Fleiri fréttir Útboð vegna þriðju kynslóð farsíma Póst- og fjarskiptastofnun býður innan skamms út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma. Gert er ráð fyrir að heimildirnar verði gefnar út í apríl á næsta ári en þær gilda í fimmtán ár. 13.12.2006 14:27 Berlingske Officin segir upp 350 manns Útgáfufyrirtækið Berlingske Officin hyggst segja upp 350 starfmönnum á næstu tveimur árum en það jafngildir áttunda hverjum starfsmanna. Þetta er gert vegna fjárhagsvanda félagsins. 13.12.2006 14:16 Frjálslyndir funda klukkan hálf sex Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag. Á fundinum verður fjallað um deilur sem staðið hafa meðal leiðtoga leiðtoga flokksins og um stöðu Margrétar Sverrisdóttur framkvæmdastjóra flokksins. 13.12.2006 14:08 Afhentu barnaskóla í Malaví Yfirvöld í Malaví fengu á dögunum afhentan formlega Malembo barnaskólann frá fulltrúum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Um fimm mánuði tók að byggja skólann en í honum eru tíu skólastofur. Malembo er fiskimannaþorp í suðurhluta Malaví en þar sinnir Þróunarsamvinnustofnun margvíslegum verkefnum með heimamönnum. 13.12.2006 13:50 Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. 13.12.2006 13:48 Mikill áhugi á lýtalækninganámi í Danmörku Umsóknum læknanema um framhaldsnám í lýtalækningum hefur fjölgað mikið í Danmörku undanfarin ár sem meðal annars má rekja til góðra atvinnuhorfa. Frá þessu greinir Nyhedsavisen. 13.12.2006 13:37 Dorrit Moussaieff valin kona ársins Dorri Moussaieff forsetafrú er kona ársins 2006 samkvæmt útnefndingu tímaritsins Nýs lífs. Þetta verður tilkynnt á samkomu í Iðusölum í Lækjargötu klukkan 19 í kvöld. 13.12.2006 13:18 Eignir lífeyrissjóðanna nálgast 1500 milljarða Eignir lífeyrissjóðanna námu 1.425 milljörðum króna í lok október og jukust um tæpa níu miljarða í mánuðinum. Frá þessu er greint í Morgunkorni Glitnis og vísað í tölur Seðlabankans. 13.12.2006 13:15 Góðar löggur Níu af hverjum tíu kvörtunum um framferði breskra lögregluþjóna, sem bornar voru fram á síðasta ári voru tilefnislausar, að mati sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem fær slíkar kvartanir til meðferðar. Kvörtunum fjölgar þó sífellt, og eru lögregluþjónum þyrnir í augum. 13.12.2006 13:15 Samkynhneigðir unnu sigur á færeyska lögþinginu Færeyska lögþingið hefur samþykkt, með 17 atkvæðum gegn 13, að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Samskonar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. 13.12.2006 13:08 Stefnir í netjól á Íslandi Það stefnir í netjól á Íslandi. Landsmenn kaupa jólagjafir sem aldrei fyrr í gegnum Netið, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir flutningskostnaði og gjöldum þegar pantað er. 13.12.2006 13:00 Gagnrýnir fjölgun í öryggissveitum Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, gagnrýndi í dag Mahmoud Abbas, forseta, fyrir að fjölga í liði öryggissveita á Gaza ströndinni. Hann sagði að rétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi væri að virða sigur Hamas í þingkosningunum, sem skiluðu þeim til valda. 13.12.2006 13:00 Aðeins sex vinnuslys við álverið á Reyðarfirði Aðeins sex skráningarskyld vinnuslys hafa orðið við byggingu álversins í Reyðarfirði frá upphafi samanborið við rúmlega þúsund vinnuslys við Kárahnjúkavirkjun. Árangurinn í Reyðarfirði er einsdæmi við mannvirkjagerð hér á landi. 13.12.2006 12:45 Stefnir í stríð í Sómalíu Allt stefnir í alvarleg stríðsátök í Sómalíu eftir að íslamskir skæruliðar umkringdu borgina Baidoa í suð-vestur Sómalíu í morgun. Þar hefur bráðabirgðastjórn landsins hreiðrað um sig. Stjórnvöld í Eþíópíu viðurkenna að þau hafa flutt hergögn til stjórnvalda síðustu daga auk þess sem liðsmenn í eþíópíska hernum eru sagðir bíða átekta, tilbúnir til átaka ef látið verði sverfa til stáls. 