Fleiri fréttir Eiturlyfjafíkn var óttanum yfirsterkari Þótt mikill ótti ríki meðal vændiskvenna í Ipswich, eftir morðin á fimm starfssystrum þeirra, halda þær áfram að falbjóða sig á götum úti. Lögreglan hefur aukið eftirlit í hverfi þeirra, en virðist ekki geta komið í veg fyrir að þær haldi áfram starfi sínu. 14.12.2006 12:08 Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. 14.12.2006 12:00 Atvinnuleysi eykst lítillega á milli október og nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 1,1 prósent og jókst lítillega milli mánaða samkvæmt tölum sem birtar eru á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi hafi aukist töluvert á landsbyggðinni en minnkað lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu. 14.12.2006 11:40 Vilja rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði Breiðafjarðarnefnd vill rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði og mögulegar ástæður fyrir fækkun þeirra. Nefndin hefur verndun Breiðafjarðar að markmiði og hefur hún óskað eftir fjármagni frá umhverfisráðuneytinu svo hægt sé að rannsaka ástandið. 14.12.2006 11:31 Áfrýjunarnefnd staðfestir úrskurð Samkeppniseftirlits í kæru Mjólku Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum og misnotað markaðsráðandi stöðu sína gangvart Mjólku með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu. 14.12.2006 11:18 Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. 14.12.2006 11:09 Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. 14.12.2006 10:58 Rúmenar teknir með fölsuð skilríki Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum. 14.12.2006 10:49 Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. 14.12.2006 10:38 Er morðinginn á bláum BMW? Breska lögreglan leitar nú að feitlögnum manni á bláum BMW sem er sagður hafa tekið eina af myrtu vændiskonunum í Ipswich upp í bílinn hjá sér og ekið með hana á brott. Lögreglan segist hafa býsnin öll af upplýsingum til þess að vinna úr. 14.12.2006 10:34 Íbúðalánasjóður áætlar að lána 52-59 milljarða á næsta ári Íbúðalánasjóður áætlar að lána á bilinu 52 -59 milljarða króna á næsta ári samkvæmt áætlun sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu átta til níu milljarðar sem er nokkur aukning frá árinu sem nú er að ljúka. 14.12.2006 10:24 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16 milljóna króna í sekt fyrir skattalaga-, bókhalds- og hegningarlagabrot í tengslum við eigin atvinnurekstur og við rekstur einkahlutafélags. 14.12.2006 10:08 95% verðmunur á sumum jólabókum Allt að 95% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í bókaverslunum og stórmörkuðum í dag miðvikudag. Office 1 var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 36 titlum af þeim 37 sem kannaðir voru. Á öllum titlum reyndist rúmlega 50% munur á hæsta og lægsta verði og í flestum tilvikum var verðmunurinn 60%-65%. Bókaverslunin Iða í Lækjargötu neitaði þátttöku í könnuninni. 13.12.2006 23:22 Verður að vara við þunglyndislyfjum Matvæla- og lyfjanefnd Bandaríkjanna ákvað í kvöld að þunglyndislyf skuli merkt með viðvörunum þess efnis að notkun þeirra geti aukið sjálfsvígshugsanir hjá notendum undir 25 ára aldri. Fyrir stendur á pakkningum lyfjanna að börnum og unglingum sé hættara við slíkum hugleiðingum með notkun lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru meðal annarra Zoloft og Prozac. 13.12.2006 23:15 Brúðkaupsplönin að bráðna Brúðkaupsplönin hafa verið sett á ís hjá nýsjálensku pari sem langar að gifta sig á ísjaka undan ströndum Nýja-Sjálands. Í fyrsta lagi er of hættulegt að lenda á ísjaka nógu lengi til að gifta hjónaleysin, þeir kollsteypast ótt og títt. Önnur hindrunin er lagaleg: væntanlegur lendingarstaður verður að vera innan við 12 sjómílur frá strönd landsins. 