Fleiri fréttir Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15 Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00 Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. 22.5.2006 10:00 Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. 22.5.2006 09:30 Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. 22.5.2006 09:15 Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. 22.5.2006 08:40 Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44 Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45 Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01 Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30 Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. 21.5.2006 18:58 Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45 Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." 21.5.2006 17:34 Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01 Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. 21.5.2006 12:29 Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25 Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05 Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. 21.5.2006 11:01 Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. 21.5.2006 10:55 Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. 21.5.2006 10:19 Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18 Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14 Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46 Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43 Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30 Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00 Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. 20.5.2006 19:30 Langveik börn í jeppaferð Gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti í morgun þegar þrjátíu og fimm manna hópur langveikra barna og foreldra þeirra lagði upp í heldur óvenjulegt ferðalag. Félagar úr ferðaklúbbnum fjórum sinnum fjórir, buðu hópnum í dagsferð austur fyrir fjall. 20.5.2006 19:29 Flokkarnir lofa öldruðum í Reykjavík öllu fögru Aldraðir í Reykjavík eiga í vændum betri tíð með blóm í haga, sama hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur verður eftir kosningar, -að minnsta kosti ef allir flokkarnir standa við stóru orðin. 20.5.2006 19:21 Handtekinn eftir vopnað rán Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 19:17 Alvarlega slösuð en ekki í lífshættu Rúmlega áttræð hjón slösuðust illa í alvarlegu umferðarslysi í Hvalfjarðargöngum í morgun. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Bíll hjónanna er gerónýtur. Göngunum var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins. 20.5.2006 19:16 Forsendurnar brostnar Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna. 20.5.2006 19:15 Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00 Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 18:45 Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15 Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16 Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17 Ölvuð ungmenni Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur. 20.5.2006 12:30 Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. 20.5.2006 12:00 Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. 20.5.2006 11:30 Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum. 20.5.2006 11:00 Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. 20.5.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15
Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00
Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. 22.5.2006 10:00
Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. 22.5.2006 09:30
Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. 22.5.2006 09:15
Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. 22.5.2006 08:40
Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44
Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45
Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01
Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30
Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. 21.5.2006 18:58
Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45
Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." 21.5.2006 17:34
Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01
Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. 21.5.2006 12:29
Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25
Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05
Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. 21.5.2006 11:01
Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. 21.5.2006 10:55
Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. 21.5.2006 10:19
Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18
Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14
Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46
Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43
Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30
Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00
Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. 20.5.2006 19:30
Langveik börn í jeppaferð Gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti í morgun þegar þrjátíu og fimm manna hópur langveikra barna og foreldra þeirra lagði upp í heldur óvenjulegt ferðalag. Félagar úr ferðaklúbbnum fjórum sinnum fjórir, buðu hópnum í dagsferð austur fyrir fjall. 20.5.2006 19:29
Flokkarnir lofa öldruðum í Reykjavík öllu fögru Aldraðir í Reykjavík eiga í vændum betri tíð með blóm í haga, sama hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur verður eftir kosningar, -að minnsta kosti ef allir flokkarnir standa við stóru orðin. 20.5.2006 19:21
Handtekinn eftir vopnað rán Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 19:17
Alvarlega slösuð en ekki í lífshættu Rúmlega áttræð hjón slösuðust illa í alvarlegu umferðarslysi í Hvalfjarðargöngum í morgun. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Bíll hjónanna er gerónýtur. Göngunum var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins. 20.5.2006 19:16
Forsendurnar brostnar Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna. 20.5.2006 19:15
Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00
Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 18:45
Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15
Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16
Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17
Ölvuð ungmenni Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur. 20.5.2006 12:30
Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. 20.5.2006 12:00
Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. 20.5.2006 11:30
Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum. 20.5.2006 11:00
Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. 20.5.2006 10:30