13.12.2006 12:30 Tveir bankar spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku, 21. desember næstkomandi. Þetta er þvert á fyrri spár bankanna sem gerðu ráð fyrir 25-50 punkta hækkun. 13.12.2006 12:29 Leitar logandi ljósi að raðmorðingja Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á Englandi. Óttast er að ódæðismaðurinn fremji annað morð áður en lögregla hefur hendur í hári hans. 13.12.2006 12:15 Ekkert lát á ofsaakstri ungra pilta Sautján ára unglingur var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan mældi hann á liðlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á Gullinbrú í Grafarvogi í nótt. Fimm 17 ára piltar hafa verið stöðvaðir vegna ofsaaksturs á nokkrum dögum. 13.12.2006 12:00 Afhentu ráðherrum Piparköku-Ísland Samtökin Framtíðaralandið stóð fyrir táknrænum gjörningi í morgun þegar þau afhentu bæði umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra piparköku í líki Íslands. Piparkökurnar verða til sölu nú fyrir jólin en með þeim vilja samtökin benda á að Ísland sé land stórkostlegra möguleika. 13.12.2006 11:43 Kópavogsbær kynnir skipulagshugmyndir á Kársnesi Kópavogsbær kynnir fyrir íbúum í kvöld nýjar hugmyndir um skipulag vestast á Kársnesi á svokölluðu endurbótasvæði. Nokkur styr hefur staðið um breytingarnar en bæjaryfirvöld í Kópavogi segja að með hugmyndunum sé verið að byggja svæðið upp á nýtt eftir að það hafi verið í niðurníðslu. 13.12.2006 11:28 Að minnsta kosti 17 fallnir í árásum í Írak í morgun Að minnsta kosti sautján hafa fallið í tveimur bílsprengjuárásum í Írak í morgun. Tíu létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi sjía í Bagdad-borg í morgun nærri stað þar sem verkamenn koma saman og leita vinnu. 13.12.2006 11:04 Tekjur 10 þúsund hjóna lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 Tekjur um 10 þúsund hjóna, eða fjórðungs þeirra hjóna sem greiddu einhverja vexti vegna íbúðkaupa, lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt útreikingum Fjármálaráðuneytisins. 13.12.2006 10:44 Hafa áhyggjur af næturgestum í sundlauginni Nokkuð hefur borið á því að óboðnir gestir hafi fengið sér sundsprett í sundlauginni á Neskaupstað, í skjóli nætur, þegar sundlaugin hefur verið lokuð. Íþrótta- og tómstundaráð Fjarðabyggðar hefur af þessu nokkrar áhyggjur þar sem sundfólkið er algjörlega eftirlitslaust á þessum tíma og enginn til að fylgjast með ef slys verða. 13.12.2006 10:40 Lofar Bandaríkjamönnum persónuvernd á ný Verðandi formaður laganefndar bandaríska þingsins lofaði í dag að berjast gegn því sem hann kallaði tilhneigingu Georges Bush til þess að fótum troða réttindi bandarískra þegna, í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. 13.12.2006 10:25 Dómsuppsaga í málum gegn olíufélögunum Dómar verða kveðnir upp í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. á hendur stóru olíufélögunum klukkan þrjú í dag. 13.12.2006 10:21 Morðingi Hariris var ekki líbanskur Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa dregið upp nokkuð grófa mynd af sjálfsmorðssprengjumanni sem myrti Rafik Hariri í gífurlegri sprengingu, út frá einni tönn og 33 ofurlitlum, skaðbrunnum húðflipum. Rannsóknarnefndin segir hann hafa verið á þrítugsaldri og að hann hafi ekki verið líbanskur. 12.12.2006 23:23 Ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka Samtökin Framtíðarlandið hafa bakað piparkökur í líki hins vogskorna Íslands til að punta upp á íslensk heimili fyrir jólin. Samtökin vekja með þessu athygli á því að framtíð Íslands er í okkar höndum og benda á að þeir sem eru gráðugir og vilja éta kökuna strax, þeir geta ekki um leið átt hana og notið hennar sem augnayndis yfir jólin. 