Innlent

Dorrit er kona ársins í kjöri Nýs lífs

Dorrit Moussaieff er að auki einatt á listum yfir best klæddu konur Íslands og þykir smekkvís með eindæmum.
Dorrit Moussaieff er að auki einatt á listum yfir best klæddu konur Íslands og þykir smekkvís með eindæmum. MYND/Vilhelm Gunnarsson
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs.

Blaðið segir Dorriti vera glæsilegan fulltrúa lands og þjóðar og hún hafi þar að auki unnið ötult starf við velferðarmál. Þá hafi hún lagt sig fram um að efla og styðja við íslenska menningu og notað hvert tækifæri til að koma íslenskum listamönnum á framfæri.

Dorrit hlaut íslenskan ríkisborgararétt í júlí á þessu ári og segir í fréttatilkynningu frá Nýju lífi:

„Dorrit hefur tekist að vinna hug og hjarta þjóðarinnar, sem er afar stolt af sinni forsetafrú,“ og því notar tímaritið þetta tækifæri til að tjá stolt og þakklæti í verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×