Innlent

Titringur fyrir miðstjórnarfund frjálslyndra

Margrét Sverrisdóttir og Ólafur F. Magnússon fyrir fundinn.
Margrét Sverrisdóttir og Ólafur F. Magnússon fyrir fundinn. MYND/Stöð 2

Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til miðstjórnarfundar á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag, þar sem búast má við heitum umræðum milli þeirra sem deilt hafa hvað harðast í flokknum að undanförnu.

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði fyrir fundinn að hún myndi hvorki tilkynna þar um framboð til einstakra embætta innan flokksins, sem kosið verður til á landsfundi í lok janúar, né hvort og þá hvar hún gefi kost á sér á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. En hún hefur ekki útilokað að hún bjóði sig fram til varaformanns, gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, núverandi varaformanni, en þau hafa tekist mjög á innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×