deildarinnar, líkt og búist hafði verið við. Einnig var brotið blað í sögu þingsins þegar nýr þingmaður sór í fyrsta skipti embættiseið meö hönd á kóraninum en ekki biblíunni. 4.1.2007 19:46 Refsiábyrgð stjórnenda í samráðsmálum undirstrikuð Fyrirtæki verða beitt stjórnvaldssektum en starfsmenn þeirra sæta refsiábyrgð ef upp kemst um ólöglegt samráð fyrirtækja, samkvæmt tillögum nefndar á vegum forsætisráðherra. Þannig er refsiábyrgð stjórnenda undirstrikuð. Þá verður rannsóknarferli slíkra mála einfaldað frá því sem nú er. 4.1.2007 18:30 Milljón króna kennderí Ætla má að kostnaður við leit að manni í Hafnarfirði, sem skilaði sér ekki heim eftir að hafa farið út að viðra hundana sína, sé ekki undir einni milljón króna. Maðurinn fannst ölvaður í heimahúsi eftir um fimm klukkustunda leit. 4.1.2007 18:30 Um 50 flugumferðarstjórar ráðnir í dag Um fimmtíu flugumferðarstjórar, sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., óskuðu í dag eftir starfi þar. Þeir fyrstu mættu á vakt strax í morgun og viðbúnaðaráætlun var aflýst um hádegi. Flugumferðarstjórn er því komin í eðlilegt horf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur en hið opinbera hlutafélag, Flugstoðir, tóku við af Flugmálastjórn um áramótin. Sex flugumferðarstjórar voru komnir á biðlaun núna í janúar, þar á meðal formaður Félags flugumferðarstjóra, en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, mun það ekki valda vandkvæðum við ráðningar þeirra. Hún segir viðbúnaðaráætlunina hafa gengið vel við tilstuðlan þeirra starfsmanna sem stóðu vaktina. 4.1.2007 18:30 Vildu ekki Kaldalóns í kerskála Alcans Afkomendur Sigvalda Kaldalóns bönnuðu að jólalag hans, Aðfangadagskvöld jóla, yrði flutt í kerskála Alcan í áramótaauglýsingu fyrirtækisins. Þeir segja hann hafa verið einlægan náttúruverndarsinna. Málið þykir sýna hve mikill hiti er hlaupinn í andstöðu við stóriðjustefnu og stækkun álversins. 4.1.2007 18:30 Fagleg íslensk leyniþjónusta Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku. 4.1.2007 18:28 Á gjörgæslu eftir bílveltu Rússinn sem slasaðist í bílveltu í Kjósarskarði í dag liggur nú á gjörgæsludeild í Fossvogi. Hann er rifbeinsbrotinn og lemstraður en mun ekki vera í lífshættu. Fjórir samlandar hans sem voru með honum í bílnum eru minna slasaðir og fengu að fara heim eftir stutta heimsókn á slysadeild. 4.1.2007 18:19 Varað við óveðri undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Víðast hvar á þjóðvegum er hálka eða hálkublettir og snjókoma og éljagangur víða á fjallvegum. 4.1.2007 18:03 Egyptar mótmæla árásum á Ramallah Forseti Egyptalands mótmælti hernaðaraðgerðum Ísraela í palestínska bænum Ramallah á einkafundi sínum með Ehud Olmert , forsætisráðherra Ísraels í dag. Fundur Olmerts og Hosni Mubaraks í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh er tilraun til að stilla til friðar á svæðinu. Árásir Ísraela á Ramallah eru frekar sjaldgæfar. 4.1.2007 17:45 Spænska lögreglan finnur 100 kíló af sprengiefni Spænska lögreglan greindi frá því dag að hún hefði fundið 100 kíló af sprengiefni í baskneska bænum Atxondo. Telur hún að ETA, Aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi átt sprengiefnið en það fannst í gámi í bænum. 4.1.2007 17:07 Átök í Ramallah í dag Að minnsta kosti fjórir Paletínumenn létust og 20 særðust í aðgerðum Ísraelshers í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Markmið hersins var að sögn ísraelskra yfirvalda að handtaka eftirlýsta Palestínumenn en í brýnu sló á milli þeirra og herskárra Palestínumanna í miðborg Ramallah. 4.1.2007 16:47 Offitufaraldurinn er kominn til Noregs Eftir að sjö mismunandi rannsóknir í Noregi hafa verið bornar saman í einni risarannsókn kemur í ljós að fimmti hver Norðmaður er of feitur. Í rannsókninni voru yfir 300.000 þátttakendur á aldrinum 20 -75 ára. 4.1.2007 16:41 Tillögu um viðræður vegna leikskólagjalda vísað til SÍS Borgaráð vísaði tillögu Samfylkingarinnar um að hafnar yrðu viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í dag 4.1.2007 16:24 Lífslíkur Íslendinga aukast Meðalævilengd nýfæddrar stúlku er nú tæp 83 ár og drengs nærri 79 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þetta leiða nýir útreikningar Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga á lífslíkum Íslendinga í ljós en útreikningarnir miðast við reynslu áranna 2001 til 2005. 