Innlent

Bílum um Hvalfjarðargöng fjölgar um 9% milli ára

MYND/Pjetur

Á nýliðnu ári fóru tæplega 1,9 milljón ökutæki um Hvalfjarðargöngin en það er rúmlega 9 prósenta aukning frá árinu 2005. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns. Að meðaltali fóru um fimm þúsund ökutæki um göngin á hverjum sólarhring á síðasta ári.

Göngin voru hönnuð fyrir allt að fimm þúsund ökutæki að meðaltali á sólarhring svo umferðin á síðasta ári fór umfram það. Skessuhorn segir einnig frá því að við opnun ganganna árið 1998 hafi björtustu vonir forsvarsmanna fyrirtækisins gert ráð fyrir að meðalumferð á sólarhring um göngin yrði sautján hundruð ökutæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×