12.12.2006 23:04 Ísraelar virða enn vopnahléð á Gaza Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í kvöld að Ísraelar hefðu ekki í hyggju að svara fyrir sig þó að Palestínumenn hafi skotið um 20 eldflaugum frá Gaza eftir að vopnahlé komst á þar þann 26. nóvember. Vopnaðir hópar á Gaza segja nýlegar árásir Ísraelshers gegn skæruliðum á Vesturbakka Jórdanar brot á vopnahlénu, þó það sé einungis í gildi á Gaza. 12.12.2006 22:38 Fuglesang á geimgöngu Fyrsti Svíinn sem hefur komið út í geiminn er nú á leið í spásértúr í geimgalla á 28 þúsund kílómetra hraða á sporbaug um jörðu. Christer Fuglesang, fer í kvöld við annan mann út fyrir geimstöðina, til að halda áfram að byggja hana, sem er megintilgangur ferðar geimskutlunnar Discovery. 12.12.2006 22:20 Aðgerðir lögreglu ekki dánarorsök Flest bendir til þess að maður sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl, hafi látist vegna áhrifa eiturlyfja, en aðgerðir lögreglumanna hafi ekki átt þar neinn hlut að máli. Þetta kom fram í tíu-fréttum fréttastofu sjónvarps. Endanleg niðurstaða mun líta dagsins ljós eftir um það bil þrjár vikur. 12.12.2006 22:08 Annan gagnrýnir allsherjarþingið Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi meðlimi allsherjarþings S.þ. í kvöld fyrir að bregðast ekki við vaxandi ofbeldi í átökum Ísraela og Palestínumanna. Hann flutti sitt síðasta ávarp um Miðausturlönd fyrir öryggisráðið í kvöld, þar sem hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri um áramótin. 12.12.2006 22:05 Öflugur jarðskjálfti á miklu dýpi nærri Indónesíu Öflugur neðansjávarjarðskjálfti hreyfði við norðausturhluta Indónesíu í kvöld en engin hætta er á flóðbylgju vegna þess hve djúpur sjórinn er þar sem skjálftinn á upptök sín. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter-kvarðanum og átti upptök sín um 252 kílómetra norðaustur af eyjunni Sulawesi, á 237 kílómetra dýpi undir yfirborði sjávar og jarðskorpunnar. 12.12.2006 21:27 Þrýstihópur um Lónsheiðargöng innan Samstöðu Baráttuhópur um göng undir Lónsheiði í stað núverandi vegstæðis um Hvalnes- og Þvottárskriður hefur verið stofnaður undir verndarvæng regnhlífarsamtakanna Samstöðu, að sögn fréttavefjarins horn.is. Samtökin sameina marga þrýstihópa sem berjast fyrir bættu umferðaröryggi á landinu. Þau voru upphaflega stofnuð til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. 12.12.2006 21:08 Rabbíinn vildi ljósastiku í jólaskreytingarnar Flugvallaryfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum tóku niður 14 jólatré eftir að rabbíi í borginni fór fram á risastórri sjö arma ljósastiku yrði bætt við jólaskreytingarnar. Trén voru sett upp aftur í gær eftir að rabbíinn fullvissaði flugvallarstjórnina um að hann myndi ekki þröngva gyðinglegum áhrifum inn í jólaljósin með dómsúrskurði. 12.12.2006 20:38 Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið. 12.12.2006 20:04 Kona flutt á slysadeild eftir veltu á Eyrarbakkavegi Kona var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að fólksbíll hennar valt nokkra hringi á Eyrarbakkavegi rétt upp úr sex í kvöld. Lögregla beitti klippum til að ná konunni út úr bílnum en hún var ein í bílnum. Hún stefndi í átt að Selfossi og var stödd um það bil miðja leið milli Eyrarbakka og Stekka. Lögreglan á Selfossi segir flughált á veginum. 12.12.2006 20:00 Jón H.B. afneitar ótrúverðugleika Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, telur af og frá að yfirmenn embættis Ríkislögreglustjóra hafi gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. 12.12.2006 19:54 Forseti Chile fylgdi Pinochet ekki til grafar Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var borinn til grafar í höfuðborginni, Santiago, í dag. Hann lést á sunnudaginn, 91 árs að aldri. 12.12.2006 19:25 220 milljónir í skólamáltíðir í Afríku Íslenska ríkið ætlar að leggja fram 220 milljónir króna næstu tvö árin til kaupa á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn í Úganda og Malaví. Það verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem gengur undir nafninu "Málsverður á menntavegi". 