Erlent

Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida

Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×