Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu

Frá vettvangi bílveltunnar á Kjósarskarðsvegi.
Frá vettvangi bílveltunnar á Kjósarskarðsvegi. MYND/Stöð 2

Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi sem varð rétt fyrir klukkan tvö. Verið er að flytja hann og fjóra aðra á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahús en meiðsl hinna eru ekki talin alvarleg. Mennirnir eru allir rússneskir ferðamenn og voru á bílaleigubíl.

Þrír sjúkrabílar á vettvangi
Fimm slösuðust í bílveltunni, einn alvarlega.MYND/Stöð 2

Sá sem slasaðist mest var farþegi í aftursæti en fólkið er allt á fertugsaldri. Þrír sjúkrabílar fóru vettvang ásamt tækjabíl slökkviliðsins og lögreglunni.

Gríðarleg hálka er á veginum en Kjósarskarðsvegur er liggur frá Þingvallavegi og niður í Hvalfjörð. Bíllinn var á leið niður í Hvalfjörð þegar hann valt rétt norðan við bæinn Fellsenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×