13.12.2006 23:02 Menntaskólinn við Sund mótmælir lokun íþróttahúss Menntaskólinn við Sund hefur sent Umhverfissviði Reykjavíkurborgar bréf vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins um tafarlausa lokun íþróttaaðstöðu skólans, sem Vogaskóli hefur haft til afnota. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Skólayfirvöld segja ákvörðunina í engu samræmi við tilefnið og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunaraðila. 13.12.2006 22:48 Kastró í þátíð Kúbverjar tala nú æ oftar um leiðtogann veika Fídel Kastró í þátíð, enda hefur hann ekki sést opinberlega frá því í júlílok. Þjóðin hefur ekki fengið að vita hvað ami að leiðtoga hennar eða hvar hann dveljist. Kastró, sem hefur verið við völd í tæplega hálfa öld, sá sér ekki fært að koma fram opinberlega við hátíðarhöld vegna síns eigin áttræðisafmælis nýverið. 13.12.2006 22:41 Guantanamo-fangi tapaði máli Salim Ahmed Hamdan, fangi í Guantanamo-fangabúðunum, sem vann mikilvægan dómssigur fyrir hæstarétti Bandaríkjanna í júní, tapaði í dag máli sínu gegn ríkinu. Alríkisdómari vísaði frá kröfunni um að varðhald hans í Guantanamo væri ólöglegt. Dómarinn vísaði í nýlega undirrituð lög um hryðjuverkamenn. 13.12.2006 21:41 Fangelsisdyrnar lokast á eftir Skilling Fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska orkufyrirtækisins Enron, sem fór á hausinn með háum hvelli árið 2001, hóf fangavist sína í dag í alríkisfangelsinu í Waseca í Minnesota. Hann er dæmdur í 24ra ára fangelsi fyrir hlut sinn í bókhaldssvindli og lygum að hluthöfum fyrirtækisins sem margir áttu allt sitt sparifé í Enron-bréfum. 13.12.2006 21:20 Danskur ráðherra segir af sér Lars Barfoed hefur sagt af sér sem fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, stuttu eftir að Danski þjóðarflokkurinn lýsti andstöðu við hann sem ráðherra og þar með er meirihluti þingmanna andsnúinn honum. Hann tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi sem hann boðaði til í kvöld. 13.12.2006 20:54 Dorrit er kona ársins í kjöri Nýs lífs Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs. Blaðið segir Dorriti vera glæsilegan fulltrúa lands og þjóðar og hún hafi þar að auki unnið ötult starf við velferðarmál. Þá hafi hún lagt sig fram um að efla og styðja við íslenska menningu og notað hvert tækifæri til að koma íslenskum listamönnum á framfæri. 13.12.2006 20:32 Forseti Kenía afþakkar launahækkun Forseti Kenía, Mwai Kibaki, hafnaði í dag launahækkun sem þingið hafði boðið honum sem hefði nær þrefaldað launaupphæð hans. Kibaki á fyrir umfangsmiklar eignir og viðskiptafyrirtæki og er margfaldur milljónamæringur, í þjóðfélagi þar sem margir þegna hans draga fram lífið á minna en einum Bandaríkjadal á dag. 13.12.2006 20:14 Íþróttahúsi Vogaskóla lokað vegna vanhirðu Íþróttahúsi sem Vogaskóli hefur til afnota hefur verið lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna vanhirðu. Vogaskóli leigir húsið af Menntaskólanum við Sund. Ekki er vitað hvað viðgerð tekur langan tíma en þar sem börnin eru að fara í jólafrí vonast skólastjórinn til að vankantar verði lagaðir á þeim tíma svo ekki þurfi að leita að nýju húsi. 13.12.2006 19:46 Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. 13.12.2006 19:45 Árekstur á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar Tveir bílar skullu saman á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar upp úr sjö í kvöld. Talið er að einhver meiðsl hafi orðið á fólki en lögregla er enn á staðnum og getur ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. Að minnsta kosti annar bílanna er mikið skemmdur. 