Fleiri fréttir 20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. 23.5.2006 16:51 Kveikt var í sinu við Egilshöll Kveikt var í sinu við Egilshöll á fjórða tímanum í dag. Að sögn Slökkviliðsins þá er ekki um stóran bruna að ræða en mikill reykur var á staðnum. Sinan var kveikt á opnu svæði fyrir aftan Egilshöll og eru slökkviliðsmenn á staðnum. 23.5.2006 15:58 Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. 23.5.2006 14:15 Heildarkostnaður RÚV 19 milljónir Heildarkostnaður Ríkisútvarpsins við þátttöku og útsendingar frá undanúrslitum og úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aþenu nam um 19 milljónum króna segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 23.5.2006 14:09 Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. 23.5.2006 13:46 Greiningardeild Glitnis mælir með KB banka Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á KB banka. Verðmatsgengi á KB banka hefur verið lækkað úr 1.014 í 979 kr. á hlut. Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í KB banka. 23.5.2006 12:56 Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. 23.5.2006 12:29 Framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar stöðvuð Samkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið stöðvuð af kærunefnd útboðsmála. Um 18 arkitektastofur kærðu útboðið til nefndarinnar. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur á óvart segir borgarstjóri. 23.5.2006 12:26 Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi og víða hálka. Sums staðar hefur verði þæfingsfærð í morgun og eru vegagerðarmenn að störfum á öllum þessum svæðum við að hreinsa snjó af vegum. 23.5.2006 12:24 Stór byggingakrani sporðreistist í Öskjuhlíð Stór byggingakrani sporðreistist á byggingarsvæði við Keiluhöllina í Öskjuhlíð í morgun. Verið er að byggja við Keiluhöllina og mun kranastjórinn hafa teygt um of á bómu kranans með þeim afleiðingum að hann reis upp á endann. Engin slys urðu á fólki. Talið er að það þurfi tvo svipaða krana til að rétta kranann við. 23.5.2006 12:23 Auglýstu störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi Hátt í þrjátíu manns á Filippseyjum hafa höfðað mál á hendur fyrirtæki þar í landi fyrir að auglýsa störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi. Talið er að fyrirtækið hafi haft nærri níu milljónir króna af fólkinu með svikastarfsemi. Fyrirtækið sem um ræðir nefnist Cebu Manpower Corporation. 23.5.2006 12:21 Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans að því er heimildarmenn fréttastofu herma. Samningurinn verður kynntur á blaðamannafundi síðar í dag en upphaflega ætluðu nýútskriftaðir hjúkrunarfræðingar ekki að ráða sig til starfa við spítalann vegna launanna. 23.5.2006 12:19 TF-LÍF enn biluð Stóra þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er enn biluð og hefur þá verið frá í viku, að minnsta kosti. Litla þyrlan, TF SIF, er enn í Noregi, þar sem unnið er að endurbótum á henni. Þyrlur Gæslunnar hafa verið óflughæfar samtímis fimmta hvern dag frá áramótum. Þá daga hefur þurft að treysta alfarið á þyrlur varnarliðsins eða dönsku strandgæslunnar. 23.5.2006 12:16 Yfirdráttarlán heimilanna aukist um milljarð á mánuði Yfirdráttarlán heimilanna hafa aukist um milljarð á mánuði síðastliðna tólf mánuði. Þau bera hærri vexti en þekkjast í öllum vestrænum hagkerfum og greiða íslensk heimili nú um það bil 15 milljarða króna í yfirdráttarvexti á ári. 23.5.2006 12:15 Efling veiðarfærarannsókna á Ísafirði Kynningarfundur um veiðarfærarannsóknir við Ísland var haldinn föstudaginn 19. maí í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, þar sem miðstöð rannsóknanna er á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Á fundinum var ráðinn nýr veiðarfærasérfræðingur að stofnuninni, Ólafur Arnar Ingólfsson. 23.5.2006 10:54 VÍS dæmt til að greiða konu skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Vátryggingafélag Íslands í morgun til að greiða konu tæplega 1,2 miljónir króna í bætur vegna umferðarslyss sem hún lenti í nóvember í árið 1995. 23.5.2006 10:43 Mörgæsir snúa til síns heima Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn. 23.5.2006 09:30 Ölvuð á Miklubraut Ölvuð 17 ára stúlka á Vespu mótorhjóli var stöðvuð á Miklubraut undir morgun og færð í blóðprufu. Ferðir Vespu á þessum tíma sólarhirngs vöktu athygli lögreglumanna , sem ákváðu að kanna málið nánar og kom þá hið sanna í ljós 23.5.2006 09:00 Einn af leiðtogum Hamas handtekinn Einn af meintum herskáum leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar var handekinn í morgun. Ísraelski herinn segir hermenn hafa farið inn í bæinn Ramallah þar sem þeir hafi náð Ibrahim Hammad. 