Fleiri fréttir

Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram

Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina.

Hyggst leggja fram frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra

Frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra verður væntanlega samþykkt fyrir þinglok í vor og jafnvel strax í næstu viku. Í því er ekki lagt til að trúfélög fái að gefa saman samkynhneigð pör en Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram sérfrumvarp þar að lútandi þar sem hún telur þverpólitískan stuðning við það.

Hámarksökutaxti leigubifreiða afnuminn

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að hámarksökutaxti leigubifreiða skuli afnuminn um næstu mánaðamót. Búist er við að flestar leigubílastöðvar sæki um undanþágu til þess að hafa samræmda gjaldskrá fyrir sína bíla.

Bauð ókeypis brjóstaskoðun án þess að vera læknir

Lögregla á Florída handtók í gær mann á áttræðisaldri sem hafði gengið hús úr húsi í gervi læknis og boðið konum uppá ókeypis brjóstaskoðun. Upp um manninn komst þegar kona sem hann var að skoða grunaði að eitthvað misjafnt væri á ferðinni þegar maðurinn bað hana um að fara úr öllum fötunum

Sturtaði seðlunum niður

Í Þýskalandi eru ekki allir með það á hreinu hvort enn sé hægt að skipta þýska markinu í Evrur. Það var í það minnsta ekki elllilífeyrisþegi einn í Berlín sem fleygði andvirði 30.000 Evra í klósettið heima hjá sér og sturtaði niður.

Maðurinn fundninn

Maðurinn sem leitað var að á Vatnajökli í dag eru fundinn. Hann komu sér sjálfur til byggða og hefur því fyrirhugaðri leit verið blásin af. Björgunarsveitir Landsbjargar grennsluðust eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hafði heyrst í ökumanni hans frá hádegi en maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn var vel búinn

Gyanendra vill sættir

Ekkert útlit er fyrir að ólgunni í Nepal linni á næstunni þrátt fyrir að konungur landsins hafi heitið því í dag að koma á lýðræði þar á ný. Stærsti flokkur landsins segir sáttatilboð kóngsins ganga alltof skammt og því verði mótmælum haldið áfram.

Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu. Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum.

Minni eftirspurn áhrifaríkasta leiðin

Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar telur minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum í fangelsum bestu leiðina til að minnka flæði þeirra inn í fangelsin. Hann segir aldrei hægt að útrýma fíkniefnum úr fangelsum, þar séu menn sem hafa sérhæft sig í smygli.

Hefði átt að hækka stýrivextina meira

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti allt of lítið undanfarið, vegna þess að bankinn hefur vanmetið ofhitnun hagkerfisins stórlega. Þetta segir hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Hækka verði stýrivexti áfram upp í topp ef takast eigi að sigrast á verðbólgunni.

Grennslast fyrir um jeppa á Vatnajökli

Björgunarsveitir Landsbjargar grennslast nú eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hefur heyrst í ökumanni hans frá hádegi. Maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn mun vera vel búinn og því hafa björgunarsveitir ekki enn farið á vettvang þar sem vitað er að það tekur lengri tíma en ella að aka leiðina.

Leggja fram tillögur til lagabreytinga

Sameinaðar kvennahreyfingar á Íslandi hafa lagt fram tillögur til breytingar á stjórnarskrár Íslands, er snerta jafnrétti og stöðu kvenna. Meðal þess sem lagt er til, er að reyna skuli að ná sem jöfnustu hlutfalli milli kynjanna á Alþingi.

Gísli biðst lausnar sem varaþingmaður

Gísli S. Einarsson hefur ákveðið að biðjast lausnar undan skyldum sínum sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Gísli þáði á dögunum boð Sjálfstæðismanna á Akranesi um að verða bæjarstjóraefni þeirra í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði.

Slasaðist á fæti í Hlíðarfjalli

Slys varð í Hlíðarfjalli á Akureyri í morgun þegar spotti slitnaði í togbraut. Maður var að fara upp fjallið í diskalyftu en þegar hann hugðist fara úr lyftunni gaf spottinn sig sem tengdur er með þeim afleiðingum að maðurinn meiddist á fæti.

Forseta líkt við einræðisherra

Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.

Deilt um skipan þingforseta á Ítalíu

Hveitibrauðsdagar sigurvegara þingkosninganna á Ítalíu urðu töluvert færri en búist var við. Brestir eru komnir í Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, sem staðfest var í vikunni að náð hefði naumum meirihluta í báðum deildum þings.

