Innlent

Íþróttahúsi Vogaskóla lokað vegna vanhirðu

Vogaskóli og nemendur hans.
Vogaskóli og nemendur hans. MYND/Pjetur Sigurðsson

Íþróttahúsi sem Vogaskóli hefur til afnota hefur verið lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna bágs ástands hússins. Vogaskóli leigir húsið af Menntaskólanum við Sund. Ekki er vitað hvað viðgerð tekur langan tíma en svo vill til að börnin eru að fara í jólafrí og vonast skólastjórinn til að vankantar verði lagaðir á þeim tíma svo ekki þurfi að leita að nýju húsi.

Að sögn skólastjóra Vogaskóla, Guðbjargar Halldórsdóttur, er það leigusalinn, Menntaskólinn við Sund, sem er ábyrgur fyrir viðhaldi hússins. Eftir því sem fram kemur í frétt hjá RÚV liggja rafmagnsleiðslur á glámbekk og rimlar voru brotnir. Ofan á þetta bættust almenn óhreinindi og lét heilbrigðiseftirlitið því loka húsinu. Skólayfirvöld höfðu þó ekki kvartað yfir ástandi hússins, heldur var þetta reglubundið eftirlit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×