Innlent

Atvinnuleysi eykst lítillega á milli október og nóvember

Atvinnuleysi í nóvember var 1,1 prósent og jókst lítillega milli mánaða samkvæmt tölum sem birtar eru á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi hafi aukist töluvert á landsbyggðinni en minnkað lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu.

Aukið atvinnuleysi á landsbyggðinni mælist alls staðar en er einna mest áberandi á Suðurnesjum þar sem áhrif uppsagna varnarliðsins eru nú að koma fram. Á heildina litið eykst atvinnuleysi karla lítið eitt meira en kvenna en munurinn er lítill.

Þá gerir efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítillega í desember líkt og undanfarin ár og geti farið í allt að 1,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×