4.1.2007 15:55 Skipta fasteignagjöldum á milli sín Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík verður að öllum líkum staðsett innan landamarka sveitafélagsins Garðs. Gert er ráð fyrir að ker og steypuskálar verði á lóð sem tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins. 4.1.2007 15:45 Demókratar taka við stjórnvelinum á Capitol-hæð Nýkjörið Bandaríkjaþing kemur saman í fyrsta sinn í dag og þá verða það demókratar sem stjórna bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Eftir þingkosningar í nóvemer er Demókrataflokkurinn í fyrsta sinn í tólf ár með meirihluta í báðum deildum og ljóst þykir að erfiðara verður fyrir stjórn Bush Bandaríkjaforseta að koma málum í gegnum þingið. 4.1.2007 15:38 Flugumferðarstjórar flestir komnir til Flugstoða Hátt í fimmtíu þeirra fimmtíu og átta flugumferðarstjóra sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. hafa í dag ákveðið að ráða sig til starfa þar. 4.1.2007 15:29 Bílum um Hvalfjarðargöng fjölgar um 9% milli ára Á nýliðnu ári fóru tæplega 1,9 milljón ökutæki um Hvalfjarðargöngin en það er rúmlega 9 prósenta aukning frá árinu 2005. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns. Að meðaltali fóru um fimm þúsund ökutæki um göngin á hverjum sólarhring á síðasta ári. 4.1.2007 15:05 Samið um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviði lista Listaháskólinn og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviðum lista og listsköpunar. 4.1.2007 14:56 Varað við frekari sprengjutilræðum í Bangkok Yfirvöld í Taílandi hafa varað almenning við frekari sprengjuárásum líkum þeim sem gerðar voru á gamlárskvöld í höfuðborginni Bangkok. Þá sprungu átta sprengjur á stuttum tíma í höfuðborginni með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 30 særðust. 4.1.2007 14:29 Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi sem varð rétt fyrir klukkan tvö. Verið er að flytja hann og fjóra aðra á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahús en meiðsl hinna eru ekki talin alvarleg. 4.1.2007 14:27 Hótel í Osló kært vegna kynþáttamismununar Miðstöð gegn kynþáttahatri í Noregi hefur kært framferði forsvarsmanna hótels í Olsó til lögreglu eftir að hópi Kúbverja var neitað um gistingu á hótelinu. 4.1.2007 14:13 Spurt um fjárhagsleg samskipti borgar og Byrgisins Samfylkingin óskaði eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og Byrgisins á borgarráðsfundi í morgun, meðal annars hvernig einstaklingar sem þar hafa dvalið hafa verið studdir. 4.1.2007 13:56 Alvarlegt bílslys á Kjósarskarðsvegi Lögregla og sjúkralið eru nú á leið á Kjósarskarðsveg þar sem alvarlegt bílslys varð fyrir skömmu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað gerðist en Kjósarskarðsvegur er leiðin á milli Þingvallavegar og niður í Hvalfjörð. 4.1.2007 13:52 Hátt í sextíu látnir úr kulda í Bangladess Hátt í sextíu manns dáið úr kulda í norðurhluta Bangladess í vikunni, þar af um 40 í gær. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirvöldum á svæðinu. Flestir hinna látnu eru betlarar og heimilislausir. 4.1.2007 13:39 Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. 4.1.2007 13:35 Farþegaflugvél enn ófundin í Indónesíu Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af indónesísku farþegaflugvélinni sem saknað hefur verið frá því á nýársdag. Í morgun var greint frá því að ekkert neyðarkall hefði borist frá vélinni og engar vísbendingar væru um að vélarbilun hefði orðið. 