Erlent

Reyna að dæla vatni úr námunni

Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×