13.12.2006 19:37 Nautakjötsframleiðsla eykst töluvert Framleiðsla nautakjöts jókst talsvert í nóvembermánuði, miðað við sama mánuð í fyrra. Alls var framleiðslan 373 tonn, sem er 13,4% aukning miðað við sama tímabil árið 2005. Fjöldi kálfa sem settir eru á hefur vaxið töluvert undanfarin misseri, sem skilar sér í auknu framboði núna. 13.12.2006 19:30 Ísraelar brjóta vopnahlé á Gaza Ísraelskir hermenn drápu palestínskan byssumann í dag, í fyrsta skipti síðan vopnahlé á Gaza milli Palestínumanna og Ísraela var samþykkt þann 26. nóvember síðastliðinn. Maðurinn var skotinn rétt við landamæragirðingu sjálfstjórnarsvæðisins. Hann var meðlimur í Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna. 13.12.2006 19:16 Samkynhneigðir njóti verndar í Færeyjum Færeyska lögþingið samþykkti í dag að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Frumvarpið fer til þriðju umræðu í næstu viku þar sem fastlega er búist við að það verði samþykkt. Sams konar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs. 13.12.2006 19:00 Hafnfirðingar kjósa fljótlega um stækkun álvers Líkur eru á að Hafnfirðingar greiði atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík innan fárra mánaða og jafnvel fyrir alþingiskosningarnar í vor. Samningar um sölu Landsvirkjunar á orku til álversins eru á lokastigi og sömuleiðis nýtt deiliskipulag fyrir stækkað álver. 13.12.2006 18:30 Olíuforstjórar ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum. 13.12.2006 18:30 Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. 13.12.2006 18:12 Grunaður fíkniefnasali handtekinn á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði lagði í gær hald á 50 grömm af hassi hjá rúmlega tvítugum manni. Maðurinn var í haldi í sólarhring vegna gruns um fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarnar vikur og mánuði. Annar maður var handtekinn í Reykjavík og yfirheyrður vegna sama máls. Málið telst upplýst. 13.12.2006 17:43 Titringur fyrir miðstjórnarfund frjálslyndra Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til miðstjórnarfundar á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag, þar sem búast má við heitum umræðum milli þeirra sem deilt hafa hvað harðast í flokknum að undanförnu. 13.12.2006 17:32 Fleiri erlendir ferðamenn um haust og vetur Komum erlendra ferðamanna til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 9,4% á fyrstu ellefu mánuðum ársins, miðað við í fyrra. Ferðamönnum fjölgar sérstaklega mikið á vetrar- og haustmánuðum. Í októbermánuði fjölgaði ferðamönnum um 18,6% og í nóvember um 36,4% miðað við sömu mánuði í fyrra. 13.12.2006 17:29 Bókhald Byrgisins áður til skoðunar Byrgið fékk áminningu eftir að Varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins lét taka út bókhald félagsins fyrir nokkrum árum. Félagsmálaráðuneytið segir engan grun um misferli fjár hjá Byrginu. 13.12.2006 17:29 OR kaupir hitaveituna í Skorradal Orkuveita Reykjavíkur skrifaði í dag undir kaup á hitaveitunni í Skorradal. OR eignast þar með borholu og viðeigandi búnað sem Skorradalshreppur átti og veitukerfi sem var í eigu Hitaveitu Skorradals ehf. Samanlagt kaupverð er 28 milljónir króna. en einnig yfirtekur OR áhvílandi skuldir að upphæð 26 milljónir. Orkuveitan tekur við rekstri hitaveitunnar um áramótin. 13.12.2006 17:20 Trausti Hafliðason nýr ritstjóri Blaðsins Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Trausti hefur verið fréttastjóri á Fréttablaðinu og hefur starfað hjá Fréttablaðinu frá árinu 2001. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1999-2001. Hann tekur við ritstjórastarfinu af Sigurjóni M. Egilssyni. 