23.5.2006 08:48 Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. 23.5.2006 08:30 Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð. 23.5.2006 08:15 Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. 23.5.2006 08:03 Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega 55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar. 23.5.2006 08:02 Reyna að dæla vatni úr námunni Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári. 23.5.2006 08:00 Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. 22.5.2006 22:53 Nýtt bóluefni við fuglaflensu Vísindamenn hafa þróað bóluefni sem gæti orðið handhægt tæki í baráttunni við H5N1 fuglaflensu. Þeir segja þó rétt að geta þess að efnið gagnist mannfólkinu ekki til að forðast smit. 22.5.2006 22:30 Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.5.2006 22:11 Lordi-torg í Rovaniemi Finnar ráða sér vart af kæti yfir árangri finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina. Borgaryfirvöld í Rovaniemi, heimabæ hljómsveitarinnar, hafa ákveðið að nefna torg í miðri borginni í höfuðið á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar vinna sigur í þessari keppni og hafa þeir oft hlotið fremur háðuglega útreið og jafnan rekið lestina. Það má því segja að Finnar hafi fengið uppreisn æru, og vel það, þegar skrímslarokkssveitin Lordi fór með sigur af hólmi í keppninni í Aþenu á laugardaginn, og það með fáheyrðum fjölda stiga sem voru nærri því þrjú hundruð. Finnar hafa fagnað árangrinum en voru margir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvað áhrif flutningur Lordanna á laginu Hard Rock Hallelujah myndi hafa á ímynd landsins. Bæði Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra, hafa óskað rokkurunum til hamingju með árangurinn. Borgarstjórinn í Rovaniemi í Lapplandi sagði í dag að borgaryfirvöld vildu heiðra þessa frægu syni sína með því að nefna torg í miðborginni eftir hljómsveitinni. Torgið verður hluti af nýrri borgarmynd sem er verið að skipuleggja en auk Lordanna státar Rovaniemi sig af raunverulegu heimili jólasveinsins. 22.5.2006 22:00 Sambandssinnar vilja endurtalningu Sambandssinnar í Svarfjallalandi krefjast þess að atkvæði verði talin að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Svartfellingar samþykktu með naumum meirihluta í gær að segja sig úr lögum við Serba. Kosningaeftirlitsmenn segja ekkert við framkvæmd kosninganna sem þeir geri athugasemd við. 22.5.2006 21:30 Fyrstu H5N1 tilfellin í Íran Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri. 22.5.2006 21:15 Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna. 22.5.2006 20:47 Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. 22.5.2006 19:30 Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. 22.5.2006 19:00 Svartfellingar kusu sjálfstæði Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr lögum við Serba. Þarlendir stjórnmálaleiðtogar telja leiðina inn í Evrópusambandið nú greiða. Serbar sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 22.5.2006 18:45 Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00 90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40 Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30 Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23 Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00 Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38 Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. 22.5.2006 13:30 Svartfjallaland sjálfstætt ríki Svartfellingar samþykktu sjálfstæði frá Serbíu með naumum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Serbía og Svartfjallaland eru ein eftir í ríkjasambandinu sem eftir er af fyrrverandi Júgóslavíu. 22.5.2006 13:15 Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. 22.5.2006 12:45 Industria opnar skrifstofu í Kína Íslenska fyrirtækið Industria ehf. hefur opnað skrifstofu í Kína, og verður landið þar með hið sjötta þar sem Industria hefur starfsemi. Industria selur alhliða breiðbandslausnir til fjárfestinga- og fjarskiptafyrirtækja, og á Asíumarkaði hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira undanfarin misseri segir í tilkynningu frá félaginu. 22.5.2006 12:11 Sjá næstu 50 fréttir