4.1.2007 13:00 Bæjaryfirvöld á Akureyri sökuð um klíkuskap Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Plastáss á Akureyri sakar bæjaryfirvöld þar um hringlandahátt og klíkuskap í útboðsmálum bæjarins. Bæjaryfirvöld vísa slíku á bug. 4.1.2007 12:45 Umsókn um aðild að ESB gæti skapað aga í efnahagsmálum Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins telur að það geti komið nauðsynlegum aga á efnahagsmál þjóðarinnar, að fara í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur hagsveifluna hér á allt öðru róli en í nágrannalöndunum og þess vegna sé ekki hagstætt að hefja umsóknarferli nú. 4.1.2007 12:31 Hestamenn uggandi vegna tíðra slysa Hestamenn eru uggandi yfir alvarlegum og tíðum slysum á hestamönnum, nú síðast um helgina. Hópur lækna, lögfræðinga og hestamanna verður settur saman til að rýna í orsakir slysanna. 4.1.2007 12:30 Þeir síðustu verða fyrstir Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður veitti Lindaskóla í Kópavogi tveggja milljón króna styrk, nokkrum dögum áður en bæjarráð gekk að tillögu Þorsteins um að bæta við lóð við enda nýrrar götu í bænum. 4.1.2007 12:29 Hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum Borgarráð samþykkti í dag að auka afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi með því að hækka viðmiðunartekjur vegna þessa um 20 prósent milli áranna 2006 og 2007. 4.1.2007 12:28 Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í dag þegar Andri Óttarsson tók formlega við af Kjartani Gunnarssyni. Kjartan óskaði eftir því á síðasta ári að láta af störfum en hann hefur gegnt starfinu síðastliðin 26 ár. 4.1.2007 12:21 Gat ekki gefið skynsamlegar skýringar á hvarfi sínu Maðurinn sem leitað var að í nótt og í morgun kom í leitirnar um klukkan tíu í morgun og gat ekki gefið skynsamlega skýringu á hvarfi sínu. 4.1.2007 12:15 Viðbúnaðaráætlun Flugstoða aflýst um hádegisbilið Viðbúnaðaráætlun Flugstoða verður aflýst núna um hádegisbilið. Flugumferðarstjórar mættu á fyrstu vaktina rétt undir hádegið og flugumferð ætti að komast í samt lag strax í dag. 4.1.2007 12:00 Árið í fyrra blautt í Noregi Árið í fyrra var votviðrasamt í Noregi og gildir þá einu hvort horft er til höfuðborgarinnar Olsóar eða annara hluta landsins. Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins að mest úrkoma hafi fallið á síðustu fjórum mánuðum ársins en hún var alls 930 millímetrar í Olsó á síðasta ári. 4.1.2007 11:49 Maðurinn sem brenndist í eldsvoða í Ferjubakka er úr lífshættu Karlmaður sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 í nóvember er úr lífshættu og ástand hans er stöðugt. Hann er þó enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. 4.1.2007 11:49 Spá því að árið 2007 verði það heitasta frá upphafi mælinga Breskir veðurfræðingar spá því að árið 2007 verði það heitasta í heiminum frá því að mælingar hófust. Samkvæmt útreikningum eru 60 prósenta líkur á að árið verði jafnheitt eða heitara en metárið 1998. 4.1.2007 11:29 Darwin verðlaunin veitt Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts. 4.1.2007 11:25 Lag til minningar um Svandísi Þulu Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á www.frostid.is. 4.1.2007 11:15 Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag. 4.1.2007 10:43 Ólympíueldurinn skal upp á Everest Áður en kyndillinn með Ólympíueldinum kemur til Peking fyrir Ólympíuleikana 2008 mun leið hans liggja upp á hæsta tind á jörðinni, á Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum. Búið er að útbúa sérstaka öskju þar sem eldurinn getur brunnið þegar hann fer um súrefnissnautt háfjallaloftið. 3.1.2007 23:21 Ahmadinejad segir Ísraelsríki munu falla Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, réðst enn á ný gegn Ísraelsríki í ræðu sinni í dag og sagðist telja að það myndi brátt falla. Hann gengur þó ekki jafnlangt og hann hefur gert en hann hefur bæði hótað að þurrka Ísrael af kortinu og haldið því fram að helförin gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé uppspuni. 3.1.2007 22:33 Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg. 3.1.2007 22:04 Selja þjóðhetju í málmbræðslu Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn. 3.1.2007 21:37 Sjá næstu 50 fréttir