12.12.2006 19:21 Tónskáldasjóður stofnsettur Tónskáldasjóður 365 var stofnsettur í dag á degi íslenskrar tónlistar. Markmið sjóðsins er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar. Styrkir úr sjóðnum munu nema allt að 6 milljónum króna á ári. Að sjóðnum standa Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og 365 miðlar ehf. 12.12.2006 19:21 Landbúnaðarvörur hækka minna en vísitala neysluverðs Landbúnaðarvörur hafa lítið eða ekkert hækkað í verði frá bændum í ár, meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7% frá því í janúar. Bændasamtökin segja mjólkurvörur ekkert hafa hækkað í heildsölu á þessu ári og ávextir og grænmeti hafi hækkað minna en vísitala neysluverðs. Þessar vörur hafi því í raun lækkað í verði. 12.12.2006 19:04 Vestfirðingar buðu lægst í Djúpveg KNH á Ísafirði og Vestfirskir verktakar buðu lægst í gerð Djúpvegar um Mjóafjörð, Vatnsfjörð og Reykjanes en tilboð voru opnuð í dag. Þetta er stærsta vegagerð í fjórðungnum frá því Vestfjarðagöngum lauk og felst meðal annars í gerð svipmikillar stálbogabrúar yfir Mjóafjörð. Þegaar verkinu lýkur eftir 2 ár verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðar og Hólmavíkur. 12.12.2006 18:45 Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. 12.12.2006 18:45 Orð Olmerts sögð rangtúlkuð Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. 12.12.2006 18:45 Nauðgaði fjórtán ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Nauðgunin átti sér stað á síðasta ári en fyrir hálfum mánuði var maðurinn kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku. 12.12.2006 18:44 Mikil aukning ríkisútgjalda Umsvif ríkisins hafa á síðasta áratug aukist að jafnaði um eina milljón króna að raungildi á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Á næsta ári verður gefið enn meira í, en nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyrir 52 milljarða króna útgjaldaaukningu frá síðustu fjárlögum. 12.12.2006 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Útboð vegna þriðju kynslóð farsíma Póst- og fjarskiptastofnun býður innan skamms út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma. Gert er ráð fyrir að heimildirnar verði gefnar út í apríl á næsta ári en þær gilda í fimmtán ár. 13.12.2006 14:27
Berlingske Officin segir upp 350 manns Útgáfufyrirtækið Berlingske Officin hyggst segja upp 350 starfmönnum á næstu tveimur árum en það jafngildir áttunda hverjum starfsmanna. Þetta er gert vegna fjárhagsvanda félagsins. 13.12.2006 14:16
Frjálslyndir funda klukkan hálf sex Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag. Á fundinum verður fjallað um deilur sem staðið hafa meðal leiðtoga leiðtoga flokksins og um stöðu Margrétar Sverrisdóttur framkvæmdastjóra flokksins. 13.12.2006 14:08
Afhentu barnaskóla í Malaví Yfirvöld í Malaví fengu á dögunum afhentan formlega Malembo barnaskólann frá fulltrúum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Um fimm mánuði tók að byggja skólann en í honum eru tíu skólastofur. Malembo er fiskimannaþorp í suðurhluta Malaví en þar sinnir Þróunarsamvinnustofnun margvíslegum verkefnum með heimamönnum. 13.12.2006 13:50
Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. 13.12.2006 13:48
Mikill áhugi á lýtalækninganámi í Danmörku Umsóknum læknanema um framhaldsnám í lýtalækningum hefur fjölgað mikið í Danmörku undanfarin ár sem meðal annars má rekja til góðra atvinnuhorfa. Frá þessu greinir Nyhedsavisen. 13.12.2006 13:37
Dorrit Moussaieff valin kona ársins Dorri Moussaieff forsetafrú er kona ársins 2006 samkvæmt útnefndingu tímaritsins Nýs lífs. Þetta verður tilkynnt á samkomu í Iðusölum í Lækjargötu klukkan 19 í kvöld. 13.12.2006 13:18
Eignir lífeyrissjóðanna nálgast 1500 milljarða Eignir lífeyrissjóðanna námu 1.425 milljörðum króna í lok október og jukust um tæpa níu miljarða í mánuðinum. Frá þessu er greint í Morgunkorni Glitnis og vísað í tölur Seðlabankans. 13.12.2006 13:15
