Erlent

Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega

55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar.

Engar formlegar kvartanir hafa þó borist yfirkjörstjórn og því líklegt að úrslit kosninganna standi. Munurinn í kosningunum hefði þó tæpast geta verið minni en Evrópusambandið hafði sett það sem skilyrði fyrir því að kosningarnar væru gildar að 55 prósent kjósenda væru hlynntir sjálfstæði en niðurstöður kosninganna voru þær að 55,5 prósent kjósenda voru fylgjandi aðskilnaði frá Serbíu. Forsætisráðherra Svartfjallalands, Milo Djukanovic sagði að nú væri umsókn Svartfellinga um aðild að Evrópusambandinu í algjörum forgangi.

Um 650 þúsund manns búa í Svartfjallalandi en landið varð hluti af Júgóslavíu við stofnun hennar árið 1918 og hélt svo sambandinu við Serbíu eftir að Júgóslavíu liðaðist í sundur á sínum tíma. Á síðustu árum hefur hins vegar æ fleiri Svartfellingum þótt sambandið við Serbíu vera dragbítur á framfarir í landinu og telja að möguleikar landsins meiri án samstarfs við Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×