Demókratar við völd eftir 12 ár Demókratar tóku formlega völdin í Washington þegar meirihluti þeirra í báðum deildum Bandaríkjaþings sór embættiseið í dag. Nancy Pelosi varð fyrsta konan sem kjörin er forseti neðri deildarinnar, líkt og búist hafði verið við. Einnig var brotið blað í sögu þingsins þegar nýr þingmaður sór í fyrsta skipti embættiseið meö hönd á kóraninum en ekki biblíunni. 4.1.2007 19:46
Refsiábyrgð stjórnenda í samráðsmálum undirstrikuð Fyrirtæki verða beitt stjórnvaldssektum en starfsmenn þeirra sæta refsiábyrgð ef upp kemst um ólöglegt samráð fyrirtækja, samkvæmt tillögum nefndar á vegum forsætisráðherra. Þannig er refsiábyrgð stjórnenda undirstrikuð. Þá verður rannsóknarferli slíkra mála einfaldað frá því sem nú er. 4.1.2007 18:30
Milljón króna kennderí Ætla má að kostnaður við leit að manni í Hafnarfirði, sem skilaði sér ekki heim eftir að hafa farið út að viðra hundana sína, sé ekki undir einni milljón króna. Maðurinn fannst ölvaður í heimahúsi eftir um fimm klukkustunda leit. 4.1.2007 18:30
Um 50 flugumferðarstjórar ráðnir í dag Um fimmtíu flugumferðarstjórar, sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., óskuðu í dag eftir starfi þar. Þeir fyrstu mættu á vakt strax í morgun og viðbúnaðaráætlun var aflýst um hádegi. Flugumferðarstjórn er því komin í eðlilegt horf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur en hið opinbera hlutafélag, Flugstoðir, tóku við af Flugmálastjórn um áramótin. Sex flugumferðarstjórar voru komnir á biðlaun núna í janúar, þar á meðal formaður Félags flugumferðarstjóra, en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, mun það ekki valda vandkvæðum við ráðningar þeirra. Hún segir viðbúnaðaráætlunina hafa gengið vel við tilstuðlan þeirra starfsmanna sem stóðu vaktina. 4.1.2007 18:30
Vildu ekki Kaldalóns í kerskála Alcans Afkomendur Sigvalda Kaldalóns bönnuðu að jólalag hans, Aðfangadagskvöld jóla, yrði flutt í kerskála Alcan í áramótaauglýsingu fyrirtækisins. Þeir segja hann hafa verið einlægan náttúruverndarsinna. Málið þykir sýna hve mikill hiti er hlaupinn í andstöðu við stóriðjustefnu og stækkun álversins. 4.1.2007 18:30
Fagleg íslensk leyniþjónusta Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku. 4.1.2007 18:28
Á gjörgæslu eftir bílveltu Rússinn sem slasaðist í bílveltu í Kjósarskarði í dag liggur nú á gjörgæsludeild í Fossvogi. Hann er rifbeinsbrotinn og lemstraður en mun ekki vera í lífshættu. Fjórir samlandar hans sem voru með honum í bílnum eru minna slasaðir og fengu að fara heim eftir stutta heimsókn á slysadeild. 4.1.2007 18:19
Varað við óveðri undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Víðast hvar á þjóðvegum er hálka eða hálkublettir og snjókoma og éljagangur víða á fjallvegum. 4.1.2007 18:03
Egyptar mótmæla árásum á Ramallah Forseti Egyptalands mótmælti hernaðaraðgerðum Ísraela í palestínska bænum Ramallah á einkafundi sínum með Ehud Olmert , forsætisráðherra Ísraels í dag. Fundur Olmerts og Hosni Mubaraks í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh er tilraun til að stilla til friðar á svæðinu. Árásir Ísraela á Ramallah eru frekar sjaldgæfar. 4.1.2007 17:45
Spænska lögreglan finnur 100 kíló af sprengiefni Spænska lögreglan greindi frá því dag að hún hefði fundið 100 kíló af sprengiefni í baskneska bænum Atxondo. Telur hún að ETA, Aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi átt sprengiefnið en það fannst í gámi í bænum. 4.1.2007 17:07
Átök í Ramallah í dag Að minnsta kosti fjórir Paletínumenn létust og 20 særðust í aðgerðum Ísraelshers í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Markmið hersins var að sögn ísraelskra yfirvalda að handtaka eftirlýsta Palestínumenn en í brýnu sló á milli þeirra og herskárra Palestínumanna í miðborg Ramallah. 4.1.2007 16:47
Offitufaraldurinn er kominn til Noregs Eftir að sjö mismunandi rannsóknir í Noregi hafa verið bornar saman í einni risarannsókn kemur í ljós að fimmti hver Norðmaður er of feitur. Í rannsókninni voru yfir 300.000 þátttakendur á aldrinum 20 -75 ára. 4.1.2007 16:41
