Innlent

Tillögu um viðræður vegna leikskólagjalda vísað til SÍS

MYND/GVA

Borgaráð vísaði tillögu Samfylkingarinnar um að hafnar yrðu viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í dag.

Samfylkingin vildi í tillögu sinni að borgarstjóra yrði falið að beita sér fyrir því að hefja þegar viðræður um að ríkið kæmi að lækkun leikskólagjalda þannig úr því fengist skorið hvort stuðningur ríkisins kæmi til við að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Var farið fram á að viðræðum yrði lokið hið fyrsta.

Fram kemur í fundargerð borgarráðs að tillögunni hafi verið vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×