Góðar löggur Níu af hverjum tíu kvörtunum um framferði breskra lögregluþjóna, sem bornar voru fram á síðasta ári voru tilefnislausar, að mati sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem fær slíkar kvartanir til meðferðar. Kvörtunum fjölgar þó sífellt, og eru lögregluþjónum þyrnir í augum. 13.12.2006 13:15
Samkynhneigðir unnu sigur á færeyska lögþinginu Færeyska lögþingið hefur samþykkt, með 17 atkvæðum gegn 13, að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Samskonar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. 13.12.2006 13:08
Stefnir í netjól á Íslandi Það stefnir í netjól á Íslandi. Landsmenn kaupa jólagjafir sem aldrei fyrr í gegnum Netið, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir flutningskostnaði og gjöldum þegar pantað er. 13.12.2006 13:00
Gagnrýnir fjölgun í öryggissveitum Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, gagnrýndi í dag Mahmoud Abbas, forseta, fyrir að fjölga í liði öryggissveita á Gaza ströndinni. Hann sagði að rétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi væri að virða sigur Hamas í þingkosningunum, sem skiluðu þeim til valda. 13.12.2006 13:00
Aðeins sex vinnuslys við álverið á Reyðarfirði Aðeins sex skráningarskyld vinnuslys hafa orðið við byggingu álversins í Reyðarfirði frá upphafi samanborið við rúmlega þúsund vinnuslys við Kárahnjúkavirkjun. Árangurinn í Reyðarfirði er einsdæmi við mannvirkjagerð hér á landi. 13.12.2006 12:45
Stefnir í stríð í Sómalíu Allt stefnir í alvarleg stríðsátök í Sómalíu eftir að íslamskir skæruliðar umkringdu borgina Baidoa í suð-vestur Sómalíu í morgun. Þar hefur bráðabirgðastjórn landsins hreiðrað um sig. Stjórnvöld í Eþíópíu viðurkenna að þau hafa flutt hergögn til stjórnvalda síðustu daga auk þess sem liðsmenn í eþíópíska hernum eru sagðir bíða átekta, tilbúnir til átaka ef látið verði sverfa til stáls. 13.12.2006 12:30
Tveir bankar spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku, 21. desember næstkomandi. Þetta er þvert á fyrri spár bankanna sem gerðu ráð fyrir 25-50 punkta hækkun. 13.12.2006 12:29
Leitar logandi ljósi að raðmorðingja Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á Englandi. Óttast er að ódæðismaðurinn fremji annað morð áður en lögregla hefur hendur í hári hans. 13.12.2006 12:15
Ekkert lát á ofsaakstri ungra pilta Sautján ára unglingur var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan mældi hann á liðlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á Gullinbrú í Grafarvogi í nótt. Fimm 17 ára piltar hafa verið stöðvaðir vegna ofsaaksturs á nokkrum dögum. 13.12.2006 12:00
Afhentu ráðherrum Piparköku-Ísland Samtökin Framtíðaralandið stóð fyrir táknrænum gjörningi í morgun þegar þau afhentu bæði umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra piparköku í líki Íslands. Piparkökurnar verða til sölu nú fyrir jólin en með þeim vilja samtökin benda á að Ísland sé land stórkostlegra möguleika. 13.12.2006 11:43
Kópavogsbær kynnir skipulagshugmyndir á Kársnesi Kópavogsbær kynnir fyrir íbúum í kvöld nýjar hugmyndir um skipulag vestast á Kársnesi á svokölluðu endurbótasvæði. Nokkur styr hefur staðið um breytingarnar en bæjaryfirvöld í Kópavogi segja að með hugmyndunum sé verið að byggja svæðið upp á nýtt eftir að það hafi verið í niðurníðslu. 13.12.2006 11:28
Að minnsta kosti 17 fallnir í árásum í Írak í morgun Að minnsta kosti sautján hafa fallið í tveimur bílsprengjuárásum í Írak í morgun. Tíu létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi sjía í Bagdad-borg í morgun nærri stað þar sem verkamenn koma saman og leita vinnu. 13.12.2006 11:04
Tekjur 10 þúsund hjóna lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 Tekjur um 10 þúsund hjóna, eða fjórðungs þeirra hjóna sem greiddu einhverja vexti vegna íbúðkaupa, lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt útreikingum Fjármálaráðuneytisins. 13.12.2006 10:44