13.12.2006 17:13 Stefán Jón úr borgarstjórn til Namibíu Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu næstu tvö árin. Stefán Jón ætlar að óska eftir leyfi frá borgarstjórn á þessum tíma og taka við starfinu í byrjun næsta árs. 13.12.2006 16:49 Forstjórar olíufélaganna ákærðir Ákæra hefur verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar. 13.12.2006 16:22 Telur dóm ekki hafa fordæmisgildi Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður OLÍS, telur dóm héraðsdóms yfir stóru olíufélögunum þremur ekki hafa fordæmisgildi fyrir önnur mál sem hugsanlega komi á eftir. 13.12.2006 16:19 Hækkanir á heimaþjónustu dregnar til baka Ákveðið hefur verið að draga til baka hækkun sem fyrirhuguð var í byrjun næsta árs á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað þetta á fundi sínum í dag en 8,8% hækkun átti að koma til framkvæmdar 1. janúar 2007. 13.12.2006 16:18 Síbrotamaður fékk fimm ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Garðar Garðarson í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð. 13.12.2006 16:02 Curbishley nýr þjálfari West Ham Alan Curbishley hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sem er í eigu Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 13.12.2006 15:40 Saka Frakka um ódæðisverk í Rúanda Stjórnvöld í Rúanda hafa sakað franska hermenn um nauðganir og pyntingar í þjóðarmorðinu sem þar var framið árið 1994. Þau fullyrða einnig að Frakkar hafi þjálfað stjórnarherinn og lagt honum til stórskotalið. Frakkar segja hermenn sína ekkert rangt hafa gert. 13.12.2006 15:37 Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhald Edward Apeadu Koranteng karlmaður á þrítugsaldri, sem dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku í lok nóvember. 13.12.2006 15:16 Sjá næstu 50 fréttir
Eiturlyfjafíkn var óttanum yfirsterkari Þótt mikill ótti ríki meðal vændiskvenna í Ipswich, eftir morðin á fimm starfssystrum þeirra, halda þær áfram að falbjóða sig á götum úti. Lögreglan hefur aukið eftirlit í hverfi þeirra, en virðist ekki geta komið í veg fyrir að þær haldi áfram starfi sínu. 14.12.2006 12:08
Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. 14.12.2006 12:00
Atvinnuleysi eykst lítillega á milli október og nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 1,1 prósent og jókst lítillega milli mánaða samkvæmt tölum sem birtar eru á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi hafi aukist töluvert á landsbyggðinni en minnkað lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu. 14.12.2006 11:40
Vilja rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði Breiðafjarðarnefnd vill rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði og mögulegar ástæður fyrir fækkun þeirra. Nefndin hefur verndun Breiðafjarðar að markmiði og hefur hún óskað eftir fjármagni frá umhverfisráðuneytinu svo hægt sé að rannsaka ástandið. 14.12.2006 11:31
Áfrýjunarnefnd staðfestir úrskurð Samkeppniseftirlits í kæru Mjólku Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum og misnotað markaðsráðandi stöðu sína gangvart Mjólku með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu. 14.12.2006 11:18
Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. 14.12.2006 11:09
Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. 14.12.2006 10:58
Rúmenar teknir með fölsuð skilríki Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum. 14.12.2006 10:49
Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. 14.12.2006 10:38
