Erlent

Mörgæsir snúa til síns heima

Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn.

Fjöldi fólks hafði safnast saman til að taka á móti mörgæsunum og hafði gaman að því að fylgjast með þeim ganga aftur í heimaborginni. Vonast er til að hægt verði að opna sædýrasafnið í New Orleans innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×