Fleiri fréttir Ferðastyrkjum úr Vildabörnum úthlutað 25 börn og fjölskyldur þeirra fengu í dag ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair og hefur aldrei verið úthlutað til jafn maargra. Flestar fjölskyldurnar eru íslenskar en nú fær tvær fjölskyldur, frá Danmörku og Englandi, styrk úr sjóðnum. 20.4.2006 17:27 Fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg. Hann reyndist illa brotinn á handlegg og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gengst undir aðgerð á hendi. 20.4.2006 15:54 Listi yfir nöfn fanga gerður opinber Bandarísk stjórnvöld hafa gert opinberan lista yfir nöfn þeirra fanga sem eru í haldi í Guantanamo fangelsinu. Á listanum eru meira en fimmhundruð fangar frá fjörutíu og einu landi og sumir hafa verið í haldi í meira en fjögur ár. 20.4.2006 13:45 Efling ályktar til stuðnings ófaglærðum á hjúkrunarheimilum Fjölmennur félagsfundur Eflingar-stéttarfélags beindi því í gærkvöldi til samninganefndar hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis að ganga þegar í stað að kröfum launafólks á vinnustöðunum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ófaglærðra starfsmanna. 20.4.2006 13:30 Skotbardagar og óeirðir í Nepal Allt logar í óeirðum í höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Tugþúsundir manna hafa virt útgöngubann í höfuðborginni að vettugi. 20.4.2006 13:15 Aðeins tímaspursmál að þjóðernisflokkur yrði stofnaður Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 20.4.2006 13:00 Heimsmarkaðsverð á hráolíu þrefaldast á 4 árum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur þrefaldast á fjórum árum. Olíumálaráðherra Írans segist ánægður með þessa þróun. 20.4.2006 12:45 Hátíðahöld víða um land í tilefni sumarkomu Ætla má að brúnin sé farin að lyftast á flestum landsmönnum því sumartíð með blóm í haga er framundan. Fyrsti dagur sumars er einmitt í dag og verður hann haldinn hátíðlegur víða um land. Vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 12:30 Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. 20.4.2006 12:15 Örlög Varnarliðsins ráðin þegar Davíð hætti Örlög Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru ráðin þegar Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórninni, því að mati Bandaríkjamanna var Bush forseti þá ekki lengur bundinn af persónulegum loforðum við Davíð, segir John Vinocur dálkahöfundur The New York Times. 20.4.2006 12:08 Kappakstur á Akureyri Lögreglan á Akureyri batt enda á kappakstur tveggja sautján ára ökumanna á Hörgárbraut upp úr miðnætti í nótt. Annar var á 115 kílómetra hraða en hinn á 103 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann á 166 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi. 20.4.2006 11:45 BÍ mótmælir frumvarpi dómsmálaráðherra Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi mótmælti harðlega fyrirætlunum um að þrengja starfsskilyrði blaðamanna sem fram koma í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dómstóla. 20.4.2006 11:30 Vélsleðaslys í Gjástykki Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun hann hafa handleggsbrotnað. 20.4.2006 11:15 Mannskæður eldur í Moskvu 11 létust og 4 slösuðust í miklum eldi sem braust út í gámum byggingaverkamanna rétt utan við Moskvu í Rússlandi. Verkamennirnir voru sofandi þegar eldurinn braust út og þeir sem létust vöknuðu aldrei og reykeitrum varð þeim að bana. 20.4.2006 11:00 Vetur og sumar frusu saman í nótt Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag, þar á meðal í flestöllum hverfum Reykjavíkur. Þess má geta að vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 11:00 Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gær Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp þriðja daginn í röð í gær. Verðið á tunnu endaði í rúmlega 72 bandaríkjadölum í New York í gær og hækkaði um nærri einn dal frá deginum áður. 20.4.2006 10:45 Ringulreið ríkir í Nepal Algjör ringulreið ríkir í Katmandu, höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Mótmælendurnir krefjast þess að Gyanendra konungur afsali sér einræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rösku ári. 20.4.2006 10:30 Fólskuleg árás í Laugardal Maður réðst fólskulega á fimmtán ára stúlku og sló hana í höfuðið með hafnarboltakyldu í Laugardal í gærkvöld. Mannsins er enn leitað. 