Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri.
Bæði létust þau úr sjúkdóm sem bar einkenni flensunnar og því var gerð nánari athugun á þeim. Heilbrigðisstarfsmaður í Íran staðfesti þetta en eftir er þó að fá þetta staðfest með rannsóknum utan Írans.