Hafa áhyggjur af næturgestum í sundlauginni Nokkuð hefur borið á því að óboðnir gestir hafi fengið sér sundsprett í sundlauginni á Neskaupstað, í skjóli nætur, þegar sundlaugin hefur verið lokuð. Íþrótta- og tómstundaráð Fjarðabyggðar hefur af þessu nokkrar áhyggjur þar sem sundfólkið er algjörlega eftirlitslaust á þessum tíma og enginn til að fylgjast með ef slys verða. 13.12.2006 10:40
Lofar Bandaríkjamönnum persónuvernd á ný Verðandi formaður laganefndar bandaríska þingsins lofaði í dag að berjast gegn því sem hann kallaði tilhneigingu Georges Bush til þess að fótum troða réttindi bandarískra þegna, í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. 13.12.2006 10:25
Dómsuppsaga í málum gegn olíufélögunum Dómar verða kveðnir upp í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. á hendur stóru olíufélögunum klukkan þrjú í dag. 13.12.2006 10:21
Morðingi Hariris var ekki líbanskur Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa dregið upp nokkuð grófa mynd af sjálfsmorðssprengjumanni sem myrti Rafik Hariri í gífurlegri sprengingu, út frá einni tönn og 33 ofurlitlum, skaðbrunnum húðflipum. Rannsóknarnefndin segir hann hafa verið á þrítugsaldri og að hann hafi ekki verið líbanskur. 12.12.2006 23:23
Ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka Samtökin Framtíðarlandið hafa bakað piparkökur í líki hins vogskorna Íslands til að punta upp á íslensk heimili fyrir jólin. Samtökin vekja með þessu athygli á því að framtíð Íslands er í okkar höndum og benda á að þeir sem eru gráðugir og vilja éta kökuna strax, þeir geta ekki um leið átt hana og notið hennar sem augnayndis yfir jólin. 12.12.2006 23:04
Ísraelar virða enn vopnahléð á Gaza Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í kvöld að Ísraelar hefðu ekki í hyggju að svara fyrir sig þó að Palestínumenn hafi skotið um 20 eldflaugum frá Gaza eftir að vopnahlé komst á þar þann 26. nóvember. Vopnaðir hópar á Gaza segja nýlegar árásir Ísraelshers gegn skæruliðum á Vesturbakka Jórdanar brot á vopnahlénu, þó það sé einungis í gildi á Gaza. 12.12.2006 22:38
Fuglesang á geimgöngu Fyrsti Svíinn sem hefur komið út í geiminn er nú á leið í spásértúr í geimgalla á 28 þúsund kílómetra hraða á sporbaug um jörðu. Christer Fuglesang, fer í kvöld við annan mann út fyrir geimstöðina, til að halda áfram að byggja hana, sem er megintilgangur ferðar geimskutlunnar Discovery. 12.12.2006 22:20
Aðgerðir lögreglu ekki dánarorsök Flest bendir til þess að maður sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl, hafi látist vegna áhrifa eiturlyfja, en aðgerðir lögreglumanna hafi ekki átt þar neinn hlut að máli. Þetta kom fram í tíu-fréttum fréttastofu sjónvarps. Endanleg niðurstaða mun líta dagsins ljós eftir um það bil þrjár vikur. 12.12.2006 22:08
Annan gagnrýnir allsherjarþingið Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi meðlimi allsherjarþings S.þ. í kvöld fyrir að bregðast ekki við vaxandi ofbeldi í átökum Ísraela og Palestínumanna. Hann flutti sitt síðasta ávarp um Miðausturlönd fyrir öryggisráðið í kvöld, þar sem hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri um áramótin. 12.12.2006 22:05
Öflugur jarðskjálfti á miklu dýpi nærri Indónesíu Öflugur neðansjávarjarðskjálfti hreyfði við norðausturhluta Indónesíu í kvöld en engin hætta er á flóðbylgju vegna þess hve djúpur sjórinn er þar sem skjálftinn á upptök sín. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter-kvarðanum og átti upptök sín um 252 kílómetra norðaustur af eyjunni Sulawesi, á 237 kílómetra dýpi undir yfirborði sjávar og jarðskorpunnar. 12.12.2006 21:27
