Innlent

Viðbúnaðaráætlun Flugstoða aflýst um hádegisbilið

Viðbúnaðaráætlun Flugstoða verður aflýst núna um hádegisbilið. Flugumferðarstjórar mættu á fyrstu vaktina rétt undir hádegið og flugumferð ætti að komast í samt lag strax í dag.

Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra náðu sáttum klukkan sjö í gærkvöldi, sólarhring eftir að flugumferðarstjórar gengu af fundi vegna ágreinings um það hvort þeir mættu bera samkomulag milli stjórnanna undir félagsfund flugumferðastjóra. Samkomulagið var samþykkt á félagsfundi í gær og skrifað undir í gærkvöldi.

Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir að mikill straumur flugumferðastjóra hafi verið í Flugstjórnarmiðstöðina í morgun og búist er við að flestir þeirra ráði sig til hins nýja opinbera hlutafélags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×