Innlent

Lífslíkur Íslendinga aukast

Meðalævilengd nýfæddrar stúlku er nú tæp 83 ár og drengs nærri 79 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þetta leiða nýir útreikningar Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga á lífslíkum Íslendinga í ljós en útreikningarnir miðast við reynslu áranna 2001 til 2005.

Fram kemur í tilkynningu frá félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga að nýjar dánarlíkur verði meðal annars notaðar við uppgjör lífeyrissjóða í lok síðasta árs ásamt því að hafa áhrif á skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Áætlaður líftími 67 ára karls nú er 16,1 ár samanborið við slétt 16 ár í fyrri útreikningum og hjá konum er áætlaður líftími 18,9 ár samanborið við 18,3 áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×