Þrýstihópur um Lónsheiðargöng innan Samstöðu Baráttuhópur um göng undir Lónsheiði í stað núverandi vegstæðis um Hvalnes- og Þvottárskriður hefur verið stofnaður undir verndarvæng regnhlífarsamtakanna Samstöðu, að sögn fréttavefjarins horn.is. Samtökin sameina marga þrýstihópa sem berjast fyrir bættu umferðaröryggi á landinu. Þau voru upphaflega stofnuð til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. 12.12.2006 21:08
Rabbíinn vildi ljósastiku í jólaskreytingarnar Flugvallaryfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum tóku niður 14 jólatré eftir að rabbíi í borginni fór fram á risastórri sjö arma ljósastiku yrði bætt við jólaskreytingarnar. Trén voru sett upp aftur í gær eftir að rabbíinn fullvissaði flugvallarstjórnina um að hann myndi ekki þröngva gyðinglegum áhrifum inn í jólaljósin með dómsúrskurði. 12.12.2006 20:38
Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið. 12.12.2006 20:04
Kona flutt á slysadeild eftir veltu á Eyrarbakkavegi Kona var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að fólksbíll hennar valt nokkra hringi á Eyrarbakkavegi rétt upp úr sex í kvöld. Lögregla beitti klippum til að ná konunni út úr bílnum en hún var ein í bílnum. Hún stefndi í átt að Selfossi og var stödd um það bil miðja leið milli Eyrarbakka og Stekka. Lögreglan á Selfossi segir flughált á veginum. 12.12.2006 20:00
Jón H.B. afneitar ótrúverðugleika Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, telur af og frá að yfirmenn embættis Ríkislögreglustjóra hafi gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. 12.12.2006 19:54
Forseti Chile fylgdi Pinochet ekki til grafar Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var borinn til grafar í höfuðborginni, Santiago, í dag. Hann lést á sunnudaginn, 91 árs að aldri. 12.12.2006 19:25
220 milljónir í skólamáltíðir í Afríku Íslenska ríkið ætlar að leggja fram 220 milljónir króna næstu tvö árin til kaupa á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn í Úganda og Malaví. Það verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem gengur undir nafninu "Málsverður á menntavegi". 12.12.2006 19:21
Tónskáldasjóður stofnsettur Tónskáldasjóður 365 var stofnsettur í dag á degi íslenskrar tónlistar. Markmið sjóðsins er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar. Styrkir úr sjóðnum munu nema allt að 6 milljónum króna á ári. Að sjóðnum standa Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og 365 miðlar ehf. 12.12.2006 19:21
Landbúnaðarvörur hækka minna en vísitala neysluverðs Landbúnaðarvörur hafa lítið eða ekkert hækkað í verði frá bændum í ár, meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7% frá því í janúar. Bændasamtökin segja mjólkurvörur ekkert hafa hækkað í heildsölu á þessu ári og ávextir og grænmeti hafi hækkað minna en vísitala neysluverðs. Þessar vörur hafi því í raun lækkað í verði. 12.12.2006 19:04
Vestfirðingar buðu lægst í Djúpveg KNH á Ísafirði og Vestfirskir verktakar buðu lægst í gerð Djúpvegar um Mjóafjörð, Vatnsfjörð og Reykjanes en tilboð voru opnuð í dag. Þetta er stærsta vegagerð í fjórðungnum frá því Vestfjarðagöngum lauk og felst meðal annars í gerð svipmikillar stálbogabrúar yfir Mjóafjörð. Þegaar verkinu lýkur eftir 2 ár verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðar og Hólmavíkur. 12.12.2006 18:45
Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. 12.12.2006 18:45
Orð Olmerts sögð rangtúlkuð Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. 12.12.2006 18:45
Nauðgaði fjórtán ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Nauðgunin átti sér stað á síðasta ári en fyrir hálfum mánuði var maðurinn kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku. 12.12.2006 18:44
Mikil aukning ríkisútgjalda Umsvif ríkisins hafa á síðasta áratug aukist að jafnaði um eina milljón króna að raungildi á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Á næsta ári verður gefið enn meira í, en nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyrir 52 milljarða króna útgjaldaaukningu frá síðustu fjárlögum. 12.12.2006 18:40