20.4.2006 09:46 Kemur ekki á óvart að menn hyggi á þjóðernisflokk Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 19.4.2006 22:30 Mótmælir harðlega frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld harðorða ályktun vegna frumvarps dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dómstóla. 19.4.2006 22:58 Ættu að taka 3X Stál sér til fyrirmyndar Íslendingar ættu að horfa til fyrirtækja eins og Þriggja Ex Stáls í umræðunni um byggðastefnu landsins. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 19.4.2006 22:30 Engin ákvörðun um legu Sundabrautar fyrir kosningar Ekki verður tekin ákvörðum um hvar Sundabraut á að liggja fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Málið er nú í samráðsnefnd en niðurstöðu hennar er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.4.2006 22:13 Enn hækkar verð á bensíni Verð á bensíni heldur áfram að hækka og hefur lítrinn af 95 oktana bensíni hækkað um rúmar 16 krónur frá áramótum. Ekki er útlit fyrir að verðið eigi eftir að lækka í bráð þar sem heimsmarkaðsverð heldur áfram að hækka og krónan að veikjast. 19.4.2006 22:09 Áslaug og Sigrún hlutu barnabókaverðlaun menntaráðs Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Árnadóttir hlutu í dag barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2006. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en þetta var í þrítugasta og fjórða sinn sem það er gert. 19.4.2006 20:30 Steingrímur aftur til starfa á þingi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sneri aftur til starfa á þingi í dag þegar þingið kom saman eftir viku páskafrí. Eins og kunnugt er slasaðist Steingrímur töluvert í bílslysi í Húnavatnssýslu um miðjan janúar þegar bíll hans valt í Bólstaðarhlíðarbrekku. 19.4.2006 19:45 Svifryk 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er árinu en allt árið í fyrra fór það 21 sinni yfir mörkin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfssviði Reykjavíkurborgar. 19.4.2006 19:30 Sagðir selja líffæri úr dauðadæmdum föngum Kínverjar selja líffæri úr þúsundum dauðadæmdra fanga á hverju ári, án samþykkis þeirra. Þetta fullyrða bresk samtök sem hafa eftirlit með líffæraflutningum. Kínversk stjórnvöld neita ásökununum. 19.4.2006 19:00 Stefna á meirihluta í bæjarstjórn Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið Gísla S. Einarsson, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, til að vera bæjarstjóraefni sitt. 19.4.2006 19:00 Blása í herlúðra gegn hlutafélagavæðingu RÚV Samfylkingin blés í dag í herlúðra til baráttu gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Frumvarpið var tekið til annarrar umræðu á þingi í dag en öll stjórnarandstaðan er efnislega á móti frumvarpinu. Búast má við miklum ræðuhöldum um málið fram á miðnætti og þegar þingið kemur aftur saman á föstudag. 19.4.2006 18:45 Forysta Framsóknarflokksins gengur ekki í takt Kristinn H. Gunnarsson og það að flokksforystan gengur ekki í takt er helsti vandi Framsóknarflokksins í dag segir Hjálmar H. Árnason, formaður þingflokks Framsóknar. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn tapar miklu fylgi í hverju sveitarfélaginu á fætur öðru. 19.4.2006 18:45 Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sigur Prodi Hæstiréttur á Ítalíu staðfesti í dag sigur Romanos Prodis í þingkosningunum á Ítalíu. 19.4.2006 18:45 Flugvöllurinn burt og göng um Öskjuhlíð Öskjuhlíðargöng, Sundabraut, gjaldfrjáls leikskóli og þjónustutrygging fyrir aldraða eru meðal kosningaloforða Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Þá verði flutningur flugvallarins undirbúinn á kjörtímabilinu. 19.4.2006 18:15 Gengið hrapar Íslenska krónan hefur fallið um rúm þrjátíu prósent frá áramótum. Gengisfall krónunnar hélt áfram í dag sem og gengi bréfa í Kauphöll Íslands, mest í FL Group eða um fimm komma fimm prósent. 