Innlent

Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum

Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í dag þegar Andri Óttarsson tók formlega við af Kjartani Gunnarssyni. Kjartan óskaði eftir því á síðasta ári að láta af störfum en hann hefur gegnt starfinu síðastliðin 26 ár.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kom Andri Óttarsson til starfa á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í byrjun október og hefur starfað með fráfarandi framkvæmastjóra síðan.

Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á fundi formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde forsætisráðherra, og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, og nýjum og fráfarandi framkvæmdastjóra í Valhöll í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×