20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. 23.5.2006 16:51
Kveikt var í sinu við Egilshöll Kveikt var í sinu við Egilshöll á fjórða tímanum í dag. Að sögn Slökkviliðsins þá er ekki um stóran bruna að ræða en mikill reykur var á staðnum. Sinan var kveikt á opnu svæði fyrir aftan Egilshöll og eru slökkviliðsmenn á staðnum. 23.5.2006 15:58
Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. 23.5.2006 14:15
Heildarkostnaður RÚV 19 milljónir Heildarkostnaður Ríkisútvarpsins við þátttöku og útsendingar frá undanúrslitum og úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aþenu nam um 19 milljónum króna segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 23.5.2006 14:09
Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. 23.5.2006 13:46
Greiningardeild Glitnis mælir með KB banka Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á KB banka. Verðmatsgengi á KB banka hefur verið lækkað úr 1.014 í 979 kr. á hlut. Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í KB banka. 23.5.2006 12:56
Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. 23.5.2006 12:29
Framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar stöðvuð Samkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið stöðvuð af kærunefnd útboðsmála. Um 18 arkitektastofur kærðu útboðið til nefndarinnar. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur á óvart segir borgarstjóri. 23.5.2006 12:26
Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi og víða hálka. Sums staðar hefur verði þæfingsfærð í morgun og eru vegagerðarmenn að störfum á öllum þessum svæðum við að hreinsa snjó af vegum. 23.5.2006 12:24
Stór byggingakrani sporðreistist í Öskjuhlíð Stór byggingakrani sporðreistist á byggingarsvæði við Keiluhöllina í Öskjuhlíð í morgun. Verið er að byggja við Keiluhöllina og mun kranastjórinn hafa teygt um of á bómu kranans með þeim afleiðingum að hann reis upp á endann. Engin slys urðu á fólki. Talið er að það þurfi tvo svipaða krana til að rétta kranann við. 23.5.2006 12:23
Auglýstu störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi Hátt í þrjátíu manns á Filippseyjum hafa höfðað mál á hendur fyrirtæki þar í landi fyrir að auglýsa störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi. Talið er að fyrirtækið hafi haft nærri níu milljónir króna af fólkinu með svikastarfsemi. Fyrirtækið sem um ræðir nefnist Cebu Manpower Corporation. 23.5.2006 12:21
Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans að því er heimildarmenn fréttastofu herma. Samningurinn verður kynntur á blaðamannafundi síðar í dag en upphaflega ætluðu nýútskriftaðir hjúkrunarfræðingar ekki að ráða sig til starfa við spítalann vegna launanna. 23.5.2006 12:19
TF-LÍF enn biluð Stóra þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er enn biluð og hefur þá verið frá í viku, að minnsta kosti. Litla þyrlan, TF SIF, er enn í Noregi, þar sem unnið er að endurbótum á henni. Þyrlur Gæslunnar hafa verið óflughæfar samtímis fimmta hvern dag frá áramótum. Þá daga hefur þurft að treysta alfarið á þyrlur varnarliðsins eða dönsku strandgæslunnar. 23.5.2006 12:16
Yfirdráttarlán heimilanna aukist um milljarð á mánuði Yfirdráttarlán heimilanna hafa aukist um milljarð á mánuði síðastliðna tólf mánuði. Þau bera hærri vexti en þekkjast í öllum vestrænum hagkerfum og greiða íslensk heimili nú um það bil 15 milljarða króna í yfirdráttarvexti á ári. 23.5.2006 12:15
Efling veiðarfærarannsókna á Ísafirði Kynningarfundur um veiðarfærarannsóknir við Ísland var haldinn föstudaginn 19. maí í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, þar sem miðstöð rannsóknanna er á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Á fundinum var ráðinn nýr veiðarfærasérfræðingur að stofnuninni, Ólafur Arnar Ingólfsson. 23.5.2006 10:54
VÍS dæmt til að greiða konu skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Vátryggingafélag Íslands í morgun til að greiða konu tæplega 1,2 miljónir króna í bætur vegna umferðarslyss sem hún lenti í nóvember í árið 1995. 23.5.2006 10:43
Mörgæsir snúa til síns heima Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn. 23.5.2006 09:30
Ölvuð á Miklubraut Ölvuð 17 ára stúlka á Vespu mótorhjóli var stöðvuð á Miklubraut undir morgun og færð í blóðprufu. Ferðir Vespu á þessum tíma sólarhirngs vöktu athygli lögreglumanna , sem ákváðu að kanna málið nánar og kom þá hið sanna í ljós 23.5.2006 09:00