Er morðinginn á bláum BMW? Breska lögreglan leitar nú að feitlögnum manni á bláum BMW sem er sagður hafa tekið eina af myrtu vændiskonunum í Ipswich upp í bílinn hjá sér og ekið með hana á brott. Lögreglan segist hafa býsnin öll af upplýsingum til þess að vinna úr. 14.12.2006 10:34
Íbúðalánasjóður áætlar að lána 52-59 milljarða á næsta ári Íbúðalánasjóður áætlar að lána á bilinu 52 -59 milljarða króna á næsta ári samkvæmt áætlun sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu átta til níu milljarðar sem er nokkur aukning frá árinu sem nú er að ljúka. 14.12.2006 10:24
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16 milljóna króna í sekt fyrir skattalaga-, bókhalds- og hegningarlagabrot í tengslum við eigin atvinnurekstur og við rekstur einkahlutafélags. 14.12.2006 10:08
95% verðmunur á sumum jólabókum Allt að 95% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í bókaverslunum og stórmörkuðum í dag miðvikudag. Office 1 var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 36 titlum af þeim 37 sem kannaðir voru. Á öllum titlum reyndist rúmlega 50% munur á hæsta og lægsta verði og í flestum tilvikum var verðmunurinn 60%-65%. Bókaverslunin Iða í Lækjargötu neitaði þátttöku í könnuninni. 13.12.2006 23:22
Verður að vara við þunglyndislyfjum Matvæla- og lyfjanefnd Bandaríkjanna ákvað í kvöld að þunglyndislyf skuli merkt með viðvörunum þess efnis að notkun þeirra geti aukið sjálfsvígshugsanir hjá notendum undir 25 ára aldri. Fyrir stendur á pakkningum lyfjanna að börnum og unglingum sé hættara við slíkum hugleiðingum með notkun lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru meðal annarra Zoloft og Prozac. 13.12.2006 23:15
Brúðkaupsplönin að bráðna Brúðkaupsplönin hafa verið sett á ís hjá nýsjálensku pari sem langar að gifta sig á ísjaka undan ströndum Nýja-Sjálands. Í fyrsta lagi er of hættulegt að lenda á ísjaka nógu lengi til að gifta hjónaleysin, þeir kollsteypast ótt og títt. Önnur hindrunin er lagaleg: væntanlegur lendingarstaður verður að vera innan við 12 sjómílur frá strönd landsins. 13.12.2006 23:02
Menntaskólinn við Sund mótmælir lokun íþróttahúss Menntaskólinn við Sund hefur sent Umhverfissviði Reykjavíkurborgar bréf vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins um tafarlausa lokun íþróttaaðstöðu skólans, sem Vogaskóli hefur haft til afnota. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Skólayfirvöld segja ákvörðunina í engu samræmi við tilefnið og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunaraðila. 13.12.2006 22:48
Kastró í þátíð Kúbverjar tala nú æ oftar um leiðtogann veika Fídel Kastró í þátíð, enda hefur hann ekki sést opinberlega frá því í júlílok. Þjóðin hefur ekki fengið að vita hvað ami að leiðtoga hennar eða hvar hann dveljist. Kastró, sem hefur verið við völd í tæplega hálfa öld, sá sér ekki fært að koma fram opinberlega við hátíðarhöld vegna síns eigin áttræðisafmælis nýverið. 13.12.2006 22:41
Guantanamo-fangi tapaði máli Salim Ahmed Hamdan, fangi í Guantanamo-fangabúðunum, sem vann mikilvægan dómssigur fyrir hæstarétti Bandaríkjanna í júní, tapaði í dag máli sínu gegn ríkinu. Alríkisdómari vísaði frá kröfunni um að varðhald hans í Guantanamo væri ólöglegt. Dómarinn vísaði í nýlega undirrituð lög um hryðjuverkamenn. 13.12.2006 21:41
Fangelsisdyrnar lokast á eftir Skilling Fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska orkufyrirtækisins Enron, sem fór á hausinn með háum hvelli árið 2001, hóf fangavist sína í dag í alríkisfangelsinu í Waseca í Minnesota. Hann er dæmdur í 24ra ára fangelsi fyrir hlut sinn í bókhaldssvindli og lygum að hluthöfum fyrirtækisins sem margir áttu allt sitt sparifé í Enron-bréfum. 13.12.2006 21:20