Tillögu um viðræður vegna leikskólagjalda vísað til SÍS Borgaráð vísaði tillögu Samfylkingarinnar um að hafnar yrðu viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í dag 4.1.2007 16:24
Lífslíkur Íslendinga aukast Meðalævilengd nýfæddrar stúlku er nú tæp 83 ár og drengs nærri 79 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þetta leiða nýir útreikningar Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga á lífslíkum Íslendinga í ljós en útreikningarnir miðast við reynslu áranna 2001 til 2005. 4.1.2007 15:55
Skipta fasteignagjöldum á milli sín Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík verður að öllum líkum staðsett innan landamarka sveitafélagsins Garðs. Gert er ráð fyrir að ker og steypuskálar verði á lóð sem tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins. 4.1.2007 15:45
Demókratar taka við stjórnvelinum á Capitol-hæð Nýkjörið Bandaríkjaþing kemur saman í fyrsta sinn í dag og þá verða það demókratar sem stjórna bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Eftir þingkosningar í nóvemer er Demókrataflokkurinn í fyrsta sinn í tólf ár með meirihluta í báðum deildum og ljóst þykir að erfiðara verður fyrir stjórn Bush Bandaríkjaforseta að koma málum í gegnum þingið. 4.1.2007 15:38
Flugumferðarstjórar flestir komnir til Flugstoða Hátt í fimmtíu þeirra fimmtíu og átta flugumferðarstjóra sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. hafa í dag ákveðið að ráða sig til starfa þar. 4.1.2007 15:29
Bílum um Hvalfjarðargöng fjölgar um 9% milli ára Á nýliðnu ári fóru tæplega 1,9 milljón ökutæki um Hvalfjarðargöngin en það er rúmlega 9 prósenta aukning frá árinu 2005. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns. Að meðaltali fóru um fimm þúsund ökutæki um göngin á hverjum sólarhring á síðasta ári. 4.1.2007 15:05
Samið um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviði lista Listaháskólinn og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviðum lista og listsköpunar. 4.1.2007 14:56
Varað við frekari sprengjutilræðum í Bangkok Yfirvöld í Taílandi hafa varað almenning við frekari sprengjuárásum líkum þeim sem gerðar voru á gamlárskvöld í höfuðborginni Bangkok. Þá sprungu átta sprengjur á stuttum tíma í höfuðborginni með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 30 særðust. 4.1.2007 14:29
Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi sem varð rétt fyrir klukkan tvö. Verið er að flytja hann og fjóra aðra á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahús en meiðsl hinna eru ekki talin alvarleg. 4.1.2007 14:27
Hótel í Osló kært vegna kynþáttamismununar Miðstöð gegn kynþáttahatri í Noregi hefur kært framferði forsvarsmanna hótels í Olsó til lögreglu eftir að hópi Kúbverja var neitað um gistingu á hótelinu. 4.1.2007 14:13
Spurt um fjárhagsleg samskipti borgar og Byrgisins Samfylkingin óskaði eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og Byrgisins á borgarráðsfundi í morgun, meðal annars hvernig einstaklingar sem þar hafa dvalið hafa verið studdir. 4.1.2007 13:56
Alvarlegt bílslys á Kjósarskarðsvegi Lögregla og sjúkralið eru nú á leið á Kjósarskarðsveg þar sem alvarlegt bílslys varð fyrir skömmu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað gerðist en Kjósarskarðsvegur er leiðin á milli Þingvallavegar og niður í Hvalfjörð. 4.1.2007 13:52
Hátt í sextíu látnir úr kulda í Bangladess Hátt í sextíu manns dáið úr kulda í norðurhluta Bangladess í vikunni, þar af um 40 í gær. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirvöldum á svæðinu. Flestir hinna látnu eru betlarar og heimilislausir. 4.1.2007 13:39
Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. 4.1.2007 13:35
Farþegaflugvél enn ófundin í Indónesíu Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af indónesísku farþegaflugvélinni sem saknað hefur verið frá því á nýársdag. Í morgun var greint frá því að ekkert neyðarkall hefði borist frá vélinni og engar vísbendingar væru um að vélarbilun hefði orðið. 4.1.2007 13:00
Bæjaryfirvöld á Akureyri sökuð um klíkuskap Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Plastáss á Akureyri sakar bæjaryfirvöld þar um hringlandahátt og klíkuskap í útboðsmálum bæjarins. Bæjaryfirvöld vísa slíku á bug. 4.1.2007 12:45
