Erlent

Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam

Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna

Saddam Hussein og sjö undirsátar hans eru ákærðir fyrir að hafa látið taka af lífi 147 sjía í bænum Dujail árið 1982 en það verður seint sagt að réttarhöldin hafi gengið fyrir sig á yfirvegaðan máta. Á dögunum var einn verjenda hans vikið úr réttarsalnum og í morgun varaði Abdul-Rahman aðaldómari lögmanninn aftur við.

Eftir að einum hafði verið vikið úr dómssalnum tók hins vegar ekki betra við.

Orðahnippingarnar héldu áfram í dálitla stund en að lokum tókst að leiða þrjú vitni fyrir réttinn. Að vitnaleiðslum loknum var réttarhaldinu frestað til miðvikudagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×