Danskur ráðherra segir af sér Lars Barfoed hefur sagt af sér sem fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, stuttu eftir að Danski þjóðarflokkurinn lýsti andstöðu við hann sem ráðherra og þar með er meirihluti þingmanna andsnúinn honum. Hann tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi sem hann boðaði til í kvöld. 13.12.2006 20:54
Dorrit er kona ársins í kjöri Nýs lífs Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs. Blaðið segir Dorriti vera glæsilegan fulltrúa lands og þjóðar og hún hafi þar að auki unnið ötult starf við velferðarmál. Þá hafi hún lagt sig fram um að efla og styðja við íslenska menningu og notað hvert tækifæri til að koma íslenskum listamönnum á framfæri. 13.12.2006 20:32
Forseti Kenía afþakkar launahækkun Forseti Kenía, Mwai Kibaki, hafnaði í dag launahækkun sem þingið hafði boðið honum sem hefði nær þrefaldað launaupphæð hans. Kibaki á fyrir umfangsmiklar eignir og viðskiptafyrirtæki og er margfaldur milljónamæringur, í þjóðfélagi þar sem margir þegna hans draga fram lífið á minna en einum Bandaríkjadal á dag. 13.12.2006 20:14
Íþróttahúsi Vogaskóla lokað vegna vanhirðu Íþróttahúsi sem Vogaskóli hefur til afnota hefur verið lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna vanhirðu. Vogaskóli leigir húsið af Menntaskólanum við Sund. Ekki er vitað hvað viðgerð tekur langan tíma en þar sem börnin eru að fara í jólafrí vonast skólastjórinn til að vankantar verði lagaðir á þeim tíma svo ekki þurfi að leita að nýju húsi. 13.12.2006 19:46
Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. 13.12.2006 19:45
Árekstur á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar Tveir bílar skullu saman á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar upp úr sjö í kvöld. Talið er að einhver meiðsl hafi orðið á fólki en lögregla er enn á staðnum og getur ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. Að minnsta kosti annar bílanna er mikið skemmdur. 13.12.2006 19:37
Nautakjötsframleiðsla eykst töluvert Framleiðsla nautakjöts jókst talsvert í nóvembermánuði, miðað við sama mánuð í fyrra. Alls var framleiðslan 373 tonn, sem er 13,4% aukning miðað við sama tímabil árið 2005. Fjöldi kálfa sem settir eru á hefur vaxið töluvert undanfarin misseri, sem skilar sér í auknu framboði núna. 13.12.2006 19:30
Ísraelar brjóta vopnahlé á Gaza Ísraelskir hermenn drápu palestínskan byssumann í dag, í fyrsta skipti síðan vopnahlé á Gaza milli Palestínumanna og Ísraela var samþykkt þann 26. nóvember síðastliðinn. Maðurinn var skotinn rétt við landamæragirðingu sjálfstjórnarsvæðisins. Hann var meðlimur í Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna. 13.12.2006 19:16
Samkynhneigðir njóti verndar í Færeyjum Færeyska lögþingið samþykkti í dag að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Frumvarpið fer til þriðju umræðu í næstu viku þar sem fastlega er búist við að það verði samþykkt. Sams konar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs. 13.12.2006 19:00
Hafnfirðingar kjósa fljótlega um stækkun álvers Líkur eru á að Hafnfirðingar greiði atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík innan fárra mánaða og jafnvel fyrir alþingiskosningarnar í vor. Samningar um sölu Landsvirkjunar á orku til álversins eru á lokastigi og sömuleiðis nýtt deiliskipulag fyrir stækkað álver. 13.12.2006 18:30
Olíuforstjórar ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum. 13.12.2006 18:30
Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. 13.12.2006 18:12
Grunaður fíkniefnasali handtekinn á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði lagði í gær hald á 50 grömm af hassi hjá rúmlega tvítugum manni. Maðurinn var í haldi í sólarhring vegna gruns um fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarnar vikur og mánuði. Annar maður var handtekinn í Reykjavík og yfirheyrður vegna sama máls. Málið telst upplýst. 13.12.2006 17:43