19.4.2006 18:13 Umferðarslys á Reykjanesbraut Tveir vörubílar rákust saman á Reykjanesbrautinni rétt um klukkan fimm í dag. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og voru bílstjórar þeirra fluttir á slysadeild þar sem þeir eru nú í rannsókn. Samkvæmt vakthafandi lækni á Slysadeild eru mennirnir ekki í bráðri lífshættu. Mikil umferðarteppa myndaðist við slysstað og var veginum lokað um tíma. Reykjanesbrautin er enn lokuð til norðurs og býst lögreglan í Hafnarfirði við því að hann verði opnaður aftur um klukkan sjö. 19.4.2006 18:10 Fundarhlé á Alþingi vegna þingflokksfunda Nú er fundarhlé á Alþingi þar sem hefðbundnir þingflokksfundir standa yfir. Þeim lýkur klukkan sex en þá halda væntanlega áfram heitar umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. 19.4.2006 17:24 Deilt um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á Alþingi Stálin stinn mætast nú á Alþingi þar sem stjórn og stjórnarandstaða hafa deild um þingstörf og frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. 19.4.2006 16:38 Samningur undirritaður um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur Samningur um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur var undirritaður í dag. Samningurinn er hugsaður sem alþjóðlegur tengslasjóður fyrir listamenn Félags íslenskra leikara. 19.4.2006 16:06 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur staðfesti rétt í þessu gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við fíkniefnamál sem kom upp á skírdag. En mennirnir voru úrskurðaðir í gæslunarðhald til 5 maí. 19.4.2006 15:57 Hestamaður liggur þungt haldinn á gjörgæslu Maður féll af hestbaki í Fljótshlíðinni síðastliðin laugardag og liggur hann enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss, með mikla áverka á hálsi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand hans stöðugt en honum er haldið í öndunarvél. Ekki er vitað enn hvort hann hefur beðið varanlegan skaða af fallinu. 19.4.2006 15:53 Heilsa hf. innkallar Liðaktin úr verslunum Heilsa hf hefur innkallað Liðaktin úr verslunum tímabundið vegna vísbendinga um framleiðslugalla. En við skoðun á einni sendingu af Liðaktini hefur komið fram vísbendingar um að ekki sé tilskilið magn af Glucosamin HCL og Chondroitin Sulfat í töflunum miðað við þær upplýsingar sem framleiðandi gefur upp. 19.4.2006 15:38 Skeljungur hækkar líka Skeljungur hækkaði fyrir stundu verð á bensíni, dísilolíu og gasolíu um þrjár krónur og þrjátíu aura lítrann. Olíufélagið Esso hækkaði verð hjá sér um það sama í morgun. 19.4.2006 15:04 Scott McClellan segir af sér Scott McClellan, blaðafulltrúi Bush Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér. Bush sagði þetta ákvörðun McClellans. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsliði forsetans síðustu daga en í gær skipaði hann nýjan fjárlagastjóra. Í lok síðasta mánaðar var skipt um starfsmannastjóra í Hvíta húsinu og búist er við að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi forsetans, þurfi að segja af sér vegna hneykslismáls 19.4.2006 14:47 Sigur Prodis í kosningunum staðfestur Ítölsk fréttastöð greindi frá því fyrir stundu að æðsti dómstóll á Ítalíu hefði staðfest að Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði sigrað í þingkosningum þar í landi í síðustu viku. Fréttastöðin getur ekki heimilda en dómstóllinn sendir ekki frá sér formlega tilkynningu fyrr en eftir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. 19.4.2006 14:16 Ekkert lát á flóðum í Rúmeníu Yfirvöld í Rúmeníu hafa þurft að flytja mörg þúsund íbúa frá heimilum sínum í suðurhluta landsins vegna vatnavaxta í Dóná. Ekkert lát virðist ætla að verða á flóðum á svæðinu sem þó benti til að yrði raunin í gær. 19.4.2006 14:15 2 handteknir til viðbótar - 2 kæra gæsluvarðhaldsúrskurð Tveir Íslendingar voru handteknir í gær í tengslum við stóra fíkniefnasmyglið sem komst upp í byrjun apríl. Tveir þeirra sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald um helgina hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 19.4.2006 13:41 Sjá næstu 50 fréttir
