Innlent

Hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum

Borgarráð samþykkti í dag að auka afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi með því að hækka viðmiðunartekjur vegna þessa um 20 prósent milli áranna 2006 og 2007.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að gert sé ráð fyrir að 550 tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar til viðbótar muni þannig njóta afsláttar eða fullrar niðrufellingar á fasteignaskattio og holræsagjaldi í borginni. Alls muni njóti því 4700 ellilífeyrisþegar afsláttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×