Einn af leiðtogum Hamas handtekinn Einn af meintum herskáum leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar var handekinn í morgun. Ísraelski herinn segir hermenn hafa farið inn í bæinn Ramallah þar sem þeir hafi náð Ibrahim Hammad. 23.5.2006 08:48
Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. 23.5.2006 08:30
Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð. 23.5.2006 08:15
Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. 23.5.2006 08:03
Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega 55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar. 23.5.2006 08:02
Reyna að dæla vatni úr námunni Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári. 23.5.2006 08:00
Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. 22.5.2006 22:53
Nýtt bóluefni við fuglaflensu Vísindamenn hafa þróað bóluefni sem gæti orðið handhægt tæki í baráttunni við H5N1 fuglaflensu. Þeir segja þó rétt að geta þess að efnið gagnist mannfólkinu ekki til að forðast smit. 22.5.2006 22:30
Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.5.2006 22:11
Lordi-torg í Rovaniemi Finnar ráða sér vart af kæti yfir árangri finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina. Borgaryfirvöld í Rovaniemi, heimabæ hljómsveitarinnar, hafa ákveðið að nefna torg í miðri borginni í höfuðið á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar vinna sigur í þessari keppni og hafa þeir oft hlotið fremur háðuglega útreið og jafnan rekið lestina. Það má því segja að Finnar hafi fengið uppreisn æru, og vel það, þegar skrímslarokkssveitin Lordi fór með sigur af hólmi í keppninni í Aþenu á laugardaginn, og það með fáheyrðum fjölda stiga sem voru nærri því þrjú hundruð. Finnar hafa fagnað árangrinum en voru margir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvað áhrif flutningur Lordanna á laginu Hard Rock Hallelujah myndi hafa á ímynd landsins. Bæði Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra, hafa óskað rokkurunum til hamingju með árangurinn. Borgarstjórinn í Rovaniemi í Lapplandi sagði í dag að borgaryfirvöld vildu heiðra þessa frægu syni sína með því að nefna torg í miðborginni eftir hljómsveitinni. Torgið verður hluti af nýrri borgarmynd sem er verið að skipuleggja en auk Lordanna státar Rovaniemi sig af raunverulegu heimili jólasveinsins. 22.5.2006 22:00
Sambandssinnar vilja endurtalningu Sambandssinnar í Svarfjallalandi krefjast þess að atkvæði verði talin að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Svartfellingar samþykktu með naumum meirihluta í gær að segja sig úr lögum við Serba. Kosningaeftirlitsmenn segja ekkert við framkvæmd kosninganna sem þeir geri athugasemd við. 22.5.2006 21:30
Fyrstu H5N1 tilfellin í Íran Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri. 22.5.2006 21:15
Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna. 22.5.2006 20:47
Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. 22.5.2006 19:30
Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. 22.5.2006 19:00
Svartfellingar kusu sjálfstæði Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr lögum við Serba. Þarlendir stjórnmálaleiðtogar telja leiðina inn í Evrópusambandið nú greiða. Serbar sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 22.5.2006 18:45
Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00
90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40
Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30
Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23
Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00
Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38
Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. 22.5.2006 13:30
Svartfjallaland sjálfstætt ríki Svartfellingar samþykktu sjálfstæði frá Serbíu með naumum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Serbía og Svartfjallaland eru ein eftir í ríkjasambandinu sem eftir er af fyrrverandi Júgóslavíu. 22.5.2006 13:15
Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. 22.5.2006 12:45
Industria opnar skrifstofu í Kína Íslenska fyrirtækið Industria ehf. hefur opnað skrifstofu í Kína, og verður landið þar með hið sjötta þar sem Industria hefur starfsemi. Industria selur alhliða breiðbandslausnir til fjárfestinga- og fjarskiptafyrirtækja, og á Asíumarkaði hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira undanfarin misseri segir í tilkynningu frá félaginu. 22.5.2006 12:11