Innlent

Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum

TF-LÍF
TF-LÍF MYND/Pjetur

Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×