Ferðastyrkjum úr Vildabörnum úthlutað 25 börn og fjölskyldur þeirra fengu í dag ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair og hefur aldrei verið úthlutað til jafn maargra. Flestar fjölskyldurnar eru íslenskar en nú fær tvær fjölskyldur, frá Danmörku og Englandi, styrk úr sjóðnum. 20.4.2006 17:27
Fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg. Hann reyndist illa brotinn á handlegg og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gengst undir aðgerð á hendi. 20.4.2006 15:54
Listi yfir nöfn fanga gerður opinber Bandarísk stjórnvöld hafa gert opinberan lista yfir nöfn þeirra fanga sem eru í haldi í Guantanamo fangelsinu. Á listanum eru meira en fimmhundruð fangar frá fjörutíu og einu landi og sumir hafa verið í haldi í meira en fjögur ár. 20.4.2006 13:45
Efling ályktar til stuðnings ófaglærðum á hjúkrunarheimilum Fjölmennur félagsfundur Eflingar-stéttarfélags beindi því í gærkvöldi til samninganefndar hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis að ganga þegar í stað að kröfum launafólks á vinnustöðunum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ófaglærðra starfsmanna. 20.4.2006 13:30
Skotbardagar og óeirðir í Nepal Allt logar í óeirðum í höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Tugþúsundir manna hafa virt útgöngubann í höfuðborginni að vettugi. 20.4.2006 13:15
Aðeins tímaspursmál að þjóðernisflokkur yrði stofnaður Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 20.4.2006 13:00
Heimsmarkaðsverð á hráolíu þrefaldast á 4 árum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur þrefaldast á fjórum árum. Olíumálaráðherra Írans segist ánægður með þessa þróun. 20.4.2006 12:45
Hátíðahöld víða um land í tilefni sumarkomu Ætla má að brúnin sé farin að lyftast á flestum landsmönnum því sumartíð með blóm í haga er framundan. Fyrsti dagur sumars er einmitt í dag og verður hann haldinn hátíðlegur víða um land. Vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 12:30
Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. 20.4.2006 12:15
Örlög Varnarliðsins ráðin þegar Davíð hætti Örlög Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru ráðin þegar Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórninni, því að mati Bandaríkjamanna var Bush forseti þá ekki lengur bundinn af persónulegum loforðum við Davíð, segir John Vinocur dálkahöfundur The New York Times. 20.4.2006 12:08
Kappakstur á Akureyri Lögreglan á Akureyri batt enda á kappakstur tveggja sautján ára ökumanna á Hörgárbraut upp úr miðnætti í nótt. Annar var á 115 kílómetra hraða en hinn á 103 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Þá stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann á 166 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi. 20.4.2006 11:45
BÍ mótmælir frumvarpi dómsmálaráðherra Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi mótmælti harðlega fyrirætlunum um að þrengja starfsskilyrði blaðamanna sem fram koma í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dómstóla. 20.4.2006 11:30
Vélsleðaslys í Gjástykki Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun hann hafa handleggsbrotnað. 20.4.2006 11:15
Mannskæður eldur í Moskvu 11 létust og 4 slösuðust í miklum eldi sem braust út í gámum byggingaverkamanna rétt utan við Moskvu í Rússlandi. Verkamennirnir voru sofandi þegar eldurinn braust út og þeir sem létust vöknuðu aldrei og reykeitrum varð þeim að bana. 20.4.2006 11:00
Vetur og sumar frusu saman í nótt Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag, þar á meðal í flestöllum hverfum Reykjavíkur. Þess má geta að vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 11:00
Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gær Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp þriðja daginn í röð í gær. Verðið á tunnu endaði í rúmlega 72 bandaríkjadölum í New York í gær og hækkaði um nærri einn dal frá deginum áður. 20.4.2006 10:45
Ringulreið ríkir í Nepal Algjör ringulreið ríkir í Katmandu, höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Mótmælendurnir krefjast þess að Gyanendra konungur afsali sér einræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rösku ári. 20.4.2006 10:30
