Innlent

Slasaðist á fæti í Hlíðarfjalli

Slys varð í Hlíðarfjalli á Akureyri í morgun þegar spotti slitnaði í togbraut. Maður var að fara upp fjallið í diskalyftu en þegar hann hugðist fara úr lyftunni gaf spottinn sig sem tengdur er með þeim afleiðingum að maðurinn meiddist á fæti.

Sjúkrabíll flutt manninn á slysadeild og hófst lögreglurannsókn á atvikinu í kjölfarið. Ekki er einsdæmi að svona lyftuóhöpp verði en þau munu fátíð að dögn staðarhaldara í Hlíðarfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×