Stjórnarandstæðingar fá að bjóða fram í Nepal

Gyanendra, konungur Nepals, hefur ákveðið að leyfa stjórnarandstöðuflokkum í landinu að bjóða fram eigin forsætisráðherraefni. Hann segir þó að starfandi ríkisstjórn verði áfram við völd enn um sinn. Nepal hefur logað í óeirðum í rúman hálfan mánuð og hafa fjórtán fallið í átökum við öryggissveitir á þeim tíma. Mótmælendur hafa krafist þess að konungur afsalaði sér alræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rétt rúmu ári.

Ásþungi takmarkaður fyrir austan

Vegagerðin hefur ákveðið að takmarka ásþunga á nokkrum vegum á Miðausturlandi vegna hættu á slitlagsskemdum. Takmörkunin er við sjö tonna ásþunga.

Frestað vegna endurupptöku í Bretlandi

Mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðsdómur frestaði málinu þar sem enn er beðið endurupptöku málsins í Bretlandi.

Gengislækkun hefur áhrif á leiguverð bíla

Afborganir á bílum í rekstrar- og einkaleigu hækka vegna lækkandi gengis krónunnar og aukinnar verðbólgu. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að einstaklingar gætu þurft að meta stöðuna upp á nýtt því ekki sé svo auðvelt að losna undan samningum.

Enn langt í framkvæmdir við Sundabraut

Vegamálastjóri segir ekki hægt að hefja lagningu Sundabrautar fyrr en hönnun hennar er lokið. Hönnunin getur tekið eitt og hálft ár en ekki verður hafist handa við hana fyrr en ákvörðun liggur fyrir um hvar Sundabrautin á að liggja.

Deildu um bensínálögur

Stjórnarandstæðingar á þingi kröfðust þess í morgun að stjórnvöld lækkuðu álögur á eldsneyti til að draga úr efnahagslegum áhrifum verðhækkana á bensíni. Stjórnarliðar gáfu hins vegar lítið fyrir slíkt.

Mikil aukning félagsmanna

Rúmlega hundrað nýir félagar bættust í Verkalýðsfélag Húsavíkur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fyrr í vikunni. Þetta er rúmlega tífalt meira en venja er til á slíkum fundum.

Nígerumenn ætla að gera upp við lánadrottna

Stjórnvöld í Nígeríu stefna að því að greiða margra milljarða skuld sína við hinn svokallaða Parísarklúbb sem nítján lánadrottnar tilheyra, þar á meðal Bretar, Rússar og Þjóðverjar. Þar með yrðu Nígeríumenn fyrsta Afríkuríkið til að gera upp alþjóðlega lánadrottna. Um er að ræða greiðslu sem nemur jafnvirði rúmlega 350 milljarða íslenskra króna. Eftir það skulda þó Nígeríumenn áfram jafnvirði tæplega 400 milljarða króna.

Bjartsýn á tilboð frá samninganefndum

Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu munu hittast á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Þetta er annar samningafundurinn milli samninganefndanna. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra starfsmanna á dvala- og hjúkrunarheimilum, segist bjartsýn á að einhver tilboð komi fram á fundinum.

Ófært fyrir vestan og víða leiðindafærð

Færð á vegum er víða ekki eins og best verður á kosið á þessum öðrum sumardegi ársins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er ófært yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði er þungfær auk þess sem hálkublettir eru á flestum heiðum á Vestfjörðum.

Tveir létust í eldsvoða

Að minnsta kosti tveir stúdentar létu lífið og fjórir slösuðust þegar eldur kviknaði í Ríkisháskólanum í Moskvu í morgun. Byggingin er eitt eftirtektarverðasta kennileiti höfuðborgar Rússlands. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kviknaði á tótfu hæð í heimavist skólans.

Óttast að laun lækki

Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi.

Tekjutenging verður ekki afnumin

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki stefna að því að fella niður tekjutengingu almannatryggingabóta. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Trassa að fara til tannlæknis

Áttunda hvert ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára hefur ekki farið til tannlæknis um tveggja ára skeið og helmingur þeirra ekki um þriggja ára skeið.

Elísabet Bretlandsdrottning fagnar 80 ára afmæli

Elísabet önnur Bretlandsdrottning fagnar áttræðis afmæli sínu í dag. Opinber hátíðarhöld í tilefni af afmælinu hefjast fyrir hádegi í dag en drottningin mun halda upp á afmæli sitt í Windsor kastala í dag.