Umsókn um aðild að ESB gæti skapað aga í efnahagsmálum Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins telur að það geti komið nauðsynlegum aga á efnahagsmál þjóðarinnar, að fara í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur hagsveifluna hér á allt öðru róli en í nágrannalöndunum og þess vegna sé ekki hagstætt að hefja umsóknarferli nú. 4.1.2007 12:31
Hestamenn uggandi vegna tíðra slysa Hestamenn eru uggandi yfir alvarlegum og tíðum slysum á hestamönnum, nú síðast um helgina. Hópur lækna, lögfræðinga og hestamanna verður settur saman til að rýna í orsakir slysanna. 4.1.2007 12:30
Þeir síðustu verða fyrstir Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður veitti Lindaskóla í Kópavogi tveggja milljón króna styrk, nokkrum dögum áður en bæjarráð gekk að tillögu Þorsteins um að bæta við lóð við enda nýrrar götu í bænum. 4.1.2007 12:29
Hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum Borgarráð samþykkti í dag að auka afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi með því að hækka viðmiðunartekjur vegna þessa um 20 prósent milli áranna 2006 og 2007. 4.1.2007 12:28
Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í dag þegar Andri Óttarsson tók formlega við af Kjartani Gunnarssyni. Kjartan óskaði eftir því á síðasta ári að láta af störfum en hann hefur gegnt starfinu síðastliðin 26 ár. 4.1.2007 12:21
Gat ekki gefið skynsamlegar skýringar á hvarfi sínu Maðurinn sem leitað var að í nótt og í morgun kom í leitirnar um klukkan tíu í morgun og gat ekki gefið skynsamlega skýringu á hvarfi sínu. 4.1.2007 12:15
Viðbúnaðaráætlun Flugstoða aflýst um hádegisbilið Viðbúnaðaráætlun Flugstoða verður aflýst núna um hádegisbilið. Flugumferðarstjórar mættu á fyrstu vaktina rétt undir hádegið og flugumferð ætti að komast í samt lag strax í dag. 4.1.2007 12:00
Árið í fyrra blautt í Noregi Árið í fyrra var votviðrasamt í Noregi og gildir þá einu hvort horft er til höfuðborgarinnar Olsóar eða annara hluta landsins. Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins að mest úrkoma hafi fallið á síðustu fjórum mánuðum ársins en hún var alls 930 millímetrar í Olsó á síðasta ári. 4.1.2007 11:49
Maðurinn sem brenndist í eldsvoða í Ferjubakka er úr lífshættu Karlmaður sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 í nóvember er úr lífshættu og ástand hans er stöðugt. Hann er þó enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. 4.1.2007 11:49
Spá því að árið 2007 verði það heitasta frá upphafi mælinga Breskir veðurfræðingar spá því að árið 2007 verði það heitasta í heiminum frá því að mælingar hófust. Samkvæmt útreikningum eru 60 prósenta líkur á að árið verði jafnheitt eða heitara en metárið 1998. 4.1.2007 11:29
Darwin verðlaunin veitt Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts. 4.1.2007 11:25
Lag til minningar um Svandísi Þulu Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á www.frostid.is. 4.1.2007 11:15
Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag. 4.1.2007 10:43
Ólympíueldurinn skal upp á Everest Áður en kyndillinn með Ólympíueldinum kemur til Peking fyrir Ólympíuleikana 2008 mun leið hans liggja upp á hæsta tind á jörðinni, á Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum. Búið er að útbúa sérstaka öskju þar sem eldurinn getur brunnið þegar hann fer um súrefnissnautt háfjallaloftið. 3.1.2007 23:21
Ahmadinejad segir Ísraelsríki munu falla Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, réðst enn á ný gegn Ísraelsríki í ræðu sinni í dag og sagðist telja að það myndi brátt falla. Hann gengur þó ekki jafnlangt og hann hefur gert en hann hefur bæði hótað að þurrka Ísrael af kortinu og haldið því fram að helförin gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé uppspuni. 3.1.2007 22:33
Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg. 3.1.2007 22:04
Selja þjóðhetju í málmbræðslu Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn. 3.1.2007 21:37