Fólskuleg árás í Laugardal Maður réðst fólskulega á fimmtán ára stúlku og sló hana í höfuðið með hafnarboltakyldu í Laugardal í gærkvöld. Mannsins er enn leitað. 20.4.2006 09:46
Kemur ekki á óvart að menn hyggi á þjóðernisflokk Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 19.4.2006 22:30
Mótmælir harðlega frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld harðorða ályktun vegna frumvarps dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dómstóla. 19.4.2006 22:58
Ættu að taka 3X Stál sér til fyrirmyndar Íslendingar ættu að horfa til fyrirtækja eins og Þriggja Ex Stáls í umræðunni um byggðastefnu landsins. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 19.4.2006 22:30
Engin ákvörðun um legu Sundabrautar fyrir kosningar Ekki verður tekin ákvörðum um hvar Sundabraut á að liggja fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Málið er nú í samráðsnefnd en niðurstöðu hennar er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.4.2006 22:13
Enn hækkar verð á bensíni Verð á bensíni heldur áfram að hækka og hefur lítrinn af 95 oktana bensíni hækkað um rúmar 16 krónur frá áramótum. Ekki er útlit fyrir að verðið eigi eftir að lækka í bráð þar sem heimsmarkaðsverð heldur áfram að hækka og krónan að veikjast. 19.4.2006 22:09
Áslaug og Sigrún hlutu barnabókaverðlaun menntaráðs Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Árnadóttir hlutu í dag barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2006. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en þetta var í þrítugasta og fjórða sinn sem það er gert. 19.4.2006 20:30
Steingrímur aftur til starfa á þingi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sneri aftur til starfa á þingi í dag þegar þingið kom saman eftir viku páskafrí. Eins og kunnugt er slasaðist Steingrímur töluvert í bílslysi í Húnavatnssýslu um miðjan janúar þegar bíll hans valt í Bólstaðarhlíðarbrekku. 19.4.2006 19:45
Svifryk 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er árinu en allt árið í fyrra fór það 21 sinni yfir mörkin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfssviði Reykjavíkurborgar. 19.4.2006 19:30
Sagðir selja líffæri úr dauðadæmdum föngum Kínverjar selja líffæri úr þúsundum dauðadæmdra fanga á hverju ári, án samþykkis þeirra. Þetta fullyrða bresk samtök sem hafa eftirlit með líffæraflutningum. Kínversk stjórnvöld neita ásökununum. 19.4.2006 19:00
Stefna á meirihluta í bæjarstjórn Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið Gísla S. Einarsson, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, til að vera bæjarstjóraefni sitt. 19.4.2006 19:00
Blása í herlúðra gegn hlutafélagavæðingu RÚV Samfylkingin blés í dag í herlúðra til baráttu gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Frumvarpið var tekið til annarrar umræðu á þingi í dag en öll stjórnarandstaðan er efnislega á móti frumvarpinu. Búast má við miklum ræðuhöldum um málið fram á miðnætti og þegar þingið kemur aftur saman á föstudag. 19.4.2006 18:45
Forysta Framsóknarflokksins gengur ekki í takt Kristinn H. Gunnarsson og það að flokksforystan gengur ekki í takt er helsti vandi Framsóknarflokksins í dag segir Hjálmar H. Árnason, formaður þingflokks Framsóknar. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn tapar miklu fylgi í hverju sveitarfélaginu á fætur öðru. 19.4.2006 18:45
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sigur Prodi Hæstiréttur á Ítalíu staðfesti í dag sigur Romanos Prodis í þingkosningunum á Ítalíu. 19.4.2006 18:45
Flugvöllurinn burt og göng um Öskjuhlíð Öskjuhlíðargöng, Sundabraut, gjaldfrjáls leikskóli og þjónustutrygging fyrir aldraða eru meðal kosningaloforða Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Þá verði flutningur flugvallarins undirbúinn á kjörtímabilinu. 19.4.2006 18:15
Gengið hrapar Íslenska krónan hefur fallið um rúm þrjátíu prósent frá áramótum. Gengisfall krónunnar hélt áfram í dag sem og gengi bréfa í Kauphöll Íslands, mest í FL Group eða um fimm komma fimm prósent. 19.4.2006 18:13
