Innlent

Stefán Jón úr borgarstjórn til Namibíu

Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein MYND/E.ÓL

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu næstu tvö árin. Stefán Jón ætlar að óska eftir leyfi frá borgarstjórn á þessum tíma og taka við starfinu í byrjun næsta árs.

Stefán Jón hefur setið í borgarstjórn frá árinu 2002, fyrst fyrir Reykjavíkurlistann og síðan fyrir Samfylkinguna. Stefán Jón hefur áður starfað í Afríku en hann var sendifulltrúi Alþjóðasambands Rauða kross félaga og Rauða kross Íslands í Genf og Afríku nokkrum sinnum á árunum 1985 til 1988.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×