Innlent

Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi

MYND/GVA

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag.

Halldór var valinn til starfans í tengslum við þing Norðurlandaráðs í haust og hafði þar betur en Jan Erik-Enestam, umhverfisráðherra Finnlands, sem einnig sóttist eftir starfinu. Fram kemur á vef Norðurlandaráðs að Halldór boði engar kúvendingar í starfi ráðherranefndarinnar en fagni aukinni samstöðu á síðasta Norðurlandaráðsþingi um að styrkja norrænt samstarf.

Halldór mun í starfi sínu stýra 70 til 80 manna starfsliði á skrifstofunni í Kaupmannahöfn og meðal annars sjá um megnið af þeim fjármunum sem varið er beint til norræns samstarfs úr ríkissjóðum Norðurlandanna, en í fyrra námu fjárlög stofnunarinnar um tíu milljörðum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×