Umferðarslys á Reykjanesbraut Tveir vörubílar rákust saman á Reykjanesbrautinni rétt um klukkan fimm í dag. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og voru bílstjórar þeirra fluttir á slysadeild þar sem þeir eru nú í rannsókn. Samkvæmt vakthafandi lækni á Slysadeild eru mennirnir ekki í bráðri lífshættu. Mikil umferðarteppa myndaðist við slysstað og var veginum lokað um tíma. Reykjanesbrautin er enn lokuð til norðurs og býst lögreglan í Hafnarfirði við því að hann verði opnaður aftur um klukkan sjö. 19.4.2006 18:10
Fundarhlé á Alþingi vegna þingflokksfunda Nú er fundarhlé á Alþingi þar sem hefðbundnir þingflokksfundir standa yfir. Þeim lýkur klukkan sex en þá halda væntanlega áfram heitar umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. 19.4.2006 17:24
Deilt um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á Alþingi Stálin stinn mætast nú á Alþingi þar sem stjórn og stjórnarandstaða hafa deild um þingstörf og frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. 19.4.2006 16:38
Samningur undirritaður um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur Samningur um Talíu-Loftbrú Reykjavíkur var undirritaður í dag. Samningurinn er hugsaður sem alþjóðlegur tengslasjóður fyrir listamenn Félags íslenskra leikara. 19.4.2006 16:06
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Hæstiréttur staðfesti rétt í þessu gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við fíkniefnamál sem kom upp á skírdag. En mennirnir voru úrskurðaðir í gæslunarðhald til 5 maí. 19.4.2006 15:57
Hestamaður liggur þungt haldinn á gjörgæslu Maður féll af hestbaki í Fljótshlíðinni síðastliðin laugardag og liggur hann enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss, með mikla áverka á hálsi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand hans stöðugt en honum er haldið í öndunarvél. Ekki er vitað enn hvort hann hefur beðið varanlegan skaða af fallinu. 19.4.2006 15:53
Heilsa hf. innkallar Liðaktin úr verslunum Heilsa hf hefur innkallað Liðaktin úr verslunum tímabundið vegna vísbendinga um framleiðslugalla. En við skoðun á einni sendingu af Liðaktini hefur komið fram vísbendingar um að ekki sé tilskilið magn af Glucosamin HCL og Chondroitin Sulfat í töflunum miðað við þær upplýsingar sem framleiðandi gefur upp. 19.4.2006 15:38
Skeljungur hækkar líka Skeljungur hækkaði fyrir stundu verð á bensíni, dísilolíu og gasolíu um þrjár krónur og þrjátíu aura lítrann. Olíufélagið Esso hækkaði verð hjá sér um það sama í morgun. 19.4.2006 15:04
Scott McClellan segir af sér Scott McClellan, blaðafulltrúi Bush Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér. Bush sagði þetta ákvörðun McClellans. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsliði forsetans síðustu daga en í gær skipaði hann nýjan fjárlagastjóra. Í lok síðasta mánaðar var skipt um starfsmannastjóra í Hvíta húsinu og búist er við að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi forsetans, þurfi að segja af sér vegna hneykslismáls 19.4.2006 14:47
Sigur Prodis í kosningunum staðfestur Ítölsk fréttastöð greindi frá því fyrir stundu að æðsti dómstóll á Ítalíu hefði staðfest að Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði sigrað í þingkosningum þar í landi í síðustu viku. Fréttastöðin getur ekki heimilda en dómstóllinn sendir ekki frá sér formlega tilkynningu fyrr en eftir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. 19.4.2006 14:16
Ekkert lát á flóðum í Rúmeníu Yfirvöld í Rúmeníu hafa þurft að flytja mörg þúsund íbúa frá heimilum sínum í suðurhluta landsins vegna vatnavaxta í Dóná. Ekkert lát virðist ætla að verða á flóðum á svæðinu sem þó benti til að yrði raunin í gær. 19.4.2006 14:15
2 handteknir til viðbótar - 2 kæra gæsluvarðhaldsúrskurð Tveir Íslendingar voru handteknir í gær í tengslum við stóra fíkniefnasmyglið sem komst upp í byrjun apríl. Tveir þeirra sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald um helgina hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 19.4.2006 13:41