Titringur fyrir miðstjórnarfund frjálslyndra Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til miðstjórnarfundar á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag, þar sem búast má við heitum umræðum milli þeirra sem deilt hafa hvað harðast í flokknum að undanförnu. 13.12.2006 17:32
Fleiri erlendir ferðamenn um haust og vetur Komum erlendra ferðamanna til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 9,4% á fyrstu ellefu mánuðum ársins, miðað við í fyrra. Ferðamönnum fjölgar sérstaklega mikið á vetrar- og haustmánuðum. Í októbermánuði fjölgaði ferðamönnum um 18,6% og í nóvember um 36,4% miðað við sömu mánuði í fyrra. 13.12.2006 17:29
Bókhald Byrgisins áður til skoðunar Byrgið fékk áminningu eftir að Varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins lét taka út bókhald félagsins fyrir nokkrum árum. Félagsmálaráðuneytið segir engan grun um misferli fjár hjá Byrginu. 13.12.2006 17:29
OR kaupir hitaveituna í Skorradal Orkuveita Reykjavíkur skrifaði í dag undir kaup á hitaveitunni í Skorradal. OR eignast þar með borholu og viðeigandi búnað sem Skorradalshreppur átti og veitukerfi sem var í eigu Hitaveitu Skorradals ehf. Samanlagt kaupverð er 28 milljónir króna. en einnig yfirtekur OR áhvílandi skuldir að upphæð 26 milljónir. Orkuveitan tekur við rekstri hitaveitunnar um áramótin. 13.12.2006 17:20
Trausti Hafliðason nýr ritstjóri Blaðsins Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Trausti hefur verið fréttastjóri á Fréttablaðinu og hefur starfað hjá Fréttablaðinu frá árinu 2001. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1999-2001. Hann tekur við ritstjórastarfinu af Sigurjóni M. Egilssyni. 13.12.2006 17:13
Stefán Jón úr borgarstjórn til Namibíu Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu næstu tvö árin. Stefán Jón ætlar að óska eftir leyfi frá borgarstjórn á þessum tíma og taka við starfinu í byrjun næsta árs. 13.12.2006 16:49
Forstjórar olíufélaganna ákærðir Ákæra hefur verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar. 13.12.2006 16:22
Telur dóm ekki hafa fordæmisgildi Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður OLÍS, telur dóm héraðsdóms yfir stóru olíufélögunum þremur ekki hafa fordæmisgildi fyrir önnur mál sem hugsanlega komi á eftir. 13.12.2006 16:19
Hækkanir á heimaþjónustu dregnar til baka Ákveðið hefur verið að draga til baka hækkun sem fyrirhuguð var í byrjun næsta árs á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað þetta á fundi sínum í dag en 8,8% hækkun átti að koma til framkvæmdar 1. janúar 2007. 13.12.2006 16:18
Síbrotamaður fékk fimm ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Garðar Garðarson í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð. 13.12.2006 16:02
Curbishley nýr þjálfari West Ham Alan Curbishley hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sem er í eigu Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 13.12.2006 15:40
Saka Frakka um ódæðisverk í Rúanda Stjórnvöld í Rúanda hafa sakað franska hermenn um nauðganir og pyntingar í þjóðarmorðinu sem þar var framið árið 1994. Þau fullyrða einnig að Frakkar hafi þjálfað stjórnarherinn og lagt honum til stórskotalið. Frakkar segja hermenn sína ekkert rangt hafa gert. 13.12.2006 15:37
Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhald Edward Apeadu Koranteng karlmaður á þrítugsaldri, sem dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku í lok nóvember. 13.12.2006 15:16