Innlent

Skipta fasteignagjöldum á milli sín

Fyrirhugað álver í Helguvík.
Fyrirhugað álver í Helguvík.

Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík verður að öllu líkum staðsett innan landamarka sveitafélagsins Garðs. Gert er ráð fyrir að ker og steypuskálar verði á lóð sem tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins.

Samkvæmt drögum sem bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið bæjarstjóra að ganga frá verður fasteignagjöldum skipt á milli Garðs og Reykjanesbæjar.

Um er að ræða álver með allt að 250 tonna framleiðslugetu og mun það vera í sveitarfélögunum tveimur.

Þetta kemur fram á fram á fréttavef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×