Nýtt þjónustuver Reykjavíkurborgar

Á mánudaginn opnar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar þjónustuver í Skúlatúni 2. Nýja þjónustuverið mun taka við helstu verkefnum sem áður var sinnt af fimm minni afgreiðslum sem voru staðsettar í höfuðstöðvum sviðsins. Undirbúningur að stofnun þjónustuversins hefur staðið frá því í september en það er áfangi í skilulagsbreytingum sem unnið hefur verið að í rúmt ár. Almenn afgreiðsla verður lokuð til hádegis í dag vegna breytinganna.

Verið að moka vegi á Vestfjörðum

Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þæfingur á heiðum og mokstur stendur yfir. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og ófært er um Eyrarfjall en mokstur er hafinn. Þá eru hálkublettir víða á heiðum á Norður- Norðaustur og Austurlandi. Þjóðvegir á Suður- og Suðausturlandi eru greiðfærir.

Lítill árangur hjá Bush og Jintao

Lítill sem enginn árangur virðist hafa orðið af viðræðum Hu Jintao, forseta Kína, og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í gær, að sögn Reuters-fréttastöðvarinnar. Stærstu málin sem þeir hugðust ræða snerust um efnahags- og öryggismál. Annars bar hæst á fundi leiðtoganna með blaðamönnum í gær að kona úr röðum Falun Gong hreyfingarinnar setti þessa hefðbundu athöfn úr skorðum um stund með framíköllum, og var hún fjarlægð af öryggisvörðum.

Hjálparstarf í Darfúr héraði í hættu

Hjálparstarfið í Darfúr-héraði í Afríkuríkinu Súdan gæti svo gott sem hrunið innan fárra vikna, ef ekki fæst meira fjármagn til hjálparstarfa.

Andstaða við forsætisráðherra Íraks

Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur ákveðið að eftirláta bandamönnum sínum í stjórnmálafylkingu sjía-múslima að ákveða hvort hann eigi að víkja úr embætti. Kúrdar og súnní-múslimar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að hann sitji áfram og er það ein ástæða þess hve illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn síðan þingkosningar fóru fram í Írak í desember.

Stöðvuðu ökuréttindalausan ökumann

Tveir hassmolar fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði í Garðinum í gærkvöldi. Þeir sem voru í bílnum viðurkenndu að eiga efnið og höfðu ætlað það til eigin nota.

Öflugur jarðskjálfti á Kamchatka-skaga

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kamchatka-skaga í Austur-Rússlandi seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en hann mældist 7,7 á Richter. Tíu harðir eftirskjálftar fylgdu stóra skjálftanum, eða allt upp í 6,1 á Richter. Fyrstu fregnir herma að fáir virðast hafa slasast en þó hafi nokkurt tjón orðið á mannvirkjum. Þetta eru umfangsmestu jarðhræringar í þessum hluta Rússlands í rúm hundrað ár, eða síðan árið 1900.

Tveir menn handteknir vegna gruns um innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn nú í morgunsárið sem grunaðir eru um innbrot á Njálsgötunni. Þá var einnig brotist inn á tveimur öðrum stöðum í miðborginni í nótt en margt bendir til að sömu menn hafi verið þar á ferð. Lögreglan er með mennina til yfirheyrslu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Hálfs milljarðs pappírsörk

Fyrsta pappírsörkin með leikritum Villiams Shakespeares verður boðin upp hjá Sothebys í London þrettánda júlí. Þessi einstaki gripur, sem er innbundinn í kálfaskinn frá sautjándu öld, inniheldur safn þrjátíu og sex leikrita.

Örninn er lentur

Tökur á þriðju sjónvarpsþáttaröðinni um dansk-íslenska lögreglumanninn, Hallgrím Örn Hallgrímsson, fara nú fram hér á landi og er gert ráð fyrir að þær standi yfir í 16 daga. Byrjað er í Vestmannaeyjum.

Íbúar í Reykjavík fyrir 874

Árið 871, eða tveimur árum fyrr eða síðar, bjó í Reykjavík fólk sem hafði reist þar varanlegt mannvirki. Ingólfur Arnason á að hafa sest hér að fyrstur manna 874, eins og segir í sögubókunum. En fornleifarannsóknir í Aðalstræti sýna að hér voru menn fyrr á ferðinni.

Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum karlkyns

Eini karlkyns þátttakandinn í Íslandsmeistarakeppninni í blómaskreytingum bar sigur úr býtum í keppninni sem fram fór í Hveragerði í dag. Einnig voru þar afhent Garðyrkjuverðlaunin fyrir árið 2006 og Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Sjá næstu 50 fréttir